Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 30

Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 30
eru komin . Vestfirsk jólabrauð . Ítölsk jólabrauð Jólabrauðin Strikinu 3 • Iðnbúð 2 Garðabæ • 565 8070 facebook.com/okkarbakari Verið velkomin Flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Góðar jólagjafir Svigskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Fjallaskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Gönguskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 25% afsláttur Áfram ísland Skíðaúlpa herra Jólatilboð Verð 39.995 Mikið úrval af fatnaði Hinir vinsælu MICROspikes keðjubroddar Verð kr. 9.995 Mikið úrval af húfum, sokkum og vetlingum Verð frá kr. 1.495 Salomon X-Ultra Mid Til bæði fyrir dömur og herra Verð kr. 25.995 Lúffur Verð frá kr. 5.995 Salomon Speedtrack Verð kr. 14.995 lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Softshell buxur. Verð kr. 14.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 24.995 20% jólatilboð Sjón er sögu ríkari, mikið úrval af flottum vörum í jólapakkann 100% merino ullarfatnaður Fyrir skíðagöngugarpa Dömu úlpur, einnig til á herra Verð frá kr. 19.995 30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Sólveig Jónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Söngkonan, leikkonan, hönnuður- inn og flugfreyjan Jana hefur haft í nógu að snúast undanfarin miss- eri enda kann hún best við sig með mörg járn í eldinum – stundum jafn- vel aðeins of mörg. Að jafnaði þýt- ur hún um háloftin með ferðaglöð- um Íslendingum og áhugasömum túristum. Sumarfríinu eyddi hún ein í Buenos Aires og hún nýtur sín vel í erilsömum stórborgum þar sem sköpunargleðin og erillinn umlykur allt. En kyrrðina og frið- inn finnur hún við bakka Langár á Mýrum. Þar er hennar staður. „Afi minn byggði bústað þar og ég er alin upp við að fara þangað öll sum- ur. Flestallt fólkið mitt á ættir að rekja á Mýrarnar, Valbjarnarvelli, Rauðamel og vestur á firði. Í litla kotinu á Mýrunum finn ég hleðsl- una sem ég þarfnast stundum eft- ir mikið flakk og álag. Þegar ég fer þangað með vini mína hafa þeir haft á orði að þeir kynnist svolítið annarri hlið á mér – röggsömu, yfir- veguðu sveitakonunni í tímalausum og notalegum heimi þar sem ég er öllum hnútum kunnug. Upptöku- stjórinn minn fór með mér þang- að um daginn og sagði við mig að í stúdíóinu ætti ég að vera meira eins og ég er í sveitinni. Upptökur á minni eigin tónlist og textum er mjög nýtt fyrir mér. Ég var aldrei á neinu hljómsveitar- brölti á yngri árum og mér fannst ég hreinlega ekki eiga erindi í stúd- íó þegar ég hóf að taka upp EP plötuna. Upptökurnar voru ekki alltaf auðveldar því ég þurfti að kveða niður þennan ótta við að mis- takast og að takast á við hið óþekkta – nokkuð sem ég finn hvergi í sveitinni. Tónlistin er því áskorun fyrir mig sjálfa og æfing í að vera sú sem ég er, sátt í eigin skinni og sátt við það sem ég skapa hverju sinni. En ég finn alltaf fyrir þessari miklu sköpunarþörf og í kotinu okkar á Mýrunum kviknaði hugmyndin að Hrútasmiðjunni okkar mömmu. Við bjuggum til litla fígúru úr birkinu sem féll til í nágrenninu og eftir fjöl- margar skondnar tilraunatýpur var kominn fram á sjónarsviðið skap- mikill hrútur úr birki og ull sem Kraum tók í sölu. Nú eru liðin fjög- ur ár frá stofnun Birch & Wool sem selur níu gerðir af hrútum, sem allir bera nöfn úr íslensku hrútaskránni, á 12 stöðum um allt land og áhuginn erlendis frá verður sífellt meiri.