Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Karlmaður sem kom hing-að í annarlegum tilgangi, og ætlaði að lifa sældarlífi á kostnað skattgreiðenda í nokkra mánuði og njóta góðs af heilbrigðiskerfinu, endaði með því að bera eld að fötum sínum í yfirfullu gistiskýli Útlendinga- stofnunar með þeim afleiðing- um að hann beið bana af sárum sínum. Þetta virðist vera lærdómur gam- als dómsmálaráðherra af harm- leiknum sem varð nýlega í Víði- nesi. Að minnsta kosti sér hann tilefni til að stinga niður penna og hvetja stjórnvöld til að grípa til harðari aðgerða gegn straumi innflytjenda frá Makedóníu eða Albaníu og þeirri „ásókn í skattfé almennings sem þeim fylgir.“ Það er stutt síðan Alþingi sam- þykkti að snúa mætti hælisleit- endum frá þessum löndum við á flugvellinum án þess að þeir fái að bíða eftir því að mál þeirra séu skoðuð af þar til bærum yfirvöld- um. Þeir sem komu fyrir þann tíma mega eiga von á því að verða fluttir úr landi með skömmum fyrirvara. Björn Bjarnason, sem eitt sinn var dómsmálaráðherra og þarafleið- andi yfirmaður málaflokks- ins, virðist draga þá ályktun að straumur þessara „annarlegu“ flóttamanna hafi hafist fyrir alvöru þegar alþingismenn gripu fram fyrir hendur Útlendinga- stofnunar“ og hnekktu „lögmætri afgreiðslu stofnunarinnar með því að veita Dega-fjölskyldunni frá Al- baníu ríkisborgararétt í desember 2015,“ en hingað höfðu þau hrak- ist með dauðveikan son sinn í von um heilbrigðisþjónustu. Þjóðin fann til þegar þessari barnafjöl- skyldu og annarri í sömu sporum hafði verið hent úr landi um miðja nótt án tillits til afdrifa barnanna. Nú má þessi gamli ráðherra hafa þá skoðun fyrir mér að yfirvöld eigi að loka dyrunum á alla þá innflytjendur sem hrekjast um álfuna sökum fátæktar og mis- skiptingar sem hefur náð slíkum hæðum að það ógnar öryggi og heimsfriði meira en flest annað. Sem móðir og manneskja geri ég þó stórkostlegar athugasemdir við að örvæntingarfull tilraun fá- tækra foreldra til að bjarga dauð- veiku barni sínu frá því að veslast upp af sjúkdómi í ónýtu heilbrigð- iskerfi sé sagt vera „annarlegur tilgangur“. Ég held að fólk sem neytir ekki allra bragða til að bjarga börnunum sínum við slík- ar aðstæður sé frekar „annarlegt fólk“. Útlendingastofnun var í lófa lagið á sínum tíma að veita þessu fólki dvalarleyfi af mannúðará- stæðum og taka þar með tillit til aðstæðna barnanna. Foreldrarn- ir bæði gátu og vildu vinna fyrir sér eins og þúsundir fólks sem hingað flytur árlega fyrir tilstilli fyrirtækja sem vantar vinnuafl. Í stað þess var ákveðið að flytja Dega fjölskylduna úr landi að næturlagi og senda þar með veikt barn þeirra út í óvissuna. Þessi fjölskylda hefði því ekki þurft að taka fókusinn af hælisleitendum sem hingað leita frá stríðshrjáð- um svæðum eftir pólitísku hæli. Enda heldur þessi skýring ekki vatni, það er daglegt brauð að senda fólk úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar sem svo sannarlega er að flýja stríð og ofsóknir. Það er ekki vegna þess að annað fólk vinni hér og búi af mannúðarástæðum. Mér finnst þessar áhyggjur af skattfé almennings annarlegar og með því að setja þær fram í þessu samhengi, er verið að reyna að særa fram smásálina í þjóðinni og læða að þeirri hugsun að allt fólk sem þurfi á okkur að halda sé að ræna Íslendinga og koma í veg fyrir að við getum haldið uppi samfélagi. Slíkar hugmyndir eru, ásamt mis- skiptingunni, orðnar raunveru- leg ógn við friðinn og lífskjörin í Evrópu. Fólk sem telur okkur trú um að við höfum ekki efni á mannúð og okkur stafi hætta af annarlegu fólki, sem sveimi yfir og allt um kring eins og engi- sprettuplága, albúið að éta venju- legt fólk út á guð og gaddinn. Þeim fjölgar stjórnmála- mönnunum sem eru tilbúnir til að klappa þennan stein og uppskera lófatak á samfélagsmiðlum, oft frá fólki sem telur sig hafa orðið út- undan í samfélaginu. Það er einhver ódýrasta og ómerkilegasta pólitík sem til er. Og ef eitthvað er annarlegt, þá er það þegar hún kemur frá skjól- stæðingi íslenskra skattgreiðenda til áratuga. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ANNARLEG PÓLITÍK Á 200 ára afmæli Framsóknarflokksins þakkaði Sigurður Ingi forsætisráðherra (2016-) íslenskum vinstrimönnum kærlega fyrir langan og farsælan valdatíma sinn. Faxafeni 14 l Sími 5516646 Opið frá kl. 10-18 virka daga 11-17 laugardag 13-16 sunnudag 2 0 % A F S L Á T T U R A F F A T N A Ð I 1 5 . - 1 8 . D E S E M B E R Eitt kort 35 vötn 6.900 kr Frelsi til að veiða! 00000 JÓLAGJÖF VEIÐIMAN NSINS! Frábær jólagjöf fyrir veiðimenn og veiðikonu r. www.veidikortid.is Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 11 07 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.