Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 „Dagbók Kidda klaufa er alltaf vinsæl,“ segir Þorbjörg Karlsdótt- ir, bókasafnsfræðingur Borgar- bókasafns í Grófinni, um vinsælu- stu bækur fyrir börn og unglinga í desember. „Doddi, bók sannleikans, hefur líka verið mikið í útláni hjá okkur. Amma óþekka, Afi sterki og Dem- antaráðgátan. Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur. Ekki má gleyma Þorgrími Þráins- syni, Gunnari Helga og Ævari vísindamanni. Ævar er með bók í ár sem er hrollvekja. Hrollvekjurnar eru alltaf vinsælar.“ Hún segir bækur sem fjalla um jólin einnig sígildar. „Grýlusaga, Jólagrauturinn, Þegar Trölli stal jólunum. Bæði íslenskar og erlendar bækur um jólasveinana. Síðan er bókin Jólin koma eftir Jó- hannes úr Kötlum alltaf mikið í útláni,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg Karls- dóttir segir frá vin- sælum bókum des- embermánaðar. Bækur um jólin sígildar Fyrir börn og unglinga. Doddi: Bók Sannleikans eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísla­ dóttur. Jóla­ grauturinn eftir Sven Nordqvist. Afi sterki og skessu­ skammirn­ ar eftir J. K. Kolsöe. Demanta­ ráðgátan eftir Martin Widmark. Vetrarhörk­ ur eftir Hildi Knútsdóttur. Grýlusagan sígilda Gunnars Karlssonar. Á náttfötunum í jólaboðið Ef þú ert ein/n af þeim sem ert nú þegar farin að kvíða því að sleppa frá þér jólabókinni eða jóladagskránni til að dressa þig upp og fara á mannamót þá skaltu ekki örvænta. Farðu bara á náttfötunum og vertu mesta tískudrósin á svæðinu því eitt heitasta tískutrend ársins sem er að líða er náttfatatískan. Buxur, jakkar og buxnadragt- ir í náttfatastíl voru ekki bara á tískupöllunum í vor heldur líka í haust og fræga og fína fólkið lét sjá sig í náttfötum við hverskyns tækifæri. Það er gott að eiga klassískt nátt- fatadress, víðar buxur og jakka, en undirkjólar og sloppar duga líka. Silkið er auðvitað hátíðleg- ast en bómullin virkar líka, ekki síst ef þú poppar dressið upp með fínu skarti, háum hælum eða belti. Rúllukragabolur undir náttfata- jakkann eða stór kósí peysa yfir virka líka vel því að klæða sig upp í lögum er annað af trendum ársins, skotheld blanda. Ef þú vilt vera minna kósí og meira sexí er kannski betra að sleppa lögun- um og leyfa náttfötunum að njóta sín á berum líkamanum. En allra mikilvægast er að örvænta ekki og vera afslöppunin holdi klædd, öll jólin. | hh Þorbjörg Karlsdóttir. Mynd | Hari Vantar kraft og nýjungar í hinsegin senuna Úlfar Loga þarf aldrei að útskýra kynhneigð sína í Berlín þar sem hann stundar nám. „Það er allt svo ýkt á Íslandi. Að vera samkynhneigður á Íslandi er meira tengt sjálfsmyndinni, það er allt öðruvísi í Berlín. Ég er búinn að búa hérna í 3 ár og hef aldrei þurft að taka það fram að ég sé samkynhneigð- ur. Það er meira karakter- einkenni á Íslandi en kyn- hneigð,“ segir Úlfar Loga, ljósmyndanemi í Berlín. „Þegar ég fer til Íslands þarf ég alltaf að taka á móti allskyns athugasemdum um kynhneigð mína. Ég finn fyrir meiri stuðningi í Berlín og er frjálsari.“ Nú á dögunum tók Úlfar þátt í ljósmyndaverkefni sem snérist að dragi í Berlín. Að sögn Úlfars er dragsenan þar mun þróaðri og opnari en á Íslandi. „Við fengum að fylgjast með dragdrottn- ingunni Kelly frá Brasilíu undirbúa sig undir dragkvöld á skemmtistaðnum Chantals House of Shame sem gefur sig út fyrir það að bjóða alla jafn velkomna, allir gestirn- ir eru jafnir.“ „Í hreinskilni sagt finnst mér dragsenan á Íslandi frekar einsleit og ómerkileg. Það vantar meiri dirfsku og karaktersköpun. Hérna úti er mikið lagt upp úr karakter- sköpun og það er meiri kraftur og dragdrottningar þora meira að leika sér. En þetta er rosalega nýtt á Ís- landi og á eftir að þróast og fanga því að þetta sé að þróast,“ segir Úlfar um ólíka heima dragsins hér á landi og í Berlín. „Það vantar meiri kraft og nýj- ungar í hinsegin senuna á Íslandi. Það er allt voðalega svart og hvítt, mér finnst vanta meiri grósku á jaðrinum.“ | hdó. Dragdrottningin Kelly frá Brasilíu sem Úlfar fékk að fylgjast með gera sig til fyrir dragsýningu. Mynd | Úlfar Loga Úlfar Loga.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.