Fréttatíminn - 17.12.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016
Merkisberinn þarf einnig sinn
tíma, vikur eða mánuði, til að
sá fræjum tortryggni og afbrýði
í hug Márans, spinna þá þræði
sem að lokum verða þeim þremur
að falli. En Shakespeare fer öðru
vísi að. Hann lætur umrædda
atburði fara fram á örskömmum
tíma, eitthvað um tveimur sólar-
hringum, ekki meir, og það strax
eftir brúðkaupsnótt Desdemónu
og Óþellós, eins og hann nefn-
ir Márann. Merkisberinn, sem
hann gefur hið spænska nafn Jagó,
þarf aðeins fáeinar klukkustund-
ir til þess að sannfæra Óþelló um
að Desdemóna hafi svikið hann
í tryggðum og lagst með Kassíó,
undirforingja Óþellós, sem á sér
líka hliðstæðu hjá Cinthio.
Í sögu Cinthios leggja Már-
inn og Merkisberinn á ráðin um
morðið og leyna því, en Óþelló
Shakespeares gengur hreint til
verks og kyrkir konu sína í hvílu
þeirra – kvöldið eftir að þau hafa
fyrst sængað saman. Og hún hef-
ur vart fyrr gefið upp öndina en
upp kemst um svik Jagós, Óþelló
leggur sig sverði í örvæntingu og
hnígur látinn yfir lík Desdemónu.
Mörgum hefur fundist þessi sena
öll óbærilegur hryllingur, og frést
hefur af gagnrýnendum sem segj-
ast alltaf kvíða því að þurfa að sitja
undir henni og skrifa um hana.
Ég skal fúslega viðurkenna að fáar
senur Shakespeares hreyfa meira
við mér þegar ég les þær – eins
þótt ég geri það aftur og aftur – en
ég held hins vegar að hún sé ein-
faldlega illa leikin, finnist áhorf-
endum hún óþægileg.
Shakespeare er lúmskur og
kann að plata okkur Hann fær
okkur til að trúa því að atburðirn-
ir gerist á mun lengri tíma en ná-
kvæm athugun leiðir í ljós. Hann
kann ýmsar brellur en hér er
hvorki rúm ná ástæða til að fara
út í þær. Það sem mestu varðar í
Óþelló eru aðalpersónurnar þrjár.
Séu verk Shakespeares skoðuð í
samhengi má glöggt sjá hvernig
honum eykst smátt og smátt geta
til að gefa mannlýsingum svip-
mót lifandi einstaklinga, skapa
persónur sem sumar öðlast allt að
því sjálfstætt líf í höndum hans.
Þegar hann semur Óþelló hefur
hann skapað Shylock, Falstaff og
Hamlet; honum eru allir vegir fær-
ir í þessum efnum.
Var Shakespeare rasisti?
Á fyrri tíð var löngum mikið lagt
upp úr því að höfundar boðuðu
fólki gott siðferði, létu syndara fá
sitt verðskuldaða straff, hina góðu
uppskera laun dyggðarinnar. Einn
snjallasti bókmenntagagnrýnandi
Breta fyrr og síðar, Samuel John-
son, sem var uppi á átjándu öld og
þekkti flestum betur list Shakespe-
ares, gaf verk hans út og skrifaði
um þau margt sem enn á skilið
athygli, hafði skáldið þó grunað
um að vera andsnúið hvers kyns
siðaprédikunum. Grunað, segi ég,
því að Johnson, sem var kristilega
þenkjandi maður á sinnar aldar
anglíkönsku vísu, var ekki par
hrifinn af því að skáld skrifuðu
„án siðferðilegs tilgangs“, eins
og hann orðaði það. Hann vissi
að Shakespeare var mesta skáld
Englendinga, ef ekki allra þjóða og
tíma, en honum fannst hræðileg
tilhugsun að slíkur meistari hefði
ekki beitt sinni óviðjafnanlegu list
í þágu hins góða, rétta og sanna –
eins og Johnson sá það.
Hvað var Shakespeare nú til
dæmis að fara með Óþelló? Var
hann ef til vill að vara hvítar yf-
irstéttarkonur við því að giftast
blóðheitum blökkumönnum sem
væru í senn einfaldari sálir og
ofstopafyllri en almennt gerðist
meðal hins göfuga hvíta kyn-
stofns? Þó að Shakespeare gæði
Óþelló glæsileik og göfgi verður að
segjast að persónan fellur óþægi-
lega vel – fyrir okkar upplýsta
smekk alltént – að hefðbundnum
staðalímyndum um fólk af „óæðri
kynþáttum“. Á 19. og 20. öld átti
hlutverkið drjúgan þátt í að opna
þeldökkum hæfileikamönnum
leið upp á hið „hvíta“ leiksvið,
en þó hafa sumir dökkir leikarar,
ekki síst í seinni tíð, lýst efasemd-
um, jafnvel ógeði á hlutverkinu.
