Fréttatíminn - 17.12.2016, Side 78
Fersk ólífuolía
framleidd á
gamla mátann
Gerið jólamatinn enn betri með gullinu frá Gargano.
Unnið í samstarfi við
Massimo og Katiu
Puglia, hérað Massimo og Katiu, er talið hið allra besta þegar kemur að ræktun ólífa á Ítalíu.
Virtasta framleiðslulandsvæðið er
frægur áfangastaður ferðamanna
sem heitir Gargano. Úr héraðinu
koma ólífur sem eru kallaðar
gullið frá Gargano en viðurnefnið
fengu þær vegna þess að þær
eru einstaklega næringarríkar,
handtíndar af trjám sem eru 1000
ára gömul. Nafnið kemur af þeim
gyllta lit sem olían fær en hana er
afar erfitt að nálgast, líka fyrir Ítali.
Við handtínsluna er notuð alda-
gömul aðferð og séð til þess að
einungis séu valdar ólífur sem eru
á nákvæmlega réttu þroskastigi til
notkunar.
Ólífurnar eru kreistar með
granítsteinum í köldu umhverfi þar
sem hitastigið verður að vera rétt
samkvæmt hefðum heimamanna.
Allt er síðan staðreynt á rann-
sóknarstofum ítalskra yfirvalda.
Þið sem hafið áhuga á að finna
gullið frá Gargano og aðrar vörur
frá Puglia héraði eruð velkom-
in í verslun Massimo og Katiu að
Laugarnesvegi 1 eftir helgi. Hægt
verður að bragða á gullinu ásamt
nýbökuðu brauði.
Takmarkað magn í boði!
Massimo og Katia vilja nýta
tækifærið og þakka Íslendingunum
fyrir góðar viðtökur á þeim 5 árum
sem þau hafa starfað á Íslandi.
Þau vilja koma því besta sem Ítal-
ía hefur upp á að bjóða á borð
Íslendinga og vonast eftir að sjá
sem flesta eftir helgi.
Gott meðlæti er oft punkturinn
yfir i-ið þegar bera á fram há-
tíðarmat. Hérna er uppskrift að
unaðslegri sætkartöflumús sem
passar til dæmis fullkomlega með
kalkúni, en má vissulega nota
með hverju sem er. Músin er svo
bragðgóð og sæt að hún hrein-
lega bráðnar í munninum.
Uppskrift fyrir 6 manns
Sætkartöflumús:
2 stórar sætar kartöflur, afhýddar
og skornar í teninga
6 matskeiðar ósaltað smjör, við
stofuhita
6 matskeiðar sykur
1 stórt egg
1 teskeið negull
Hnífsoddur salt
Toppur:
1 ½ bolli Cornflakes, mulið
½ bolli púðursykur
½ bolli smátt skornar pekanhnet-
ur
6 matskeðar ósaltað smjör, bráðið
Sykurpúðar eftir smekk (má
sleppa)
Aðferð:
Hitið ofninn í 180 gráður. Látið
sætu kartöflurnar sjóða í potti í 15
mínútur. Þurrkið þær svo vel og
setjið í skál ásamt smjöri. Maukið
saman með töfrasprota. Bætið
svo við eggi, sykri, kryddi og
salti. Setjið í eldfast mót og kælið.
Bakið kartöflumúsina svo þangað
til hún er aðeins brún, eða í um
25 mínútur. Undirbúið toppinn á
meðan. Blandið öllum hráefnum
saman í skál nema sykurpúðum
og dreifið yfir kartöflumúsina.
Dreifið svo sykurpúðum yfir. Bak-
ið þangað til þetta er orðið gullin-
brúnt, eða í um tíu mínútur.
Sætkartöflumús
sem bráðnar í munni
Gunnar framkvæmdastjóri mundar brot af úrvalinu.
Mikið úrval af girnilegum gjafakörfum.
Sigurbjörn kjötmeistari sýnir hér Hagkaups hamborgarhrygg og smjörsprautaða
kalkúnaskipið. Hvort tveggja í miklu uppáhaldi hjá viðskiptavinum Hagkaups.