“ Poppaður sópran Snemma varð öllum í kringum hana ljóst að hefðbundin rútínuvinna ætti ekki fyrir henna að liggja. Jana var feiminn krakki en notaði tím- ann til þess að drekka í sig alla tón- list sem hún heyrði, hvort sem var á plötum foreldra hennar, heima hjá afa og ömmu eða í útvarpinu þar sem hún tók tónlist upp á spólur og greindi niður í öreindir langt fram eftir nóttu. „Það var samt ekki fyrr en á ung- lingsárunum þegar ég sá pabba spila tónlist og syngja inni í stofu að ég fór að taka eftir löngun hjá mér til þess að koma fram. Ég stefndi alltaf á að gera eitthvað skapandi þó svo að ég vissi ekki endilega á hvaða Það gerðist eitthvað þegar ég fór að syngja orðin sem ég hafði skrifað við hljómana sem ég hafði sett saman, segir Jana María Guðmundsdóttir. Myndir | Hari Breytir óttanum í tækifæri Þrátt fyrir að vera dökk yfirlitum lýsir hún upp desemberdrungann með skínandi brosi enda nýbúin að ljúka síðasta jólaprófinu. Eftir heilmikla sjálfsskoðun er Jana María Guðmundsdóttir tilbúin að leyfa öðrum að heyra hvað hún hugsar. Fyrsta platan hennar, Master of Light, leit dagsins ljós í haust. sviði það myndi vera. Mig langaði að verða listmálari eða arkitekt en fór svo í klassískt söngnám 16 ára og leiklistarnám 25 ára. Söngurinn og leikhúsið fer vel saman en í söngn- um togast svolítið á tveir pólar, sá klassíski og poppaði. Ég upplifði vissulega að það skapaði ákveðna togstreitu að vera með hjartað á báðum stöðum og í söngheiminum er svolítil áhersla á að vera „annað- hvort“. Mér finnst að þú eigir ekki að þurfa að velja. Röddin mín er eins og hún er í dag vegna klass- ísku menntunarinnar minnar þó svo að ég kjósi að finna minni tón- listarsköpun farveg á öðrum vett- vangi en þeim klassíska. Það var heilmikið átak að koma plötunni minni í heiminn sem fólst kannski einna helst í undirbúningsvinnunni hjá sjálfri mér. Undanfarin ár hef ég lagt mikla orku í að rækta sjálfa mig og það er ekki síst afrakstur þess sem gerir það að verkum að Master of Light lítur dagsins ljós núna. Lengi vel fannst mér ég ekki geta látið hluti eins og þetta gerast nema með því að fá viðurkenningu annarra, gráðu úr skóla eða ein- hvern rétt til að framkvæma. Ótt- inn við mistök getur líka haft svo ótrúlega hamlandi áhrif, ekki bara í sköpuninni heldur lífinu öllu. Í þessu öllu er ég búin að vinna og er tilbúin að leyfa öðrum að heyra afraksturinn. Það gerðist eitthvað þegar ég fór að syngja orðin sem ég hafði skrifað við hljómana sem ég hafði sett saman. Það jafnast ekkert á við þessa tilfinningu. Hún er alveg grjótmögnuð.“ Aldrei of seint Til að fylla upp í takmarkaðan frí- tímann ákvað Jana að hefja nám í ítölsku við Háskóla Íslands. Þá ákvörðun tók hún í kjölfar þess að hafa heillast af Toscana-héraði og fengið að kynnast því eins og heimamaður. „Ítalskan hjálpar mér bæði í fluginu og klassíska söngnum fyrir utan það hvað þetta er gullfal- legt tungumál svo það þarf í raun- inni enga aðra ástæðu til að læra það! Það er mikill styrkur fólginn í því að læra eitthvað nýtt en það sem þú leggur í námið er það sem þú færð út úr því. Að sætta sig við að gera mistök, læra af þeim og átta sig á því að hlutir taka tíma. Oft fara þeir líka öðruvísi en maður sá fyr- ir. En það er aldrei of seint að byrja á einhverju nýju sem gleður mann og þroskar. Í vor ætla ég að gefa út LP plötu og fylgja henni eftir á meðan ég held áfram að æfa mig í hlutverki tónlistarkonu og lagahöf- undar. Leikhúsið og kvikmyndirnar heilla mig líka alltaf og ég er með ótal hugmyndir og plön í kollinum. En við byrjum á þessu, sjáum hvert það leiðir,“ segir hún. „Það var samt ekki fyrr en á unglingsárunum þegar ég sá pabba spila tónlist og syngja inni í stofu að ég fór að taka eftir löngun hjá mér til þess að koma fram. Ég stefndi alltaf á að gera eitthvað skapandi þó svo að ég vissi ekki endilega á hvaða sviði það myndi vera.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.