Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Sakamál Fjölmörg morð hafa verið framin undir áhrifum unglingahrollvekjunnar Scream síðustu áratugina. Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur segir það sjaldgæft hér á landi að gripið sé til menningartákna þegar glæpir eru framdir. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Lögreglan leitar manns sem stakk konu í handlegginn í Kópavogi þegar hún var á leið í vinnu sína á Grein ing ar- og ráðgjaf ar stöð rík is- ins síðastliðinn mánudag, en sá var í samskonar búningi og raðmorðingj- arnir í Scream myndunum. „Það er oftast ungt fólk sem er í afbrotum, og það eru oft undir áhrifum poppkúltúrsins. Þau sjúga í sig svona menningaráhrif og því ætti ekki að koma á óvart að menn grípi til þessara menningartákna,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófess- or í félagsfræði. Hann bendir þó á að rannsókn- ir hafi sýnt að glæpir hér á landi séu oftast afar tilviljunarkenndir og framdir í miklu bráðræði. Oft- ast séu gerendur undir áhrifum vímuefna og tilgangurinn sé að fjármagna neyslu eða komast yfir peninga. Vilji menn hylja sig er lambhúshettan vinsælust. Það vek- ur því athygli afbrotafræðingsins að þarna hafi fundist grímubúning- ur á vettvangi. „Það þýðir að viðkomandi hafi undirbúið gjörninginn að ein- Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félags- fræði. Glæpir tengdir Scream 1998 - Unglingspiltarnir Mario Padilla og frændi hans, Samuel Ramirez, myrtu móður Marios árið 1998 í fyrsta morðmálinu sem var beintengt kvikmyndunum. 2001 - Belginn Thierry Jaradin myrti 15 ára gamla stúlku sem vildi ekki eiga í ástarsamband við hann. Jaradin klæddi sig þá upp í grímu- búninginn áður en hann myrti hana og sagðist hafa verið undir áhrifum myndanna þegar hann framdi ódæðið. Menningartákn sjaldgæf þegar kemur að íslenskum glæpum Kvikmyndin Scream fjallar um geðveika raðmorðingja. Menning Ótrúleg líkindi eru á frétt Fréttatímans um Dr. Phil og jólaleikriti 7. bekkjar í Vestur- bæjarskóla. Krakkarnir sömdu sjálfir leikritið í haust en það fjallaði um baráttu góðs og ills: Donald Trump og Justin Bieber. Tónlistarmaður og leiðbeinandi krakkanna, Benedikt Hermann Hermannsson, Benni Hemm Hemm, segir að leikritið hafi verið svakalegt. Fréttatíminn greindi frá því í gær að viðmælenda Dr. Phil hafi verið boðið til Íslands af WOW air. Í leik- riti krakkanna var atburðarásin svo gott sem sú sama utan þess að við- mælandi Dr. Phil var tilvonandi for- seti Bandaríkjanna, Donald Trump. „Leikritið byrjar á því að Donald Trump er hjá Dr. Phil og líður eitt- hvað illa af því hann þolir ekki jólin. Dr. Phil er í einhverjum skrítnum fílingi og stingur upp á því að hann skemmi jólin og byrji á Íslandi. Þetta er söngleikur svo þeir syngja saman lag um þetta í lok senunn- ar. Svo flýgur Donald Trump með WOW air til Íslands. Svo fer Justin Bieber til Dr. Phil út af því að hon- um líður líka illa. Þar kemst hann að því að Donald Trump ætlar að eyðileggja jólin og byrja á Íslandi og hann ákveður að bjarga jólunum,“ lýsir Benni Hemm Hemm. | hjf Krakkar í Vestur- bæjarskóla spáðu ótrúlegri framvindu Barátta milli góðs og ills, Justin Bieber og Donald Trump. Tóbak Í ár stefnir í að ÁTVR selji 40 tonn af neftóbaki, sem er nærri tvisvar sinnum meira en var selt árið 2010. Efnahags- og viðskiptanefnd vill hækka gjöld á neftóbak um nærri 70 prósent til að sporna gegn neyslu á nef- tóbaki, en það mun skila hálfum milljarði í ríkiskassann. Fjórði hver ungur karlmaður tekur í vörina daglega. Verkefnisstjóri tóbaksvarna fagnar skattahækk- uninni. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Sala á neftóbaki hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 þegar ÁTVR seldi 25 tonn af neftóbaki. Sala á sígarettum hefur hins vegar dreg- ist talsvert saman á sama tímabili. ÁTVR hefur á þessum áratug ekki selt færri karton í nóvember en í ár. Efnahags- og viðskiptanefnd lagði á dögunum til að tóbaksgjald yrði hækkað talsvert meira en gert er ráð fyrir í núverandi fjárlagafrum- varpi. Það er í samræmi við álit ÁTVR sem lagði til að gjald á hvert gramm af neftóbaki yrði hækkað um 69 prósent meðan gjald á ann- að laust tóbak yrði hækkað um 55 prósent. