Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 HUMAR Humar er nokkuð algengur forréttur yfir hátíðarnar. Feitur fiskurinn er gjarnan umlukinn smjöri eða rjóma og því er gott að næla sér í kraftmikið hvítvín með. Hér veljum við gott Chardonnay-vín frá Ástralíu en einnig væri vel hægt að hugsa sér Chardonnay frá Chile eða Kaliforníu eða Chablis-vín Lindemans Chardonnay Bin 65 Uppruni: Ástralía. Þrúga: Chardonnay. Árgangur: 2015. Verð í Vínbúðunum: 2.150 kr. RJÚPA Rjúpurnar eru jólin sjálf í hugum margra Íslendinga. Eflaust eru færri með hana á borðum á aðfangadag en áður var eftir að takmörk voru sett á veiðar og í ofanálag vill unga fólkið matreiða hana öðruvísi en eldri kynslóðir. En það breytir því ekki að rjúpan stendur fyrir sínu sem jóla- matur og með honum er rétt að velja afbragðs vín. Það fáum við frá norðurhluta Rhone-dalsins í Frakklandi, frá framleiðandanum E. Guigal sem nefndur hefur verið sá besti á þessum slóðum. Þetta frábæra Syrah-vín er eins og sniðið að íslensku jóla- rjúpunni. E. Guigal Cote Rotie Uppruni: Frakkland. Þrúga: Syrah. Árgangur: 2008. Verð í Vínbúðunum: 6.799 kr. NAUTAKJÖT Margir velja nautakjöt þegar þeir vilja gera vel við sig. Hvort sem steik- in er klædd í smjördeig eða fær að malla ein og sér á þetta fantafína ítalska vín vel við. Allegrini-vínin komu nýlega aftur á mark- að hérlendis eftir nokkurt hlé og La Grola er flottur fulltrúi fjölskyldunnar. Það hefur fengið að eldast í 16 mánuði á eikartunnum, auk tveggja mánaða blöndunarferils áður en það fékk að taka á sig endanlega mynd í flösk- unni í tíu mánuði. Virkar vel með nautinu og eins hreindýrasteik, ef vill. Allegrini La Grola Uppruni: Ítalía. Þrúga: Corvina. Árgangur: 2013. Verð í Vínbúðunum: 3.590 kr. LAMB Það er einhver óútskýrð taug á milli íslenska fjallalambsins og Rioja-vína frá Spáni. Vín þessi hafa auðvitað fylgt okkur lengi og hvort að það eitt hafi skilað sér inn í erfðamengi okkar eða hvort vínin og lambið passa einfaldlega saman skal ósagt látið. Hitt er víst að þetta ágæta vín á fullt erindi á íslenska hátíðar- borðið. Ekki er verra að umhella því seinnipartinn svo það sýni allar sínar bestu hliðar klukkan sex. Ramon Bilbao Edicion Limitada Uppruni: Spánn. Þrúga: Tempranillo. Árgangur: 2013. Verð í Vínbúðunum: 2.490 kr. JÓLAMATUR GRÆNKERANS Sífellt fleiri kjósa að sneiða hjá kjöti og hátíðarmaturinn á borðum landsmanna er því mun fjölbreyttari en áður fyrr. Erfitt er að velja eina tegund af hvítvíni enda get- ur hátíðarmaturinn úr eld- húsi grænkerans verið afar fjölbreyttur. Hér varð fyrir valinu Sauvignon Blanc frá Napa dalnum í Kaliforníu sem stendur vel eitt og sér en er líka frískt og passar með ýmsum létt- ari réttum. Beringer Napa Valley Sauvignon Blanc Uppruni: Bandaríkin. Þrúga: Sauvignon Blanc. Árgangur: 2014. Verð í Vínbúðunum: 3.490 kr. HANGIKJÖT Hangikjötið er nokkuð erfitt viður- eignar enda eru reykur og salt alls- ráðandi og þá eiga góð vín á hættu að verða undir. Það er kannski ekki skrítið að margir kjósi bara Malt og Appelsín með þessum ágæta rétti. Það er þó lausn í málinu og hana finnum við í Alsace-héraðinu í Frakklandi. Þar leitum við til Trimbach-fjölskyldunnar sem færir okkur unaðslegt Gewürstraminer-vín sem smellpassar með; hæfilega sætt og með krydduðu eftirbragði sem maður gleymir ekki svo glatt. Toppvín í góðum félags- skap. Trimbach Gewurztraminer Reserve Uppruni: Frakkland. Þrúga: Gewurstraminer. Árgangur: 2011. Verð í Vínbúðunum: 3.599 kr. HAMBORGARHRYGGUR Það getur verið vandasamt að velja rétt vín með hamborgarhryggnum sem er vinsælasti rétturinn á jóla- borðum landsmanna. Með hryggnum viljum við vín með sætu til að vega upp á móti saltinu í kjötinu en það þarf líka að ráða við sykurinn í meðlætinu sem gjarnan fylgir. Hér gengur vel að finna sætt hvítvín, til að mynda Gewürztraminer eða Pinot Gris, en við veljum þó gómsætan Amarone. Masi Costasera Amarone Uppruni: Ítalía. Þrúga: Corvina. Árgangur: 2011. Verð í Vínbúðunum: 5.990 kr. HREINDÝR Það er fátt sem slær við góðu kjöti af hreindýri. Hér gæti vel gengið að drekka með La Grola vínið frá Allegrini sem nefnt er til hliðar en við kjósum þetta fína Sangiovese- -vín frá Valiano í útjaðri Toskana. Það heldur í við hreindýrið og vel það, kraftmikið og gott vín. Annað sem gæti geng- ið eru góð Bordeaux- -vín eða Cabernet Sau- vignon. Valiano Chianti Classico Riserva Uppruni: Ítalía. Þrúga: Sangiovese. Árgangur: 2010. Verð í Vínbúðunum: 3.190 kr. Hvað passar með jóla- matnum? Það er ekki nóg fyrir alla að elda hinn fullkomna jólamat og bera á borð fyrir sína nánustu. Punkturinn yfir i-ið er að finna rétta vínið með. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is ÞUMALPUTTAREGLUR Umhelling vína • Vín sem eru yngri en 3 ára er gott að sprengja upp með því að umhella þeim í karöflu eða vatnskönnu. • Vínin verða mýkri við umhellinguna því þá loftar um þau og sýran fellur niður. Röðun vína • Í góðu lagi er að hafa nokkrar tegundir vína með sömu máltíð- inni og smakka hvað fer best með hverjum rétti. • Notið fersk hvítvín (til dæmis Sau- vignon Blanc og Pinot Grigio) á undan þykkum og rjómakenndum vínum (t.d. Chardonnay). • Notið vín úr Pinot Noir og Merlot á undan rauðvínum úr Cabernet Sau- vignon og Malbec þrúgum. • Röðin og hvað passar með hverju kemur með æfingunni og smekk hvers og eins. Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.