Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 2
Skipulagsmál Systrasamlagið er á förum frá Seltjarnarneslaug. Ástæðan er að Seltjarnarnesbær vill aðeins gera skammtímaleigu- samning á húsnæði þeirra vegna þess að 2007 var gert ráð fyrir bílakjallara á lóðinni. Samt hefur bærinn engin áform um að ráðast í framkvæmdina. Björn í World Class segir kjallarann ónauðsyn- legan og vill Systrasamlagið áfram. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Íbúar á Seltjarnarnesi eru reiðir yfir því að bæjaryfirvöld geti ekki tryggt framtíð Systrasamlagsins við íþróttamannvirki bæjarfélagsins. Í spjallhópi á Facebook segja íbúar að Systrasamlagið sé límið í hverf­ inu sem glæði það lífi og bjóði upp á hollan og góðan mat. Þeir saka bæj­ aryfirvöld um að fæla burt frábæra en viðkvæma starfsemi. „Nú er ekki rekstrargrundvöll­ ur fyrir okkur hér lengur. Húseig­ andinn hefur aðeins fengið árs leig­ usamninga í senn, undanfarin þrjú ár. Vegna óvissunnar hefur hann ekki viljað kosta viðhald á húsinu. Við systurnar höfum því ákveðið að færa okkur um set og opnum á Óðinsgötu 1 um miðjan janúar. Við hefðum viljað vera áfram því hér eig­ um við djúpar rætur,“ segir Guðrún. Þær systur eru fjórða kynslóð sem heldur til á þessum stað á Nesinu en forfeður þeirra voru útvegsbændur á jörðinni. Bæjarfulltrúar Samfylkingar hafa tekið málið upp í bæjarstjórn og vilja tryggja Systrasamfélaginu áfram­ haldandi samning. Meirihluti bæj­ arstjórnar hefur ekki viljað það. „Leigusamningur húseigandans rann út 2014 og vegna samþykktar frá 2007 um að gera bílakjallara á þessum stað, höfum við ekki viljað leigja út nema til árs í senn. Við lof­ uðum samt leigjanda að gefa góð­ an fyrirvara á framkvæmdirnar. Að öðru leyti er þetta mál Systra­ samlagsins og húseigandans,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Ásgerður segir þó ekkert ákveðið um hvort eða hvenær gera eigi bíla­ kjallarann. Hvort telur þú mikilvægara að hafa bílakjallara eða verslun á staðnum? „Ég tel öryggi gangandi vegfar­ enda og bílaumferðar vega þyngst,“ segir Ásgerður. Björn Leifsson, sem rekur World Class við sundlaugina, segir bílakjall­ arann óþarfan. „Fyrir níu árum var á teikniborðinu að gera bílakjallara sem hefði bætt við um 30 stæðum. Það er alltof dýr framkvæmd fyrir svona lítinn ávinning, auk þess sem við gátum bætt við stæðum fyrir aft­ an húsið. Ég hefði viljað hafa Systra­ samlagið þarna áfram, þær skapa líf í hverfinu. „Algjörlega ótrúlegt þegar loksins einstaklingar eru tilbúnir að hefja rekstur á Nesinu, byggja upp öflugt vörumerki í anda stefnu bæjarins; fjölskylduvænt og grænt – að þá er bærinn ekki tilbúinn að framlengja samning,“ skrifar Guðrún Tinna Ólafsdóttir, íbúi á Seltjarnarnesi, á íbúasíðu Seltirninga á Facebook um ákvörðun bæjaryfirvalda. 2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Ásgerður Halldórs- dóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness, segir öryggi gangandi vegfarenda og bíla- umferðar mikilvæg- ast. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári Gleðileg jól og farsælt komandi ár! Árbæjarsafn · Landnámssýningin · Sjóminjasafnið í Reykjavík · Ljósmyndasafn Reykjavíkur · Viðey Menntamál Þrátt fyrir loforð í sumar um að leysa úr máli vefsíð- unnar tala.is bannar Árnastofnun enn forritaranum David Blurton að nota gagnagrunn Beygingar- lýsingar íslensks nútímamáls. David varði 100 klukkustundum í að smíða síðuna en markmið henn­ ar er að hjálpa útlendingum að læra íslensku. David furðar sig á við­ brögðum stofnunarinnar og telur allt tal um að vilja leysa málið vera gert til að afvegaleiða málið og láta það gleymast. David segir í samtali við Fréttatí­ mann að skriffinnskan hafi gert það að verkum að hann hafi að nokkru leyti misst áhugann á því að vinna við gerð síðunnar. Guðrún Nor­ dal, forstöðumaður Árnastofnun­ ar, segir að það standi til að smíða forritaskil og muni allir geta feng­ ið aðgang að