Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 62

Fréttatíminn - 17.12.2016, Síða 62
okkur. Það söfnuðust eitthvað í kringum 1.300 þúsund krónur sem renna óskiptar til Mæðra- styrksnefndar,“ segir Theódór. Nafnið á söfnuninni vísar til vinsællar þjónustu þar sem fólk fær hráefni til að elda gómsæt- an mat sjálft, en í Eldum Réttó var gengið lengra og lítið þurfti að gera annað en að hita mat- inn upp. Og maturinn var ekki af verri endanum; hægt var að velja um unaðslegan lambapottrétt frá Túnis, gómsætan fiskrétt með alsírsku ívafi og geggjaða Mexíkó- súpu. Með þessu var gómsætt meðlæti. Í öllum réttunum var leynileg kryddblanda sem Ouzna, samstarfskona Theódórs í eldhús- inu, lagði til. „Það fór mest af lambaréttin- um. Hann seldist alveg upp og ég þurfti að gera annan pott. Ætli það hafi ekki farið um 350 kíló af lambagúllasi í hann,“ segir Theó- dór sem leitaði til birgja sinna um hráefni. Þeir tóku allir vel í bón hans og gáfu hráefnið. Öll vinna Theódórs og samstarfsmanna var gefins þannig að innkoman renn- ur beint til Mæðrastyrksnefndar. „Krakkarnir hjálpuðu mér að elda og settu matinn í bakka. Svo voru þau með mér í afgreiðslunni og höfðu rosa gaman af þessu,“ segir matráðurinn. Hann segist aðspurður ánægður með hvernig til tókst og er alveg til í að endurtaka leikinn síðar. „Svo gæti vel verið að þetta verði gert í fleiri skólum. Það mættu alla vega margir skólastjórar og fylgdust með. En það er kannski ekki sniðugt að gera þetta í mörg- um skólum á sama tíma. Birgjarn- ir yrðu varla ánægðir með það!“ fjörið. 2 | helgin. LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Bókaormurinn iðar þessa dagana Hvaða bækur langar þig mest að lesa? „Í fæðingarorlofinu hefur gef- ist lítill tími til lesturs svo bóka- ormurinn í mér iðar þessa dagana. Í jólabókaflóðinu í ár leynist margt spennandi og mig langar t.d. að lesa Ör Auðar Övu, Sofðu ást mín eftir Andra Snæ og Eyland Sigríð- ar Hagalín. Saga fjalldalabóndans Heiðu er örugglega áhugaverð og Hestvík Gerðar Kristnýjar kallar á mig þar sem „afasveitin“ mín er rétt hjá Hestvíkinni og ég þekki því söguslóðirnar vel. Mér finnst líka gaman að lesa vandaðar barna- og unglingabækur og líst t.d. vel á Doddi: Bók sannleikans og Pabbi prófessor.“ Hrund Þórsdóttir, aðstoðarritstjóri hjá 365 og bókaormur í fæðingar- orlofi. Söfnuðu rúmri milljón í  Eldum Réttó Theódór Gunnar Smith matráður og nokkrir nemendur í Réttarholtsskóla seldu foreldrum barna í skólanum girnilegan mat og ágóðinn rennur til Mæðrastyrksnefndar. Krakkarnir í Réttarholtsskóla sem tóku þátt í Eldum Réttó með Theódór matráði voru ánægðir með verkefnið. Mynd | Rut Theódór Gunnar Smith skipulagði Eldum Réttó og eldaði matinn ásamt Ouznu, samstarfskonu sinni. Mynd | Rut Maturinn þótti afar vel heppnaður og alls söfnuðust um 1,3 milljónir króna. Mynd | Rut Þetta gekk bara mjög vel, það rauk allt út á þremur tímum,“ seg-ir Theódór Gunnar Smith, matráður í Rétt- arholtsskóla. Theódór stóð fyrir söfnunar- átaki í skólanum á fimmtudag sem kallaðist Eldum Réttó. Foreldr- um og öðrum aðstandendum í Réttó bauðst að kaupa tilbúna kvöldverði sem Theódór og nokkrir nemendur í skólanum útbjuggu. „Ég taldi nú ekki gestina en þetta voru sjálfsagt yfir 200 manns sem komu og keyptu af Omaggio vasarnir frá Kähler hafa verið eitt vinsælasta stofustáss Íslendinga síðustu ár. Þeir hafa komið í ýmsum litum og þú ert varla maður með mönnum nema eiga einn Omaggio. Vinsældir vasanna hafa verið slíkar að fólki hefur boðist að skrá sig á biðlista í þeirri von að eignast vasa þegar hann loksins kemur í búðir. En nú er nýjasta flaggskipið í Omaggio línunni mætt til Íslands. Um er að ræða glervasa í þremur litum sem eru töluvert frábrugðnir fyrri vörum í línunni, en einstaklega fallegir engu að síður og tilvaldir í jólapakkann. Vasarnir fást meðal annars í Epal og Casa. Fallegir Omaggio glervasar Gefðu sannar jólagjafir Auðvitað viljum við flest gefa þeim sem standa okkur næst fallegar gjaf- ir en úti í heimi eru sveltandi börn á flótta sem gleðjast eflaust ekki mikið um hátíðirnar. Þú getur slegið tvær flugur í einu höggi, hjálpað þeim sem þurfa á því að halda og gefið vinum og ættingjum fallegar gjafir með því að kaupa Sanna gjöf hjá Unicef. Slóðin er sannargjafir.is. Boxar í prófatörn Samfélagsmiðladrottningin og fatahönnuðurinn Manuela Ósk Harðardóttir flutti til Los Angeles í haust þar sem hún leggur stund á framhaldsnám í „social media“ við FIDM (Fashion Institute of Design and Merchandising), Sem stendur er hún á kafi í lokaprófum. Hún hefur reyndar aðeins litið upp úr bókunum í vikunni til að fara á boxæfingar, en í gegnum tíðina hefur hún oft reynt að taka sig á og fara í hina ýmsu líkamsrækt. Kannski er hún búin að finna sína hillu í boxinu. Það er allavega ljóst að hún tekur vel á því og er öll marin og blá eftir að hafa varist höggum frá leiðbeinanda sínum. Jólastemning í Hafnarfirði Nú er runnin upp síðasta helgi í að- ventu og því tilvalið að drekka í sig jólastemningu með fjölskyldunni í Jólaþorpinu í Hafna rfirði sem er opið frá 12 til 17. Metaðsókn hefur verið í Jólaþorpið þetta árið, bæði í fjölda gesta og söluaðila, en það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði til að kaupa og njóta. Syngjandi glaðir sölu- menn bjóða fjölbreytta gjafavöru, hönnun og íslenskt handverk. Þá er boðið upp á hestaferðir um miðbæ Hafnarfjarðar og hægt er að fara í ókeypis fjölskyldumynda- töku í boði Desæna setursins í verslunarmiðstöðinni Firði. Einnig er hægt að kíkja við á Popup markað Íshúss Hafnarfjarðar og listsýningu í Hafnarborg. Eitthvað fyrir alla í miðbæ Hafnarfjarðar um helgina og um að gera að njóta síðustu helgarinnar í aðventu í skemmtilegu umhverfi. NÝ SENDING MEÐ KJÓLUM STÆRÐIR 14-26 KJÓLL * STÆRÐIR 14-20VERÐ 7.990 KR Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.