Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 20

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 þegar hún talaði við menntamála- ráðuneytið á Íslandi fékk hún þær upplýsingar að ráðuneytið hefði lent áður í svipuðum vandræðum með þennan sama skóla sem gæfi sig út fyrir að vera eitthvað annað en hann stæði fyrir. „Við erum þrjú í skólanum sem erum hætt í náminu og aðrir nem- endur eru að bíða og sjá hvort eitt- hvað breytist. Ég fékk hinsvegar gjöldin endurgreidd núna í vik- unni og vinkona mín frá Úkraínu fær líka endurgreitt en það fylgdi endurgreiðslunni bréf um að það væru strangar reglur hjá skólanum að endurgreiða aldrei goldin skóla- gjöld.“ Olíver og kókflaska Þegar nemendurnir voru orðn- ir verulega óánægðir og ósáttir og kvörtuðu við deildarstjórann sí- fulla og kröfðust þess að fá að heyra í nemendum frá fyrra ári um gang mála þá hurfu allar upplýsingar um fortíðar nemendur skólans „Deildar- stjórinn tjáði okkur að honum fyndist þetta allt mjög leiðinlegt og spurði okkur nemendurna, hvaða kennara hann ætti að reka. Sem var skondið af því hann sjálfur var aðal vandamálið.“ segir Gréta. Það end- aði samt með því að hann rak Oliver, kennarann sem kenndi hópnum að taka mynd af kókflösku. Oliver sagð- ist að jafnaði nota 10 klukkustundir í eina myndatöku af kókflösku. Hann snérist í kringum viðfangsefni sitt, og fólk fylgdist með honum gera til- raunir með lýsingu á flöskunni þang- að til að einn af öðrum missti þolin- mæðina. En það kom berlega í ljós að hann kunni ekki til verka. „Rétt áður en téður Oliver var rekinn sendi hann okkur verkefni til þess að útfæra, sem var meira en flestir aðrir kennarar við skól- ann gerðu. Það leið korter þang- að til að við fengum póst frá skrif- stofunni sem sagði að við skyldum ekki gera verkefnið frá Oliver af því hann væri hættur sökum anna. Þessi skóli er algjört skrípó,“ seg- ir Gréta og hlær. „Ég fékk til dæm- is gagnrýni á myndirnar mínar frá einum kennaranum að þær væru ekki nógu persónulegar. Kennarinn opnaði eina af myndunum mínum í photoshop (myndvinnsluforritinu) og lagaði hana til og sagði svo: „Jæja gjörðu svo vel, nú er myndin meira svona „þú“.“ Með hnút í maganum Gréta flutti til Hollands og lærði ljós- myndum í framhaldi af menntaskól- anum á sínum tíma. Eftir námið í Hollandi flutti hún heim í harkið með drenginn Gauk sem gengur undir listamannsnafninu GKR. Hún hefur kennt ljósmyndun í tuttugu ár en hefur jafnframt haft ofan af sér við að ljósmynda giftingar og fermingar. Árið 2011 tók hún einn af sínum viðsnúningum og lauk námi við Leiðsögumannaskólann og hef- ur síðan verið fjallaleiðsögumaður á Íslandi og Grænlandi meðfram kennslunni. „Það kom nú aðallega út af því að ég vildi halda við tungu- málakunnáttu minni segir Gréta Gréta hefur reynslu af fjallgöngum á hæstu tinda. Hún gekk á Kilimanjaro árið 2008, sem er í 5.800 metra hæð. Lausn Grétu á hinu umrædda blóma- verkefni. En mynd hennar endaði þó ekki á heimasíðu deildarstjórans. Eftir að Gréta hætti í skólanum hefur hún haft meiri tíma til þess að ganga um og ljósmynda það sem fyrir augum ber. En Gréta seg- ir Madríd vera stórkostlega borg.  Fleiri myndir Grétu frá Madríd má sjá á frettatiminn.is „en ég tók eftir því að ég talaði ekki erlend tungumál lengur nema á hálendinu.