Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 27

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 27
– Bólgueyðandi og verkjastillandi Íbúfen® 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - A ct av is 5 1 0 1 1 2 Göngum frá verknum Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen tilheyrir okki lya sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Íbúfen er notað við vægum til meðal miklum verkjum eins og höfuðverk, mígreni, tannpínu, tíðaverkjum og hita. Ekki má taka Íbúfen: Þeir sem hafa ofnæmi fyrir íbúprófeni, öðrum skyldum lyum eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem fengið hafa ofnæmisviðbrögð eins og astma, nefrennsli, útbrot með kláða eða ef varir, andlit, tunga eða háls hafa bólgnað upp eftir að hafa tekið íbúprófen eða skyld lyf. Þeir sem þjáðst hafa af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) í tengslum við fyrri notkun bólgueyðandi verkjalya, þjást núna af sárum eða blæðingum í maga eða smáþörmum (skeifugörn) eða hafa áður þjáðst af slíku, tvisvar eða oftar, með alvarleg lifrar-, nýrna-, eða hjartavandamál (kransæðasjúkdómar meðtaldir), þeir sem þjást af umtalsverðum vökvaskorti (vegna uppkasta, niðurgangs eða of lítillar vökvaneyslu), eru með einhverjar blæðingar (blæðingar í heila meðtaldar), eru með sjúkdóm af óþekktum uppruna sem leiðir til óeðlilegrar myndunar blóðfrumna. Sérstök varnaðarorð: Þeir sem eru með rauða úlfa (SLE) eða aðra sjálfsnæmissjúkdóma, arfgengan sjúkdóm sem hefur áhrif á blóðrauða, hemoglóbín (purpuraveiki), langvarandi bólgusjúkdóma í þörmum eins og bólgur í ristli með sárum (sáraristilbólgu), bólgur í meltingarvegi (Crohn´s) eða aðra maga- eða þarmasjúkdóma, truanir á blóðfrumnamyndun, vandamál tengd blóðstorknun, ofnæmi, ofnæmiskvef, astma, langvarandi bólgur í nefslímhúð, kinnbeinaholum, kokeitlum eða langvarandi teppusjúkdóma í öndunarvegi, blóðrásarkvilla í slagæðum handleggja og fóta, lifrar-, nýrna- eða hjartavandamál eða háan blóðþrýsting, nýkomnir úr meiriháttar skurðaðgerð ættu ekki að nota lyð. Íbúprófen getur valdið nýrnavandamálum hjá börnum og unglingum sem skortir vökva. Meðganga/brjóstagjöf: Íbúprófen má ekki taka á síðustu 3 mánuðum meðgöngu. Aðeins ætti að nota Íbúfen á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu í samráði við lækni og ef það er algerlega nauðsynlegt. Íbúprófen getur gert konum erðara með að verða þungaðar. Þessi áhrif ganga til baka þegar hætt er að taka lyð. Íbúprófen berst í brjóstamjólk í litlum mæli og brjóstagjöf þarf yrleitt ekki að hætta meðan á skammtíma meðferð stendur. Ef lengri tíma meðferð er áætluð, ætti að meta hvort hætta eigi brjóstagjöf. Aukaverkanir: Svartar, tjörukenndar hægðir eða blóðlituð uppköst (sár í meltingarvegi með blæðingum), brjóstsviði, kviðverkir, meltingartruanir, truanir í meltingarfærum s.s. niðurgangur, ógleði, uppköst, vindgangur og harðlí, sáramyndun í meltingarvegi með eða án rofs, þarmabólga og versnandi bólga í ristli og meltingarvegi (Crohn´s) og pokamyndun í digurgirni (rof eða stlar), smásæjar blæðingar frá þörmum sem geta leitt til blóðleysis, sára og bólgu í munni, höfuðverkur, sya, svimi, sundl, þreyta, æsingur, svefnleysi og viðkvæmni. Skammtastærðir: Fullorðnir og unglingar eldri en 12 ára (≥ 40 kg): 200-400 mg sem einn skammtur eða 3-4 sinnum á dag með 4-6 klst. millibili. Hámarks dagsskammtur er 1200 mg. Börn 6-9 ára (20-29 kg): 200 mg, 1-3 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 600 mg á dag. Börn 10-12 ára (30-40 kg): 200 mg, 1-4 sinnum á dag á 4-6 klst. fresti eftir þörfum. Hámarks skammtur er 800 mg á dag. Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga og unglingar ekki meira en 3 daga án samráðs við lækni. Sjá nánar í fylgiseðli. Börn 12 ára og yngri eiga ekki að nota Íbúfen nema í samráði við lækni. Lyð er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lynu. Október 2015. | 27FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 1866 Auglýsingar um jólagjafir, aðrar en kerti, eru nýjung. Þær koma til á seinni hluta 19. aldar. 