Því verður sem sé ekki neitað að
Óþelló reynist Jagó ótrúlega auð-
veld bráð, nokkuð sem mörgum
hefur veist bágt að kyngja.
Meðferð Jagós á hinum auð-
trúa Óþelló er reyndar annað
sem móralskir gagnrýnendur
bentu á sem hugsanlegan boð-
skap leiksins. Með lýsingu sinni
á henni vildi skáldið brýna fyrir
mönnum, sögðu þeir, að vera nú
ekki of skjótir til að leggja eyru
við rógburði og álygum vondra
manna. Samuel Johnson, sem dáð-
ist annars að verkinu, huggaði sig
við að illska Jagós og vondar hvatir
væru svo gegnsæjar að áhorfend-
ur hlytu að hata hann og fyrirlíta
frá fyrstu stund. En þegar grein-
ing Johnsons á Jagó er lesin, skín
í gegn að hinn mikli krítíker fann
undir niðri hversu óhugnanlega
heillandi persóna Jagós er í raun
og veru.
Siðblindan afhjúpuð
Í því leikhúsi staðalímyndanna,
sem Shakespeare gekk inn í, var
venjan sú að teikna skúrkana
kröftugum dráttum. Þeir voru
afskræmdir og dýrslegir; liðuðust
um sviðið eins og snákar, undir-
förulir og grimmúðugir, svartir á
brún og brá, röddin hás eða sker-
andi. Ríkarður III með kryppuna,
kóngurinn hvers minningu vel
meinandi fólk sakar Shakespeare
um að svívirða í samnefndum leik
sínum (sem er eitt af æskuverk-
um hans), er ágætur fulltrúi slíkra
leiksviðsbófa. Það er nóg að horfa
á fræga kvikmynd Laurence Olivi-
ers til að sjá hvernig snjall leikari
getur náð að gæða klisjuna lífi – án
þess þó að fara út fyrir mörk klisj-
unnar.
En Jagó er eins langt frá því
að vera klisja og hugsast getur. Í
heimi leiksins býður hann af sér
svo góðan þokka að allir laðast að
honum og treysta honum. Ekki er
ég svo vel að mér í sögu geðlæknis-
fræðinnar að ég viti hvenær menn
fara að nota hugtakið psykopati
eða siðblinda á þeim bæjum, en
eitt veit ég: það er ekki fyrr en
löngu eftir tíð Shakespeares. Allir,
sem um þetta hafa ritað og ég hef
rekið nef mitt í, eru á einu máli um
að hann hafi þarna lýst af nánast
yfirnáttúrulegu innsæi þessu fyrir-
bæri: manni sem finnur til engrar
samúðar með öðrum mönnum,
manni sem notfærir sér aðra í sín-
um eigingjarna tilgangi án þess
að hugsa hið minnsta um velferð
þeirra, án þess að fá nokkurn vott
af samviskubiti eftir á.
List illskunnar – og ósigur
Því þannig er Jagó. Ólíkt Merk-
isbera Cinthios sem verður
ástfanginn af Disdemonu og
eyðileggur samband hennar og
Márans af einskærri afbrýðissemi,
hefur Jagó alls engar marktækar
ástæður fyrir athæfi sínu. Honum
er nóg að geta leikið sér að fólki
eins og köttur að mús, notið yfir-
burða sinna gagnvart því, eytt öllu
sem veitir því gleði og hamingju.
Hann er djöfull í mannsmynd en
engu síður en við af holdi og blóði.
Skelfilegast er þó kannski hvern-
ig hann – í innblásinni leiktúlkun
– nær að tæla okkur áhorfendur
(og lesendur) til að vera með sér
í liði, hrífa okkur með sér, gera
okkur að vitorðsmönnum sínum.
Hafi Shakespeare ekki alltaf geng-
ið nógu vel „að plotta“ leikrit sín,
náði hann sér niðri í Óþelló með
því að skapa plottara allra plott-
ara, listamann illskunnar eins og
einhver snjall maður orðaði það.
Ég nefndi hér í upphafi Gleðileik
Dantes. Í allri sinni dýpt og öll-
um sínum margbreytileik fjall-
ar Gleðileikurinn um aðeins
eitt: ferð frá myrkri til ljóss. Það
kann að vera erfitt að koma auga
á ljósið í myrkri Óþellós. Og þó.
Þegar Desdemóna deyr, biður
hún manni sínum blessunar. Hún
kveður lífið með fyrirgefningu á
vörum. Eitur Jagós hefur sýkt og
drepið margt. En hennar fögru
sál hefur hann ekki sigrað. Þegar
nóttin virðist svörtust er dögunin
í nánd. Það er hin mikla þversögn
kristindómsins og það er líka hin
mikla þversögn Óþellós.
Óþelló býður Desdemónu velkomna til Kýpur.
Nína Dögg Filipp-
usdóttir í hlutverki
hins samviskulausa
Jagós.
Angel
6.100 kr.
Glæsilegt skart frá Ítalíu
Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is
Bella
6.100 kr.
Bella
10.400 kr.
Angel
7.400 kr.