Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Já ég vildi að alla daga væru jól Þá gætu allir dansað og sungið jólalag Ég held að þetta jólalag hafi farið langt með að eyðileggja fyrir mér desember lengst fram eftir tíunda áratugnum. Hugmyndin um jól alla daga er auðvitað heimskuleg og geð­ veikisleg og ekki skánar hún við frekjulegan undirtóninn í laginu og dósahljóðið í undirspilinu. Verslunareigendur höfðu mikið dálæti á þessu lagi og það hljómaði nánast undantekningarlaust úr há­ talarakerfum stórverslana á píslar­ göngunni með lokað krítarkort og tóma buddu. Samt voru jólin yndisleg þegar þau komu en ég lærði ekki að meta að­ ventuna fyrr en löngu seinna. Enn dregur ský fyrir sólu ef ég heyri svo mikið sem óminn af laginu, Jól alla daga. Aðdragandi jólanna er uppfullur af mótsögnum, græðgi, gjafmildi, helgi og hávaða, rangsleitni og kær­ leika, blikkandi rafmagnsljósum, myrkri og hlýju kertaljósi. Og síðast en ekki síst hræsni. Jólin eru stórkostlegt sköpunar­ verk með allar sínar öfgar og til­ finningar. Fátæklingar og einstæðingar eru velkomnir í jólaleikritið, öfugt við aðra tíma ársins er beinlínis gert ráð fyrir þeim í handritinu. Það er enginn svo aumur, enginn svo út­ skúfaður að hann eigi ekki að geta haldið gleðileg jól, þótt hann megi éta það sem úti frýs alla aðra daga ársins. Þannig fyllast blöðin af frásögn­ um af þeim sem eiga í engin hús að venda á aðfangadag og flýja í fang Hjálpræðishersins. Þeir sem fá jólin í poka frá Fjölskylduhjálpinni, eftir að hafa staðið í biðröð langan dag óvarðir fyrir veðri og vindum, verða endalaus uppspretta frétta. Jólasögur af fátæklingum, syrgj­ endum, einstæðingum og óheppnu fólki eru jafn nauðsynlegar og skata, greni, mandarínur og hangi­ kjöt til að skapa stemningu, þótt það sé röð fyrir framan Fjölskyldu­ hjálpina allt árið og einstæðings­ skapur einskorðist ekki við 24. desember. En af hverju ætli það sé? Um daginn hitti í rúmenska konu í verslunarmiðstöð í Dublin. Hún reyndi að selja mér smyrsl og nudd­ aði lengi á mér hendurnar með salti og spurði hvaðan ég kæmi. Ég sagði henni það og hún ljóm­ aði öll í framan. Ísland, já, þar sem jólakötturinn er. Ég hváði, já stóri, ljóti kötturinn sem étur börnin sem fá engar gjafir og engin föt og jólasveinarnir sem hrekkja og stríða litlu börnunum. Ég leyfði konunni að láta móðan mása en fór óneitanlega að hugsa hvaðan koma þessir ljótu siðir? Af hverju bjugg­ um við til skrímsli sem étur fátæk börn og ljóta karla sem koma inn til barna á næturnar? Mér er til efs að nokkur önnur þjóð eigi sér svona grimmdarlega jólasiði. En við erum bara svo góðir sögu­ menn. Jólin og aðdragandi þeirra eru eins og handrit að góðri spennusögu. Þau eru háskaleg og það eru hetjur og skúrkar, hörð átök milli góðs og ills. Í lok sögunnar er einskonar uppskeruhátíð þar sem við njótum góðs af baráttu daganna á undan. Þess vegna reyna þeir sem ekki eru á vonarvöl að troðast undir í biðröð eftir upptrekktum leikfangabangsa eða baðherbergishillu í Söstrene Grene. Þegar ég var lítil var háð grimmileg húsmæðrakeppni í desember, þar sem konur reyndu með sér í heimil­ isþrifum og smákökubakstri. Til að æsa leika var stundum fundinn upp yfirvofandi hráefnisskortur, gjarn­ an á eggjum, um að það leyti sem desember gekk í garð og duglegar húsmæður kepptust við að hamstra egg og sáu við öllum tilburðum til að skammta þessar nauðsynj­ ar, jafnvel með því að sveipa sig í dulargervi, alveg þar til þær hrifsuðu síðasta eggið úr hillunum sigrihrósandi á svipinn. En allar kærulausu druslurnar gripu í tómt og áttu á hættu að glata jólunum og verða sér til ævarandi skammar. Svo hófust miklar framkvæmd­ ir innanhúss á þessum árstíma, gjarnan við flísalagnir eða máln­ ingarvinnu sem tvísýnt var að næð­ ist að klára fyrir hátíðina. Best er ef jólin eru raunverulega í hættu, nánast ónýt en er bjarg­ að á síðustu stundu. Rétt áður en klukkurnar hringja inn jólin. Þetta er uppskriftin að góðum jól­ um. Reynum samt að hálsbrjóta hvorki okkur né aðra þótt við fylgjum henni. Og munum að það er ekki alltaf það versta að hafa lítið á jólunum ef maður kann að meta það. Og þarf að hafa svolítið fyrir því. En þökkum guði fyrir að engum brjálæðingi hefur dottið í hug, í fúl­ ustu alvöru, að hafa jólin alla daga ársins. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir UPPSKRIFTIN AÐ JÓLUM lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir eru komin . Vestfirsk jólabrauð . Ítölsk jólabrauð Jólabrauðin Strikinu 3 • Iðnbúð 2 Garðabæ • 565 8070 facebook.com/okkarbakari Verið velkomin Vissir þú að Átthagar voru söluhæsta bókin á Ísafirði fyrir nokkrum dögum og er kannski enn? Fæst í bóka- verslunum um land allt

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.