Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 66

Fréttatíminn - 17.12.2016, Page 66
jól. 6 | helgin. LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016 Unnið í samstarfi við Icecare Ég hef alltaf verið með mikla uppþembu og brjóstsviða eftir mat í langan tíma. Þetta kem- ur sérstaklega mikið í ljós ef ég borða seint á kvöldin eða fæ mér gosdrykki eða bjór stuttu fyrir svefnin. Þar sem ég er smiður og mik- ið á ferðinni milli vinnustaða er oft auðvelt að detta í skyndibit- ann og fylgir því brjóstsviði eða uppþemba í nær öll skiptin. Eftir að ég byrj- aði að taka Frutin 30 mín. fyrir svefn eða mat með vatnsglasi þá finn ég lítið sem ekkert fyrir óþægindum eða uppþembu. Ég tek líka oft eina töflu eftir mat ef ég hef borð- að mikið eða um sterkan mat er að ræða. Ég mæli með Frutin fyrir alla. Nánari upplýsingar er hægt er að nálgast á heimasíðu Icecare, www.icecare.is Náttúruleg lausn við brjóstsviða Frutin eru töflur sem geta hjálpað þér að neyta fæðu sem getur valdið brjóstsviða án þess að eiga hættu á að finna fyrir óþægindum eftir máltíð. Ég mæli með Frutin fyrir alla. Einar Ágúst Einarsson Smiður Jóla „bucket listi“ Jólin eru tími samveru og dekurs og það er margt hægt að gera til þess að njóta þeirra til hins ýtrasta. Sumir vilja bara slappa af og lesa með mandarínu í annarri og laufabrauð í hinni; jólaöl á kantinum meðan aðrir reyna að fá sem mest út úr hverri einustu mínútu. Hér er jóla „bucket list“ sem þýðist illa en vísar til þess sem fólk vill afreka áður en aðventan og jólin eru öll. Sumir gera allt en aðrir minna og sumir bara alls ekki neitt. Þau allra samviskusöm- ustu klippa þennan lista út, hengja hann á ísskápinn og merkja við. □ Skreyta piparkökur □ Fara jólaljósarúnt □ Lesa jólaguðspjallið □ Gefa gömlu jólafötin í góðgerðarstarf □ Skrifa jólakort □ Gera óskalista □ Drekka heitt súkkulaði □ Grilla sykurpúða yfir opnum eldi □ Kaupa/höggva jólatré □ Fara á jólaball □ Drekka jólabjór □ Kaupa jólagjöf handa bágstöddum. □ Taka mynd af börnunum/sjálfum sér með jólasveininum □ Pakka inn jólagjöfunum □ Bjóða í jólaglögg □ Fara á jólatónleika □ Horfa á jólamynd □ Búa til jólaskraut □ Steikja laufabrauð □ Fara á jólahlaðborð og julefrokost □ Vera á náttfötunum heilan dag □ Fara út á sleða (verður sums staðar erfitt en verðugt verkefni) □ Gera góðan jólailm í húsið með kanil og kryddjurtum □ Hlusta á jólalög og syngja með □ Búa til krans á hurðina □ Fara í göngutúr og telja aðventuljósin □ Kaupa í jólamatinn □ Kaupa í jólmatinn — fyrir aðra □ Fara í kirkju □ Fara á skauta □ Hafa náttfatapartí fjölskyldunnar við jólatréð □ Ákveða nýársheit □ Hitta vini □ Gera upp árið 2016 □ Gera markmið fyrir 2017 □ Halda Pálínuboð □ Gera ekkert heilan dag □ Spila við vini eða fjölskyldu □ Gera snjókarl (aftur — sums staðar erfitt) Festu jóla­ seríurnar upp með límbyssu Nú eru eflaust margir búnir að hengja upp jólaseríur innandyra, enda langt liðið á desember. Sog- skálar eru vinsælar til að festa ser- íurnar í gluggana en nokkuð ber á þeim hvimleiða vanda að sogskál- arnar losni frá glerinu með þeim afleiðingum að seríurnar lafa nið- ur í hornunum eða detti einfald- lega alveg niður. Ýmis ráð hafa flogið um internetið til lausnar á þessu vandamáli, en eitt hefur virst skot- heldara en annað. Það er að nota lím úr límbyssu til að festa ser- íurnar við gluggana. Þá er settur smá dropi af lími á gluggann og hver pera fest kirfilega á sinn stað. Þegar seríurnar eru teknar niður í janúar er lítið mál að ná líminu af með fingrunum eða gluggasköfu. Einfalt, þægilegt og kemur vel út. Mikil aukning í sölu á drónum Dronefly fagnaði nýlega tveggja ára afmæli sínu og er flutt í nýtt húsnæði að Krókhálsi 6. Skemmtilegur jólaleikur er í gangi fyrir viðskiptavini í desember. Unnið í samstarfi við Dronefly Við þjónustum mjög fjöl-breyttan hóp, allt frá áhugafólki upp í ýmiss kon-ar fagmenn. Hingað koma til dæmis ljósmyndarar, garðyrkju- menn og bændur sem nota dróna til að finna rollurnar sínar,“ segir Arnar Þór Þórsson hjá Dronefly. „Svo hafa björgunarsveitirnar verið að versla við okkur. Drónarnir hafa komið sterkir inn hjá þeim við leitir.“ Dronefly var stofnað fyrir tveimur árum og fyrirtækið hefur vaxið mjög hratt á þeim tíma. Óhætt er að segja að Dronefly sé leiðandi á markaði enda hefur fyrirtækið umboð fyrir hina vinsælu DJI-dróna. Arnar Þór segir að fyrirtækið hafi sprottið upp úr vinnu við drónatök- ur í auglýsingum og myndböndum. Þegar ljóst var að eftirspurn var eftir alvöru drónum hér á landi sótti hann umboð fyrir DJI-drónana til Kína og hafa þeir verið seldir hjá Dronefly síðan. Fyrirtækið tekur enn að sér verkefni í myndbandagerð og ljósmyndun með einum af fullkomn- ustu drónum sem fást í heiminum í dag. Dronefly flutti nýlega í nýtt og stærra húsnæði á Krókhálsi 6. Þar er glæsilegur sýningarsalur með öllum vörum fyrirtækisins, en auk dróna eru þar fáanlegir alls konar aukahlutir. Dronefly býður upp á viðgerðarþjónustu á DJI-drónum. Dronefly sendir frítt um allt land. Í desember er skemmtilegur jóla- leikur í gangi hjá Dronefly. Allir sem kaupa dróna fyrir jólin fara í pott og á Þorláksmessu verður einn heppinn viðskiptavinur dreginn út og fær hann drónann sinn endurgreiddan. Nánari upplýsingar um Dronefly og vöruúrvalið má finna á heimasíðunni www.dronefly.is. Dronefly selur hina vinsælu DJI-dróna. Þeir kosta frá 89.990 kr. Dronefly rekur viðgerðaþjónustu fyrir DJI-dróna. Arnar Þór Þórsson stofnaði Dronefly fyrir tveimur árum. Mikill uppgangur hefur verið hjá fyrirtækinu síðan og nýverið var opnað stærri og betri verslun að Krókhálsi 6 Myndir | Hari Mikið úrval er af aukahlutum hjá Dronefly.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.