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, seg- ist í samtali við Fréttatímann von- ast til að skattahækkunin verði til þess að stemma stigu við munn- tóbaksneyslu ungra karlmanna. Sá hópur sé sérstaklega viðkvæmur fyrir verðhækkun. „Ég verð að segja eins og er að mér hugnast þessi til- laga. Þetta hefur verið ódýrari tóbaksnotkun og á hvaða forsend- um er það?,“ segir Viðar. Hann segir að munntóbak sé síst minna ávanabindandi og þeir nota það séu að meðaltali með bagg í vörinni í 14 tíma á dag. „Strák- arnir, reykja í svipuðu hlutfalli og stelpurnar en bæta þessu við. Þannig að skaðaminnkunarsjónar- mið sem stundum er uppi, að þetta sé betra en að reykja, eiga ekki við“ segir Viðar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, skrifaði undir álit efnahags- og viðskiptanefndar með fyrir- vara ólíkt, öðrum nefndarmönn- um. Hann segist samþykkja allar breytingar með fyrirvara. Álykt- unin sé þó almennt ágæt en hann hefði viljað ræða málið betur og að tekið yrði tillit til fleiri þátta. Fagnar skattahækkun á neftóbak Viðar Jensson fagnar skattahækkunum á neftóbak. hverju leyti með því að velja sér búninginn,“ útskýrir Helgi. Frá því fyrsta Scream-myndin var sýnd árið 1996 hafa allnokkur morð verið framin af unglingum undir áhrifum kvikmyndanna. Þar á meðal þrjú í Frakklandi, en það síðasta var framið árið 2002, eftir því sem Fréttatíminn kemst næst. Aðspurður hvort hann telji að viðkomandi hafi litið á árásina sem nokkurskonar forspil, eða æfingu, til þess að ganga lengra síðar meir, svarar Helgi að hann telji það ólík- legt. „Miðað við brotið, þá hef ég ekki trú á því að þetta sé einhvers- konar æfing. Það er hugsanlegt í svona tilfellum að viðkomandi fái nokkurskonar „kikk“ út úr þessu, og vilji láta til skara skríða á ný, en mér finnst það ólíklegt,“ segir Helgi og bætir við: „Og miðað við stað- inn þar sem afbrotið átti sér stað, þá finnst mér mjög líklegt að þarna sé á ferð einstaklingur sem eigi við alvarlegan vanda að stríða, og hafi átt í einhverjum viðskiptum við Jólagjöf gr i l lmeistarans Hamborgarapressa Kjúklingastandur Gerðu þína eigin gæða hamborgara Fjöldi grilla á Jólatilboði Pizzusteinn Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna Þráðlaus kjöthitamælir JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 8.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 JÓLATILBOÐ 1.990 VERÐ ÁÐUR 2.490 JÓLATILBOÐ 2.990 VERÐ ÁÐUR 3.990 Opið virka daga kl. 11-18 Opið aðfangadag kl. 10-12 JÓLATILBOÐ 39.900 VERÐ ÁÐUR 49.900 Niðurfellanleg hliðarborð LED útisería að verðmæti kr. 8.990 fylgir öllum grillum til jóla „Áður reyndi ég að læra sænsku og dönsku en gafst upp. Í þetta skipti eru það manneskjur sem mig langar að halda í samskipti við og því geng- ur það betur,“ skrifar Toshiki Toma, prestur innflytjenda, á Facebook-síðu sinni. Hann er að læra persnesku eða farsí þar sem um 70 prósent flóttamanna í bænahópi hans eru frá Íran. Hann segir að margir þeirra tali litla ensku og því geti hann ekki haft samskipti beint við þá, þó þeir sæki bænastund reglulega. | hjf Flóttamenn Lærir persnesku til að tala um guð stofnunina áður, og telur kannski farir sínar ekki sléttar eftir það.“ Helgi segist ekki muna til þess að svona sterk menningartákn hafi verið hluti af svo alvarlegu broti áður á Íslandi. Það má þó finna eitt annað mál, en þá réðst andlega vanheill unglingur á níu ára stelpu í Hafnarfirði árið 2014. Sá var með heimatilbúna grímu og sagðist hafa framið ódæðið undir áhrifum frá Halloween hrollvekjunum. Frétta- tíminn kannaði hvar sá piltur væri staddur í dag, en hann er enn í ör- yggisgæslu vegna árásarinnar.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.