“ Gréta talar þýsku, hol- lensku, norsku, sænsku og ensku. „En svo er alltaf gott að takast á við eitthvað nýtt. Fá þennan hnút í mag- ann til þess að geta slakað á inn á milli.“ segir Gréta. Gangandi ljósmyndari Gréta er ekki dottin af baki með námið og er hún með aðra skóla í huga. En hún hafði hugsað sér að vinna ljósmyndabók með mynd- unum af Dúnu, ömmu sinni, í mastersnáminu. En Gréta hélt fyrir nokkrum árum sýningu á Laugaveg- inum á dásamlega fallegum mynd- um af ömmu sinni sem var orðin mjög öldruð og lasburða þegar myndirnar voru teknar. „On the road in Iceland“ er hinsvegar nýút- komin ljósmyndabók Grétu og fæst í næstu bókabúð og hefur að geyma glæsilegar landslagsmyndir Grétu. „Þegar ég hætti í skólanum þá poppaði upp auglýsing um frekar ódýra ferð á Everest og ég tók ákvörðun um að fara á tindinn í ljósi þess að tíminn væri réttur, jólafrí og ekki get ég farið heim af því íbúð- in er í útleigu. En engar áhyggjur, segir Gréta, Dúna fer heim í jólin til pabba síns og þau fá meira að segja að vera í friði“ Gréta hefur reynslu af fjallgöng- um á hæstu tinda. Hún gekk á Kil- imanjaro 2008, sem er í 5.800 metra hæð. „Ef þú hefur farið í þessa hæð áður og ert í góðu líkamlegu ásig- komulagi þá er ekkert því til fyrir- stöðu að fara á Everest í 5.500 metra hæð,“ segir Gréta sem er 68 mód- el og hljóp Laugaveginn þegar hún var 45 ára en er ekki búin að ákveða hvað hún gerir þegar hún verður fimmtug. „Ég er að velta fyrir mér að hlaupa Laugaveginn með gópró myndavél á hausnum og „gæda“ á fimm tungumálum.“ Gréta leggur af stað eftir nokkra daga á Everest en kemur við í Abu Dhabi og hittir gamlan kærasta sinn, sem er safn- stjóri í borginni en var að eignast sitt fyrsta barn sem Gréta verður að hitta. „Vinur minn heitir Walter og er ljósmyndari en við vorum saman í námi í Hollandi á sínum tíma, hann kom með mér heim eftir námið en svo rak ég hann aftur til Hollands,“ segir Gréta og brosir sínu breiðasta. Madríd „Hvað gerist svo þegar ég kem til baka frá Everest á eftir að koma í ljós en ég hef augastað á skóla í New York sem ég gæti stundað í fjarnámi. En við mæðgur munum samt pott- þétt halda áfram að búa hérna í Ma- dríd því okkur líður svo vel hérna. Ég er svo fegin að vera laus við kapp- hlaupið heima. Ég get loksins sest niður og skoðað mín eigin persónu- legu ljósmyndaverkefni. Ég finn svo sterkt hvað lífið er miklu afslapp- aðra hérna en á Íslandi. Allir sem ég hitti hérna á meginlandinu eru hugfangnir af Íslandi og halda að þar sé einhver paradís á jörðu en stress- ið og samkeppnin er mikil á Íslandi og gott að fá hvíld frá því um skeið, en ég sakna þess að geta ekki hlaup- ið og gengið um íslenska náttúru,“ segir Gréta sem er á leiðinni í Retiro Park að undirbúa sig fyrir Everest. Snappið hjá Grétu er gretasgu- djons en instagramið er gretagu- djonsdottir þar sem hægt verður að fylgjast með ferðalaginu henn- ar á Everest í gegnum Amman og Abu Dhabi. Gréta leggur af stað um helgina. 7.499 kr. BRISTOL f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 7.499 kr. EDINBORG f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 5.999 kr. STOKKHÓLMUR f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : j a n ú a r 2 0 1 7 WOW takk! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.