gögnunum. Málið hafi tafist þar sem ritstjóri BÍN er í rann­ sóknarleyfi til 1. september á næsta ári. Auk þess skorti stofnunina fé til að fara í verkefnið. „Því miður höfum ekki getað gert þetta eins og hratt og við hefðum viljað,“ segir Guðrún. | hjf Segir Árnastofnun afvegaleiða David Blurton furðar sig á Árnastofnun. Mynd | Hari Vodafone hyggst kaupa ljósvaka- og fjarskiptaþjónustu 365 miðla fyrir rúmlega milljarði minna en upphaflega var stefnt að, sam- kvæmt tilkynningu frá fyrirtæk- inu. Þannig segir í tilkynningu nú að kaupverðið sé 2,2 milljarðar króna sem greitt verða annars vegar með rúmlega 32 milljón hlutum í Fjarskiptum og hinsvegar fimm hundruð milljónum í reiðufé. Þá mun Vodafone taka yfir skuldir upp á 4,6 milljarða, og verður heildarkaupverðið því 6,8 milljarðar. Upphaflega var þó stefnt að því að kaupa fyrirtækið fyrir um 8 milljarða. Við höfum miklar áhyggjur af þessu, segir Páll Matthí- asson, forstjóri LSH. Kaupa 365 miðla fyrir rúmlega milljarði minna Alþingi „Þótt sumir borði of mikið af sykri og öðru óhollu, spili rass- inn úr buxunum í fjárhættuspil- um eða staupi sig meira en góðu hófi gegnir, er kannski óþarfi að banna hófsemdarmönnum í þess- um efnum alla gleði eða okra á þeim til að draga úr henni,“ segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þingmenn felldu tillögu um að færa gosdrykki í efra þrep virðis­ aukaskatts á fjárlögum, alls greiddu 45 þingmenn atkvæði á móti en 9 þingmenn VG með. Katrín Jak obs­ dótt ir, formaður Vinstri grænna, segir að hver Íslendingur drekki að meðaltali 130 lítra af gosi á ári og sykur skatt ur sé besta leiðin til þess að draga úr syk ur neyslu. „Við erum í raun og veru að horfa á tíma­ sprengju í heil brigðis kerfi nu þegar Viðskipti Þingmenn vilja ekki sykurskatt þótt Íslendingar eigi Norðurlandamet í neyslu gosdrykkja. Tímasprengja í heilbrigðiskerfinu kem ur að vax andi sykurneyslu,“ sagði hún þegar hún mælti fyrir til­ lögunni. | þká Systrasamlagið þarf að víkja fyrir bílastæði Systurnar Jó- hanna og Guðrún í Systrasamlaginu eru á förum frá Seltjarnarnesi því leigusamningur- inn við bæinn fæst aðeins til skamms tíma. Mynd | Hari Heilbrigðismál „Þetta dugar ekki til,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Hann segist fagna því að Alþingi hafi sýnt viðleitni til að koma til móts við spítalann en það þurfi meira til. Landspítalinn sé vel rekin stofnun sem hafi hingað til farið mjög vel með það fé sem henni hafi verið trúað fyrir. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Fjárlaganefnd leggur til að Landspítalinn fái tvo milljarða til viðbótar við þá rúma 59 milljarða sem gert hafði verið ráð fyrir í fjár­ lagafrumvarpi fjármálaráðherra. Verja á rúmum milljarði til að styrkja rekstrargrunninn og einum milljarði í viðhald og endurbætur vegna myglu, að auki er verið að gefa eftir eldri halla upp á tæpan milljarð. „Fjárlagafrumvarpið var með tíu prósenta niðurskurðarkröfu á Landspítalann sem er fordæma­ laust,“ segir Páll. „Enn vantar 1900 milljónir til að koma í veg fyrir niðurskurð í þjónustu spítalans og uppsagnir starfsfólks.“ Hann bendir á að hvert stöðugildi kosti að meðaltali um 10 milljónir og því sjái hver maður að þetta yrðu fjöldauppsagnir. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu. Ef litið er til vilja þjóðarinnar og þess sem alþingis­ menn sögðu fyrir kosningar en slík­ ur niðurskurður óraunhæfur,“ segir hann. Hann bendir á að enn sé tæpum 2,2 milljörðum óráðstafað á lið sem heiti sjúkrahús óskipt, á fjárlögum. Það sé því hægt að koma til móts við brýnustu þörf spítalans án þess að finna nýja tekjustofna. Þá sé gert ráð fyrir 600 milljónum til viðbót­ ar til spítalans ef hann auki fram­ leiðslu sína á næsta ári. Það sé þó ólíklegt að það gerist, ekki síst í ljósi fjölda aldraðra sem geti ekki útskrif­ ast í annað úrræði. Það þarf meira til, segir forstjóri LSH

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.