Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 18
Síðan Glenn Barkan tók yfir rekstur kaffihússins Babalú á Skólavörðustíg hefur hann haft opið á aðfangadag og tekið á móti ferðamönnum sem kjósa að verja jólunum hér. Var hann einn sá fyrsti fyrir utan hótelin til þess að hafa opið yfir jólin í Reykjavík. Það virðist engu máli skipta hvað Glenn býst við mörgum gestum, og kaupir mikið inn, það er alltaf troðið af fólki og allur matur klárast. Marta Sigríður Pétursdóttir ritstjorn@frettatiminn.is „Við tókum yfir reksturinn á Babalú árið 2008 og höfum haft opið öll jól síðan þá. Í fyrstu gekk brösuglega en þetta var áður en sprengingin varð í túrismanum og líka rétt eft- ir hrun. Það voru alls ekki margir ferðamenn í bænum þau jólin, þannig að það voru bara ég og mað- urinn minn, Þórhallur, sem vorum að vinna og kannski einn eða tveir starfsmenn. Fyrstu jólin sem það var opið hjá okkur buðum við upp á hefðbundinn íslenskan jólamat, lambalæri, hangikjöt meðlæti og laufabrauð. Ég undirbjó matinn um morguninn þannig að ég gat ver- ið einn að afgreiða á meðan birgðir entust. Eftir því sem ferðamönnun- um hefur fjölgað náum við einfald- lega ekki að anna því að bjóða upp á jólamat lengur. Við erum ekki með nógu stórt eldhús þannig að núna bjóðum við bara upp á matseðilinn okkar.“ Opið yfir öll jólin í ár „Það er líka regla hjá mér að ég skylda aldrei starfsfólkið mitt til þess að vinna um jólin. Þannig að ef enginn vill vinna þá er einfaldlega lokað eins og til dæmis á jóladag í fyrra. Í ár er ég með stóran starfs- mannahóp og þau eru orðin mjög góðir vinir og vildu vera saman á Babalú á aðfangadagskvöld og jóladag. Það verður opið hjá okkur yfir öll jólin. Þetta er eiginlega ein stór jólaveisla hjá okkur, við spilum blöndu af íslenskum og amerískum jólalögum og allir sem koma hing- að hafa alltaf verið ótrúlega glaðir og þakklátir fyrir að það sé einhver staður opinn. Það er alltaf mjög glaðvært andrúmsloft.“ Fjölbreytt ferðamannaflóra Glenn fylgist með sveiflum í túrism- anum hérna en hann hefur tekið eftir því að það virðist vera mis- jafnt frá ári til árs hvaða þjóðerni fjölmenna til Íslands um hver jól. Það virðist að einhverju leyti vera háð tilboðum f lugfélaga hverju sinni. Eitt árið var mest af Frökk- um og Englendingum, annað árið voru það Japanir og hitt Ameríkan- 18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Jólin á Babalú ar. Svo virðist vera að það sé alltaf eitt áberandi þjóðerni á hverju ári. Á síðustu árum hefur fjöldinn aftur á móti aukist þannig að nú er svo komið að það heyrast fjölmörg ólík tungumál hérna á Babalú á jólun- um. Og það er alltaf fullt út úr dyr- um. Eins og á háannatíma í ágúst „Á hverju ári höldum við að við séum með nægan mat en hann klárast alltaf allur. Við kaupum samt alltaf inn 20-40% meira af mat á hverju ári, en alltaf klárast allur maturinn hjá okkur, til síðustu smáköku. Það er alltaf þannig bæði aðfangadag og jóladag. Þessa tvo daga klárast til dæmis um 200 lítr- ar af súpu.“ Dagarnir fyrir jól hafa líka verið mjög annasamir hjá Ba- balú. „Það var jafn mikið að gera hjá okkur um síðustu helgi eins og á háannatíma í ágúst og fullt út úr dyrum,“ segir Glenn. Tilfinning Allar nánari upplýsingar á www.buseti.is og á skrifstofu Búseta í síma 520 5788 Síðumúli 10 • 108 Reykjavík • sími 520 5788 • buseti@buseti.is • www.buseti.is GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR 3ja og 4ra herbergja íbúðir í Þverholti og Einholti • Íbúðir afhendast fullbúnar með gólfefnum • Vandaðar innréttingar frá GKS • Spanhelluborð og blástursofn • Stæði í bílgeymslu fylgir öllum íbúðum • Rafmagnstengi við öll sérbílastæði • Aðstaða til hjólaviðgerða í kjallara • Aðgengi að sal og „laundromat“ Smiðjuholts • Glæsilegur innri garður með dvalarsvæðum • Fyrirmyndar aðgengi og hljóðvist ÁVINNINGUR MEÐ BÚSETAÍBÚÐ • Örugg búseta meðan þér hentar • Þú festir minni fjármuni í fasteign • Þú færð vaxtabætur líkt og eigandi • Lægri kaup- og sölukostnaður • Búseti sér um allt ytra viðhald á húsnæði • Hátt þjónustustig VERÐDÆMI: EINHOLT 12 Rúmgóð 3ja herb. endaíbúð - 108,3 m2 Sveigjanlegur búseturéttur með eða án aukinnar eignarmyndunar. Mánaðargjald frá kr. 224.785,- Mánaðargreiðsla innifelur fjármagnskostnað, fasteignagjöld, bruna- og húseigendatryggingar, hita íbúðar, hússjóð, þjónustugjald og framlag í viðhaldssjóði. B- 22 -1 21 6 Aðeins 6 íbúðir eftir

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.