Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Kraká. Í stóru bókasafni mágs síns fann Agnes bók um líf í klaustr- um þar sem var að finna texta frá sextándu öld eftir Jóhannes af krossinum, en hann var spænskur munkur af Karmelreglunni. „Textinn talaði svo sterkt til mín að mér leið eins og ég hefði fundið sannleikann, þarna var ég samt alls ekkert farin að velta því fyrir mér að fara í klaustur sjálf. En seinna um haustið, þegar ég var komin aftur í skólann og sat eitt kvöldið ein í herberginu mínu, varð ég fyrir andlegri upplifun. Ég sá ekk- ert og heyrði ekkert en fann mjög sterkt fyrir miklum kærleika, og svo heyrði ég innra mér að Jesús spurði mig hvort ég myndi vilja verða Karmelnunna. Þarna vissi ég ekkert um Karmelregluna og gat því ekki svarað strax en það fyrsta sem ég hugsaði var um allt sem ég þyrfti að fórna ef ég gerðist nunna. Ég hugsaði um að ég myndi aldrei eignast börn eða fjölskyldu og að ég þyrfti að hætta að læra og búa á sama stað alla ævi,“ segir Agnes. Það tók hana samt ekki nema einn dag að ákveða sig. „Um leið og ég tók ákvörðun- ina fann ég fyrir svo mikilli gleði að fólk sem þekkti mig spurði mig hvort ég væri ástfangin því það streymdi frá mér hamingjan.“ Ákvað að strjúka Agnes hafði samband við nunnur í eina Karmelklaustrinu í Póllandi, í Elblag, og þær samþykktu að taka hana inn á reynslutíma. Þar sem Agnes var orðin sjálfráða þurfti hún ekki samþykki foreldra sinna. „Foreldrar mínir skildu ekkert hvað var að gerast og spurðu hvort ég væri nokkuð orðin geðveik. Þetta var mjög erfitt fyrir þau og ég fann hvað ég særði þau mikið. Pabbi skildi ekki af hverju ég vildi endilega fara í reglu sem væri jafn lokuð af og Karmelreglan, af hverju ég færi ekki í reglu þar sem ég gæti tekið meiri þátt í samfélaginu og heimsótt þau. Þau skildu þetta alls ekki svo ég ákvað að strjúka. Ég flúði að heiman og skildi eftir bréf þar sem ég sagði þeim að ég væri farin.“ Agnes segist aldrei hafa hikað eftir ákvörðun sína og aldrei hafa hugsað til baka. Foreldrar hennar voru aftur á móti lengi að sætta sig við þá leið sem dóttirin hafði valið sér. „Þau komu stöðugt í klaustr- ið fyrsta árið og hringdu mikið en eftir fyrsta árið fóru þau að sjá að ég væri ekki að koma til baka. Þau voru svo nokkurn vegin búin að sætta sig við ákvörðun mína þegar það var ákveðið að ég færi til Ís- lands og það var hálfgert áfall fyrir þau. En þau skildu þetta með tím- anum og ég held að á endanum hafi þau verið þakklát fyrir köllun mína þó hún hafi reynst þeim erfið,“ seg- ir Agnes en foreldrar hennar eru látnir. „Systir mín hefur komið og heimsótt mig enda er það miklu auðveldara í dag en fyrir þrjátíu árum. Ísland er ekki jafn einangr- að í dag.“ Verður hér til æviloka Þrjátíu og þrjú ár eru liðin frá því að Agnes kom til Íslands og seg- ir hún það óneitanlega hafa verið mikil viðbrigði. „Þetta var alveg nýtt land, nýtt tungumál og nýr matur. Og nýtt veður,“ segir Agnes og skellihlær. Það var dálítið annað að ætla að rækta grænmeti á melnum í Hafnarfirði en í aldagömlum klaust- urgarðinum í Póllandi þar sem epli, plómur og kirsuber spruttu eins og ekkert væri. „Þetta var eins og eyði- mörk en smátt og smátt lærðum við hvernig best væri að rækta græn- meti en hér erum við auðvitað ekki með nein ávaxtatré. Við gerum því ekki neina sultur en við sjóðum niður grænmeti og eigum það út veturinn.“ „Í dag lít ég á það sem mína köllun að vera á Íslandi og ég, og við allar, elskum Ísland og viljum hvergi annarsstaðar vera. Auðvitað er veðrið stundum erfitt en þetta er okkar köllun. Við tölum íslensku því við verðum að lifa hér til ævi- loka,“ segir Agnes á sinni lýtalausu íslensku en systurnar tala nær allar íslensku þó þær tali á pólsku sín á milli og allar messur, sem fara fram í kapellu systranna, fara fram á ís- lensku. Alls ekkert fangelsi „Við lifum hér inni en það þýðir ekki að þetta sé eins og fangelsi. Við förum stundum út, eins og ef við þurfum að fara til læknis, í banka eða að kjósa, eða þá ef við þurf- Systurnar eru miklar tónlistarkonur og spila langflestar á hljóðfæri. Þær syngja og spila saman í hverri einustu messu, en þær eru haldnar klukkan átta alla morgna í kapellu klaustursins og eru öllum opnar. Karmelnunnur sauma öll sín föt sjálfar og rækta sitt eigið grænmeti auk þess að sjá sjálfar um flest allt viðhald í klaustrinu. Auk þess vinna þær handverk sem þær selja í lítilli verslun í klaustrinu. Hér sjást þær við jólaskrautsframleiðslu. „Við getum verið með ólík- ar skoðanir á hlutunum og verið pirraðar út í hver aðra, en þá lítum við á það sem tækifæri til að læra.“ Agnes segir lífið í klaustrinu ekki breytast mikið í aðdraganda jólanna. „Við förum ekki út í búð og kaupum það sem okkur langar en á jólunum megum við biðja um hluti sem okkur langar í, þá skrifum við bréf til abbadísarinnar og segjum hvað okkur langar mest í, kannski sokka, nýja pensla eða eitthvert sælgæti að utan.“ 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 1 - Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega most.c_tiskaost.tiskufataverslu KLJÓLL KR 6.930 ÚLPA KR. 16.030 KÁPA KR 9.030 VESKI SKART KÁPUR SKÓR 30% afsláttur af öllum vörum fram að jólum Súpan er fullelduð og aðeins þarf að hita hana upp Við notum ekki MSG í súpuna okkar. Hún fæst í öllum helstu matvöruverslunum og stórmörkuðum landsins.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.