Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Jólin á Spotify Tónlist er stór hluti jólanna. Réttu stemningunni má ná með því að syngja saman, setja snarkandi jólaplötu á plötuspilarann eða skella gömlum uppáhalds geisladiski í tækið. Tónlistarveitan Spotify, sem margir nýta sér, er líka uppfull af fínni jólatónlist. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Beach Boys – The Beach Boys’ Christmas Album. Við minnumst allra þeirra sem halda jólin í steikj- andi hita og sól, verði þeim að því. Þá er best að setja Beach Boys á fóninn og sveifla sér í lendunum. Destiny’s Child – 8 Days of Christmas. Meðan allt lék í lyndi gerðu Beyoncé og stöllur hennar í Destiny’s Child atlögu að því að hrista aðeins upp í jólunum. Árangurinn var ágætur. Frank Sinatra – A jolly Christmas from Frank Sinatra. Eðal amerísk jólaplata. Jólin höfðu mikil áhrif á feril Franks þegar hann var að byrja um miðjan fimmta áratuginn og áttu þátt í að gera hann að súperstjörnu, skiljanlega. Svanhildur Jakobsdóttir – Jólin jólin. Þessi brosmilda og glaðlega dægurlagadrottning kann svo sannarlega að syngja mann í jólaskap. Takk fyrir það. Elly og Vilhjálmur syngja jólalög Þessi tvö eiga alltaf við, ekki síst um jólin. Elly og Villi eru jólasystkin Ís- lands, án nokkurs vafa. Vince Guaraldi – A Charlie Brown Christmas. Kalli Bjarna er svo sannar- lega djassgeggjari og Vince Guaraldi gerir stemninguna þægilega. Elvis Presley – Elvis’ Christmas Album Kóngurinn er alltaf við hæfi og hann er nauðsynlegur um jól. Þarf maður að nefna fleira en „Blue Christmas“? Bob Dylan – Christmas in the Heart. Það eiga ekki allir Nóbelsverðlaunahafar jólaplötu í safninu. Hér er herra Zimmerman með grófa sandpappírinn í hálsinum og Dylan áhugamenn elska að rífast um plötuna. Jólaóratóría Bachs Þegar kemur að þessu meistaraverki gefur Spotify manni tækifæri á að verja jólunum í samanburð á upptök- um. Til dæmis er hægt að hlusta á fína upptöku undir stjórn hljómsveit- arstjórans Nikolausar Harnoncourt. She & Him – A very She & Him Christmas. Zooey Deschanel og M. Ward blanda hér í aldeilis dásam- legan jólakokteil. Þetta er platan til að setja réttu stemn- inguna og skapa fyrirtaks hippsterajól. Brunaliðið – Með eld í hjarta. Það er mikilvægt að fara varlega með eld yfir hátíðirnar. Ef illa fer má alltaf hringja í Brunaliðið. Það reddar þessu. Eddukórinn – Jól yfir borg og bæ. Þessi plata er löngu orðin klassík. Hver vill ekki smá lummóheit um jólin? Í hátíðarskapi Þessi safnplata er perla og síðan er umslagið svo hrikalega flott! Hvern langar ekki í svona jólapartí? Stevie Wonder – Someday at Christmas. Það eru engin jól án þess að jólaplötunni hans Stevie Wonder sé snúið nokkrum sinnum. Fátt er betra til að koma manni í rétta gírinn. Ella Fitzgerald – Ella wishes you a swinging Christmas. Það er ekki á allra færi að setja „swing“ í jólin og teygja og lengja snyrtilega í nótunum. Í þessum efnum getur Ella, drottning djasssöngsins, gert betur en aðrir. Sufijan Stevens – Songs for Christmas. Íslandsvinur- inn geðþekki frá Michgan býður okkur hér að raula með í mörg- um þekktum jólalögum. Sigurður Guðmundsson – Nú stendur mikið til. Einhver best heppnaða íslenska jóla- plata síðari ára. Alveg rétti tóninn, vel útsett og flutt. A Christmas Gift For You From Phil Spector Óheillakrákan og glæpamaðurinn Phil Spector var eitt sinn stórkostlegur upptökustjóri. Þessi frábæra jóla- plata hans er meðal þess sem mun gera hann eilífan. The Ronettes, The Crystals og fleiri listamenn hljóma frábærlega í hinum fræga „vegg- hljómi“ Spectors. Carpenters – Christmas Collection. Karen Carpenter getur dimmu í dagsljós breytt. Þegar hún syngur um sleðabjöllurnar verða jólin rómó. Hljómurinn er líka hæfilega hallæris- legur.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.