Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 22
Marta Niebieszczanska, blaðamaður og ljósmyndari, segir frá pólskum jólahefðum en þar má enginn vera einn á aðfangadag. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Í Póllandi er hefð fyrir því að hafa alltaf einn auðan stól við jólaborðið því það má enginn vera einn eða svangur á aðfangadagskvöld. Stóllinn er fyrir gest sem gæti komið óvænt, hvort sem það er ná- granni sem er einn á aðfangadag, ókunnugur gestur af götunni eða einhver úr fjölskyldunni. Sumir segja reyndar að stóllinn sé líka til að heiðra minningu þeirra fjöl- skyldumeðlima sem hafa fallið frá. Þetta er hefð sem allir halda í og í minni fjölskyldu er líka alltaf lagt á borð fyrir óvænta gestinn,“ segir Marta sem man ekki til þess að stóllinn hafi nokkurn tíma verið nýttur. „Við höfum boðið fólki í mat sem hefði annars verið eitt, en það er samt alltaf settur einn auð- ur stóll, fyrir óvænta gesti.“ „Önnur pólsk hefð er að setja þurrkuð strá undir borðstofu- borðið eða undir dúkinn. Stráið er til að minna okkur á að Jesús fæddist í fjósi og var lagður í hey í jötu fyrstu nóttina sína. Mér hefur alltaf þótt þessi hefð mjög falleg því við fjölskyldan fórum alltaf í sveitina til afa til að ná í heyið og settum svo lítið búnt af því undir borðið,“ segir Marta sem á smá heybúnt á Íslandi sem hún setur undir dúkinn á aðfangadag. „Í Póllandi er einnig hefð fyrir því að borða tólf rétti á aðfanga- dagskvöld, jafn marga og læri- sveinarnir, en áður en við byrjum að borða þá deilum við stórri oblátu á milli okkar, og ef það eru gæludýr á heimilinu fá þau líka einn lítinn bita. Allir taka sér lít- inn bita og meðan hún gengur á milli manna óskum við hvert öðru gleðilegra jóla.“ 22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Jólahefðir Tólf réttir, auður stóll og hey undir borði Marta Niebieszczanska. Móðir Mörtu sendir henni alltaf stóra oblátu fyrir jólin sem Marta deilir með vinum sínum á  aðfangadag. Auði stóllinn. Það er alltaf einn auður stóll við matar- borðið á aðfangadag á heimili Mörtu, fyrir óvæntan gest. VIÐ FÆRUM ÞÉR HEIMINN GEFÐU ÓGLEYMANLEGT FRÍ MEÐ WOW AIR Nú á einhver von á góðu. Gjafabréf WOW air gilda í eitt ár til allra áfangastaða okkar. Þú velur þá upphæð sem þú vilt og gildir hún sem greiðsla inn á ferð út í heim með WOW air. Gjafabréfið er svo sent til kaupanda eða viðtakanda, hvort sem hentar betur. Nánar á wowair.is. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS Hey úr jesújötunni. Marta á hey úr garði afa síns sem hún setur alltaf undir dúkinn á aðfangadag.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.