10 LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 2016MATARTÍMINN
Allt fyrir
hátíðarmatinn
Ótrúlega fjölbreytt úrval á jólaborðið
Unnið í samstarfi við Hagkaup
Stoltið er án efa Hagkaups hamborgarhryggur en hann hefur verið mest seldi hryggurinn í Hagkaup síð-
an hann kom á markað fyrir um 12
árum.
Hagkaups hamborgarhryggur er
sérvalinn af fagmönnum. Við viljum
vera viss um að hátíðarmaturinn
verði óaðfinnanlegur þess vegna
létum við framleiða sérstakan
hrygg samkvæmt okkar forskrift.
Hryggurinn er saltminni og þarf
ekki að sjóða.
Maltgrís hamborgarhryggur kom
á markaðinn fyrir 3 árum og fékk
fádæma viðtökur. Hann er sérvalinn
og séralinn fyrir Hagkaup, fóðraður
á soðnu maltbyggi, humlum og öðru
úrvals góðgæti frá bruggmeisturum
Ölgerðarinnar. Einstaklega meyr og
bragðgóður hryggur.
Hagkaups smjörsprautað
kalkúnaskip hefur undanfarinn ára-
tug verið í miklu uppáhaldi hjá við-
skiptavinum Hagkaups. Algerlega
einstakur hátíðarmatur sem á stór-
an sess hjá Íslendingum. Kalkúna-
skipið er tilbúið beint í ofninn og
eldamennskan því ofureinföld.
Þetta er eitthvað sem allir sælker-
ar þurfa að prófa. Einnig verða 4
tegundir af kalkúnabringum með til-
búnum spennandi fyllingum; trönu-
berjum, beikoni, döðlum og svo með
amerískum hætti.
Hagkaups hangikjöt –
minna salt sama bragð
Hagkaups hangikjötið er tað- og
birkireykt fyrsta flokks lambakjöt.
Í hangikjötið er notað 45% minna
salt en notað er við hefðbundna
hangikjötsframleiðslu. Engu að
síður hefur tekist að halda hinu
rómaða hangikjötsbragði.
Lambið er að sjálfsögðu á sínum
stað enda margir sem kjósa það um
jólin. Boðið verður uppá 3 tegund-
ir af fylltu lambalæri; gráðostafyllt,
döðlufyllt og með fíkjum.
Villibráð er, eins og undanfarin, ár
í miklu úrvali og það er alltaf gaman
að fara yfir upptalningu á því sem
í boði er. Til dæmis hreindýr, rjúpa,
kengúra, akurhæna, stokkönd, gæs,
krónhjörtur, elgur og fasani.
Mikið úrval af vegan vörum, t.d
Gló hnetusteik og Tofurky verður
einnig í boði fyrir þá sem velja
annað en kjöt.
Mikil fjölbreytni í meðlæti
Í kartöflum er úrvalið gott,
skemmtileg fjölbreytni frá Frakk-
landi; ratte, violet queen, cherie,
celtiane, vitelette, svo eitthvað sé
nefnt. Kartöflurnar eru í mörgum
litum og lífga sannarlega upp á
veisluborðið.
Eftir matinn
Joe & Seph's sælkerakara-
mellusósurnar er loks komnar til Ís-
lands. Þær eru að sögn fróðra með
þeim bestu í heimi og hafa slegið
í gegn. Sælkeravara sem á örugg-
lega eftir að toppa marga desert-
ana þessi jólin. Líklega verða þó
einhverjar krukkurnar tæmdar með
Joe & Seph's sælkærasósurnar.
skeið. Önnur skemmtileg nýjung frá
sama framleiðanda er karamellu-,
súkkulaði,- eða cheddarhúðað popp
sem hægt er að nota til skreytinga
eða borða eintómt sem des-
ertsnakk.
Ostakökurnar frá Atlanta verða á
sínum stað. Þær slógu skemmtilega
í gegn á síðustu amerísku dög-
um. Franskar makkarónukökur eru
einnig tilvaldar á veisluborðið ásamt
fjölda erlendra og íslenskra osta
en úrvalið hefur sjaldan verið meira
spennandi.
Hagkaups hangikjötið er mun saltminna en annað hangikjöt.
Myndir | Rut
Joe & Seph's poppið er gott eitt og sér og frábært sem skraut.