Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 17.12.2016, Qupperneq 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 17. desember 2016 Það allra besta í jólabókaflóðinu Í aðdraganda jóla kemur á hverju ári út mikið magn bóka á Íslandi og getur verið erfitt fyrir að fólk að hafa yfirsýn yfir útgáfuna. Fréttatíminn fékk nokkra álitsgjafa til að velja fimm bókatitla úr jólabókaflóðinu sem þau telja sérstaklega áhugaverða. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Sofðu ást mín, eft­ ir Andra Snæ. Hún er einlæg, dimm og björt og fjallar um stóra og litla heiminn, Ísland og kynslóðina sem eldist. Þetta eru smásögur í sam­ felldu samhengi. Persónuleg bók og Andri skoðar nærheiminn meir en áður. Ég gef þessari bók fimmtíu lóuegg. Svo eru afbragðs ljóðajól. Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson. Ylj­ andi og sönn, yfirfull af einstökum myndum og sækir á hugann lengi eftir lestur. Bókin er langt og djúpt ferðalag í kjarnann. Það er mikil jarðtenging í ljóðunum, en líka hátt flug eins og Sigurði er einum lagið. Nýjasta ljóðabók Guðrúnar Hann­ esdóttur, Skin, stendur svo sannar­ lega undir væntingum. Hún er fáguð og nákvæm og skilaboðin tær í víða samhenginu. Mér finnst alltaf tilhlökkunarefni þegar Guð­ rún sendir frá sér ljóðabók. Hún á mikilvægt erindi við lesandann. Ljóðið læðist oftast hljóðlega í jóla­ fárinu, en finnur sína. Kött Grá Pé og Perurnar í íbúðinni minni. Hann er óvæntur, djúpur, bjartur og myrkur. Ég heyrði upp­ lestur úr bókinni á dögunum. Al­ deilis magnaður texti sem hreyfir við manni. Nýstárleg og fersk rödd í fjölbreyttum ljóðakórnum. Elsku Drauma mín eftir Vigdísi Grímsdóttur. Saga Sigríðar Hall­ dórsdóttur Laxness. Þarna hræra spennandi manneskjur saman í potti. Vigdís hefur sterka og list­ ræna sögumannsrödd og Sigríður er sjálf mikill sagnameistari. Mér finnst báðar þessar konur hafa er­ indi sem mig langar að heyra og velta fyrir mér yfir konfektkassa. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur Bjarni Harðarson bóksali Ú t s ý n i ð ú r fílabeinsturnin- um eftir Hrafn Jónsson.: Pistla­ safn Hrafns Jóns­ sonar. Samfélags­ leg ádeila hans, satíran, er mann­ leg, viðkvæm og tengjanleg. Ég hef nú lesið fyrstu fimm og hlegið upp­ hátt í hverjum einasta. Þetta er bók sem ég hef ákveðið að klára ekki í einum rykk en eiga þess í stað, eins lengi og mögulegt er, pistil inni til að minna mig á oft og tíðum fárán­ leikann í háalvarlegum og drama­ tískum kringumstæðum og stjórn­ málaaðstæðum okkar Íslendinga. Af ljóði ertu komin eftir Steinunni Sigurðardóttur. Uppáhalds ljóð mitt í bókinni byrjar á setningunum: „Af því að ekkert gerist um leið og það gerist, er lífið samsett úr andartök­ um sem við missum af“. Tilfinn­ ingaþrungnar heimspekilegar hug­ leiðingar Steinunnar eru eitthvað sem heillar mig ávallt í skrifum hennar. Ljóðin fjalla einhvern veg­ inn alltaf um eitthvað miklu stærra og miklu meira en hana sjálfa – eins konar heimspekileg lögmál tilfinn­ inganna. Líkhamur eftir Vilborgu Bjarka­ dóttur. Örsögur eru form sem heill­ ar mig mjög. Ég las þetta örsagna­ safn fyrir stuttu og hugsa enn um það. Í nokkrum setningum skoðar höfundur hvernig líkaminn mót­ ar skynjanir okkar, tilfinningar og minningar. Sögurnar ná að draga fram mynd af aðstæðum sem við könnumst við, tilfinningum sem við öll þekkjum og gott er að láta minna sig á. Að heiman eftir Arngunni Árna­ dóttur. Ég hef aðeins heyrt góða hluti af þessu verki og því ákveðið að veita því alla mína athygli í jólafríinu. Ég veit í raun ekkert við hverju má búast en lýsingin „einstök kynslóðarsaga frá Íslandi ferðamennsku og eftirhruns“ gerir mig spennta. Uppljómanir & Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud í þýðingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar. Ég hef enn ekki kynnt mér ljóðlist Rimbauds en verið dol­ fallin af dullarfullu lífi hans sem tók því miður enda of fljótt. En ég er spennt að byrja Rimbaud tímabil­ ið á helstu ljóðaverkum hans í þýð­ ingu Sigurðar Pálssonar og Sölva Björns Sigurðssonar. Anna Gyða Sigurgísladóttir útvarpskona Bókin Sá sem flýr undan dýri eftir Jón Daníelsson á að vera skyldulesning allra sem fylgjast með þjóðfélags­ málum á Íslandi. Bókin dregur hin svokölluðu Geir­ finnsmál saman og jafnframt fram að íslenskt rétt­ arkerfi stenst illa skoðun. Þegar saman eru borin dómskjöl og upp­ lýsingar um hluti eins og færð og veður þá daga sem meintir glæpir eiga að hafa átt sér stað hrynur mál­ ið allt eins og spilaborg. Um miðja 20. öld kom út bókin Saga smábýlis eftir Hákon á Borg­ um við Hornafjörð. Nú hafa afkom­ endur Hákonar endurútgefið þetta merka rit ásamt öðrum skrifum afans á Borgum sem legið höfðu í handritum. Merk lesning og þörf því hugsjón Hákonar um fegurð og hamingju í hinu smáa á alltaf er­ indi, sérstaklega við Íslendinga. Land míns föður eftir Wibke Bru­ hns er afar forvitnileg nálgun á 20. aldar sögu Evrópu þar sem við kynnumst stríðsrekstri Þjóðverja frá sjónarhorni þeirra sjálfra, sögu þeirra og arfleifð. Höfundurinn er dóttir SS foringja sem gerði ásamt fleiri uppreisn gegn Hitler og var tekinn af lífi 1944. Af íslenskum skáldsögum sem við í Bókaútgáfunni Sæmundi erum ekki að gefa út verð ég að nefna Fórnarleika eftir Álfrúnu Gunn­ laugsdóttur. Álfrún er einn af okk­ ar snjöllustu höfundum og leikur sér lipurlega að því í þessari bók að segja sögu harms og fórna. Önnur skáldsaga sem hreif mig er bók Guðrúnar Evu Mínervu­ dóttur, Skegg Raspútíns. Ég er yf­ irleitt ekki mjög ginnkeyptur fyr­ ir sjálfsævisögulegum skáldsögum en hér tekst höfundi mjög vel að segja sögu sem tengist hennar eig­ in ævi og eigin upplifunum án þess að týnast í smásmugulegum nafla­ skoðunum. Skemmtilega skrifaður texti og athyglisverðar pælingar um fjölmenningarsamfélag í mín­ um gamla fæðingarbæ, Hveragerði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.