Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 36
36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Jólaboð ekki svo ólík ristilspeglun Bylgja Babýlons ráðleggur þeim sem leiðist. Bylgja Babýlons ráðleggur fólki að fara í „Ég hef aldrei“ með stórfjölskyldunni. Mynd | Emilía Kristín Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Yfir jólin fara margir í fjölda jólaboða með stórfjölskyldunni. Sum-um finnst boðin stór-skemmtileg en öðrum ekki og leiðist þeim alla jafna umrædd boð. Bylgja Babýlons er með ráð á reiðum höndum til að gera jólaboðin bærilegri. „Það leiðist mörgum í jóla- boðum enda eru þau að mörgu leyti ekki svo ólík ristilspeglun- um. Mér finnst oft létta stemn- inguna töluvert að mæta með Fireball-flösku og draga fjölskylduna í einn góðan „Ég hef aldrei“-hring. Fátt er betri ísbrjótur en að komast að því hvort móðursystir þín hafi ein- hvern tímann stundað kyn- líf á víðavangi. Planið á þó til að enda illa fyrir þá sem eiga fjölskyldur þar sem mikið er af ungum börnum.“ „Fyrir þá sem eru á lausu um jólin er sniðugt að plata vin eða vinkonu til að þykjast vera nýr maki. Búa til skemmtilega baksögu og mæta með risastóra ístertu. Þegar fólk hrósar tert- unni er til dæmis hægt að segja: Þetta er Bjarki. Hann er nýkom- inn frá Amsterdam og tókst að koma heilu kílói af amfetamíni inn í landið svo við ákváðum að splæsa köku á liðið.“ „Fyrir þá sem kvíða jólun- um og vilja ekki mæta er mjög skynsamlegt að sviðsetja bara eigin dauða. Það er líka svo auð- velt á Íslandi. Ég ætla persónu- lega að skilja föt af mér niðri í fjöru, flytja til Spánar, fá mér gæludýr sem er eðla og skíra hana Vilborgu.“ Mér finnst oft létta stemninguna tölu- vert að mæta með Fireball- flösku og draga fjölskylduna í einn góðan „Ég hef aldrei“-hring. Saga um reiðan, eldri, samkynhneigðan mann Bruce the angry bear: Hinsegin myndasaga. Fékk skeyti frá fyrri íbúum Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuður er að gera upp gamalt hús í miðbænum. Þegar hann var að rífa niður gamla eldhúsinnréttingu kom í ljós skeyti úr fortíðinni. „Þetta var dálítið eins og lenda í tímavél,“ segir Stígur Steinþórs- son um skeyti sem hann fann inn í vegg í húsi sínu. „Við erum að gera upp gamalt bakhús við Njálsgötu sem er meira en hundrað ára gam- alt og býr því yfir heilmikilli sögu. Ég var í sakleysi mínu að taka niður þunnar plötur utan af veggjunum og þá kom í ljós rautt hólf sem hefur verið gömul innbyggð hilla á sínum tíma. Þar hékk þetta líka fína brúna um- slag sem búið er að skrifa á smá orðsendingu inni í framtíðina:“ Reykjavík, 24. júlí 1979 Erum að breyta og setja upp nýja eldhúsinnréttingu. Þess vegna datt okkur í hug að setja þetta inn í veg- inn og vonum að einhver finni þetta bréf. Og vonum að Guð og gæfan fylgi þessu húsi um ókomin ár. Við keyptum þetta hús 12. desember 1978. „Þar fyrir neðan eru allir þáver- andi íbúar hússins skráðir og til- tekið hvenær hver og einn þeirra fæddist. 1978 býr átta manna fjöl- skylda hérna auk heimilishunds- ins Perlu sem fæddist í júní 1977,“ segir Stígur. „Það er gaman að fá svona sendingu. Mér finnst þetta hlýlegt og gefur manni tilfinningu fyrir fortíðinni. Við eigum örugglega eftir að stinga svona bréfi ein- hvers staðar milli þilja, núna þegar við erum að breyta og gera upp. Vonandi finnur síðan einhver þau skilaboð, kannski langt inn í fram- tíðinni.“ | gt Stígur Steinþórsson tengdist fyrri íbúum hússins síns. Bréfið góða frá 1979. „Mér vitandi þá er þetta í fyrsta skipti sem íslensk, hinsegin myndasaga lítur dagsins ljós – allavega á íslenskum miðli,“ segir Roald Viðar Eyvindsson, ritstjóri vefsíðunnar Gayiceland.is, sem birtir nú vikulega teiknimynda- sögu sem ber yfirskriftina Bruce The Angry Bear eða Reiði Björninn Bruce. Hugmynda- smiður sögunnar er ástralski uppistandar- inn Jonathan Duffy og teiknari er Einar Másson. „Myndasagan fjallar um sögu- persónuna Bruce sem er upp- finning Jonathans Duffy. Bruce er reiður björn, eins og titillinn gefur til kynna. Loðinn, eldri, samkyn- hneigður maður. Mynda- sagan fjallar svolítið um hans ævi í hinni súrrealísku Gaykja- vík sem er eins og Reykjavík nema talsvert samkyn- hneigðari. Sagan er um ævintýri hans og Spencer, kærastans hans. Þegar lengra líður á söguna kynnumst við fleiri persónum,“ segir Einar. „Það er eitthvað sem angr- ar Bruce og hann er reiður. Það birtist alltaf bara brot af mynda- sögunni á vefsíðunni en það gerir hana spennandi. Það sem ég er svo spenntur fyrir er að komast að því af hverju hann er svona reiður. Svo komumst við kannski að því í sögunni hvernig hann er ef hann er ekki reiður.“ „Það er mikið um svart- an húmor í þessu. Ekki svona „politically correct“. Sem er ágætt mótvægi við alla umræðu í dag sem er mjög mikið á þá vegu. Sjá- um til hvernig þetta leggst í fólk. Vonandi heldur þetta áfram,“ segir Einar. „Með myndasögunni erum að brjóta ákveðið blað í þessum málum,“ segir Roald. Reiði björninn og aðal­ persónan Bruce. Bruce á kærasta. Þetta er hann. HEILSUTÍMINN Þann 7. janúar Heilsutíminn auglysingar@frettatiminn.is 531 3300

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.