1876 Fyrsta jólatréskemmtun sem vitað er um fer fram í Reykjavík. Seint á 19. öld Jólatré koma til sögunnar og jólaskraut verður algengt. 1890 Fyrstu erlendu jólakortin koma á markað. 1930 Jóhannes úr Kötlum gefur út Jólin koma. Ríkisútvarpið er stofnað og jólakveðjur hefjast tveimur árum síðar. 1945 Aðventukransar ná útbreiðslu eftir stríð. Um miðja 20. öld Jólasveinar fara að verða gjafmildir. 1952 Fyrsta jóla- tréð kemur á Austurvöll frá Osló. 1955 Egils appelsín kemur á markað. Þykir blandast vel við malt. 1964 Fyrstu aðventuljósin koma á markað. Haukur Morthens gefur út hátíð í bæ. 1982 Clariol fótanuddtæki er vinsælasta jólagjöfin. 1996 Jólalest Coca-Cola fer af stað. 1996 Jólagarðurinn í Eyjafirði er opnaður að vori. 2000 Vefir eins og ismennt.is og skolavefur.is bjóða upp á rafræn jólakort. 2007 Í góðærinu er GPS tæki álitið jólagjöf ársins. Þjóðin tapar áttum. Jólin síðustu 150 ár flugi fyrr en bókin Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum kemur út árið 1932. Í byrjun aldarinnar birtir Æsk- an hins vegar greinar um erlenda jólasveina, skandinavíska „Nissa“ og engilsaxneska „Santa Clausa“. Fólk er líka farið að skjóta jóla- kortum á milli sín en það virðist aukast eftir 1920. Í gjafir fá margir föt og sokka og bækur eru líka vin- sælar. Umbúðirnar eru hins vegar ekki orðnar litríkar, gjöfum er til dæmis oft pakkað inn í maskínu- eða dagblaðapappír, ef þeim er þá pakkað inn yfir höfuð.“ Jólin 1866 Það er friðsamt í Evrópu en eyjan Ísland fær fréttir af erlendum við- burðum seint og illa. Aðfangadagur er á mánudegi. „Kerti eru látin lýsa á jólanótt, þannig að fólk vaknar í björtu á jóladag, en síðar er þeim skipt út fyrir olíulampann,“ segir Sigurlaug- ur Ingólfsson. „Fyrr á aðfangadags- kvöldi hefur húslesturinn auðvitað verið fluttur en maturinn er ekkert svo frábrugðin því sem hann er 50 árum síðar. Jólaærin er í öndvegi og hún er soðin í súpu. Á fátækari heimilum til sveita er víða brugðið á það ráð að veiða rjúpur, sem skýtur kannski skökku við í augum okkar í dag þegar rjúpur eru rándýrar. Matur um jól var skammtaður til heimilismanna ýmist á aðfangadag eða jóladag. Þá var talað um svo- kallaðan „jólaref“. Sá skammtur átti að duga manni út jólin, fram á þrett- ánda. Í skammtinum var kjöt- og fiskmeti, pottbrauð og laufabrauð og viðbit, smjör og flot. Það var yf- irleitt húsfreyjan sem skammtaði matinn en stundum kom það í hlut húsbóndans. Á aðfangadag fékk heimilisfólk síðan eftirrétt sem yf- irleitt var grjónagrautur og kaffi haft með.“ Árið 1866 eru híbýli þrifin fyrir jól hátt og lágt en skreytingar eru ekki til staðar. Jólatré eru ekki komin til sögunnar. „Föt voru þvegin og þá treyst á að það kæmi „fátækraþerr- ir“ svo hægt væri að hengja þau út. Það gat auðvitað brugðist um þetta leyti árs. Askurinn, matarílát hvers manns, var síðan þrifinn fyrir jól, en fólk var ekkert að stressa sig á því aðra daga ársins, enda var askurinn yfirleitt látinn fyrir hund og kött.“ Jólagjafir eru fyrst auglýstar sér- staklega árið 1866 en yfirleitt eru þær ekki komnar til sögunnar. „Hins vegar fær allt heimilisfólk tólgarkerti og það er algengur siður. Það er líka hefð að börn fái skó sem þá voru kallaðir jólaskór. Spil eru ekki gefin hverjum og einum en oft er farið í kaupstað og ný spil keypt fyrir hátíðina. Áfengisdrykkja var víða bönnuð um jól, á meðan aðrir fóru í kaupstað og náðu í jólakútinn svokallaða.“ Sigurlaugur nefnir að lokum mikla vinnuhörku sem viðgekkst fyrir jól. „Síðasta vikan fyrir jól var kölluð stauravikan og óljósar sög- ur gengu um að „staurar“ eins og brotnar eldspýtur hefðu verið nýtt- ir til að spenna upp augun til halda þeim opnum við tóvinnuna. Fyrir þá vinnu var hægt að útvega vörur úr kaupstað.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.