Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 49

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 49
Ævintýrin í þessari bók hafa heillað hverja kynslóð barna á fætur annarri frá því þau birtust fyrst í bókinni Sögur frá liðnum tíma sem Charles Perrault gaf út árið 1697. Sögurnar eru: Þyrnirós, Stígvélaði kötturinn, Rauðhetta, Froskar og gimsteinar, Öskubuska, Sjömílnaskórnir, Óskirnar þrjár. Arngrímur apaskott er aleinn í kofa sínum og hugsar um vin sinn hrafninn. Kvöld eitt opnar Arngrímur apaskott kofadyrnar og gengur af stað inn í dimman skóginn. Þar kemst hann í hann krappan þegar skuggaverur spretta fram í myrkrinu. En geta vinir hans hjálpað honum úr klípunni? „Afskaplega falleg og fjallar um hvað maður á að gera þegar skuggarnir koma í heimsókn.“ Brynhildur Björnsdóttir, Kiljan 14. des. Ævintýri frá miðöldum Einstakur fjársjóður ævintýra frá seinni hluta miðalda. Þessar gleymdu perlur miðaldabókmenntanna koma nú í fyrsta sinn fyrir augu íslenskra nútímalesenda í aðgengilegri, myndskreyttri útgáfu í ritstjórn Braga Halldórssonar. Ævisaga Balzacs Stefan Zweig segir hér frá reifarakenndu lífshlaupi franska rithöfundarins Honoré de Balzacs. Hann var einn merkasti rithöfundur 19. aldar og bókin er almennt talin ein besta ævisaga Zweigs. Sigurjón Björnsson þýddi. Spurt að leikslokum • Spurningaleikur fyrir alla fjölskylduna. • Börn og fullorðnir spila á jafnréttisgrundvelli. • Bókin er spil – spilið er bók! • Ekkert spilaborð, enginn teningur, ekkert vesen – bara bók og blýantur! • Sameinar alla fjölskylduna í ósvikinni skemmtun! Frygð og fornar hetjur „Ég mæli eindregið með einstaklega áhugaverðri, fræðandi og skemmtilegri bók.“ Halldóra Ólafsdóttir geðlæknir „Fróðlegur skemmtilestur sem opnar lesendum nýjar víddir á miðaldabókmenntir Íslendinga, ómetanlegt framlag til fræðanna.“ Bjarni Harðarson útgefandi „Þjóðin hefur löngum speglað sig í fornum hetjum Íslendingasagna. Hér birtist í samúð og húmor ný sýn á þessari íslensku þjóðarvitund.“ Magnús Jónsson leiðsögumaður SKRUDDA

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.