Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Hefðirnar koma ekki af himnum ofan Hverju breyta fimmtíu ár? Ef hoppað er örfáu sinnum um 50 ár aftur í tímann til að skoða jólahald kemur í ljós að tíminn líður hratt. Það er örstutt í gamla sveitasamfélagið, jafnvel þó að nútímagæði hafi einkennt undanfarin ár. Fréttatíminn fer í tímavél milli jóla. Jón Páll Björnsson og Sigurlaugur Ingólfsson eru fyrir löngu komnir í jóla- skap enda hafa þeir verið að tala um jólin á árum áður við gesti Borgarsögu- safns alla aðventuna. Myndir | Hari J Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is ólin á Íslandi árið 2016 eru haldin í friði og spekt, þó að óvissa ríki víða og barist sé í fjarlægum löndum. Aðfanga- dagur er laugardagur en að- föngin eru löngu komin í hús, í mörgum tilfellum eru allsnægtirn- ar meiri en þörf er á. Þorláksmessa er nýtt til að ná í það sem út af stend- ur. Það er nóg rafmagn og rafmagns- leysi heyrir nokkurn veginn sögunni til á aðfangadag, jafnvel þó að ofn- ar séu kynntir í botn út um allt land fyrir veglegar jólasteikur af ýmsum sortum, innlendum og erlendum. Jólaveislur á aðfangadag eru oft- ast fyrir nánustu fjölskylduna þó að stærri veislur komi líka greina. Eftir mikið kauphlaup dagana fyr- ir jól standa litríkir pakkar af ýms- um stærðum upp við rafmagnslýst jólatré. Það sem inn í pökkunum leynist er keypt í úttroðnum versl- unum eða á netinu úr risastórum vöruhúsum. Könnun MMR sýnir að færri og færri senda jólakort í föstu formi en þeim fjölgar eilítið sem senda raf- ræna útgáfu. Tölvur og snjallsím- ar þykja nauðsyn og nýtast til að breiða út jólaandann milli fólks og hafa samband yfir höf og land. Við vitum í hvað stefnir, bökkum því 50 ár aftur í tímann. Jólin 1966 Það geisar kalt stríð og í Víetnam er barist á banaspjótum. Á Íslandi er kalt og snjór yfir mestöllu landinu. Tjörnin í Reykjavík er frosin á jólum en aðfangadagur jóla er laugardag- ur, rétt eins og núna. Á Vestfjörðum fer jólahaldið fram í rafmagnsleysi vegna ísingar á línum. Jón Páll Björnsson, hjá fræðslu- deild Borgarsögusafns, segir að jólin fyrir fimmtíu árum hafi verið komin nokkuð vel í þær föstu skorð- ur sem við þekkjum nú, þó vitan- lega hafi þau verið fábreyttari um margt. „Margar hefðir dagsins í dag voru komnar til sögunnar. Flestir skreyttu á Þorláksmessu og lang- flest heimili voru með innflutt jóla- tré en færri með gervitré. Kertaljós voru kveikt um jól en þau voru ekki í nærri jafn almennri notkun alla hina daga ársins og nú. Varðandi skreytingarnar eru það helst aðventuljós og -kransar sem vantar árið 1966 miðað við daginn í dag. Þær skreytingar eru sænskætt- aðar, ólíkt mörgum af þeim dönsku hefðum sem við höfum tekið upp, og þær koma ekki til fyrr en um og eftir 1970. Rétt eins og nú var svínakjöt al- gengt á borðum á aðfangadag og þá einkum hamborgarhryggur, en enginn kalkúnn var í boði. Hægt var að útvega sér alifugla, endur og hænur en villibráð var yfirleitt ekki sparimatur eins og nú til dags. Rjúp- ur voru sjaldgæfar en það var samt hægt að kaupa þær hjá SS. Meðlæti var að miklu leyti niðursoðið úr dós enda stóð íslensk niðursuða í blóma á þessum tíma. Á Þorláksmessu var skata ekki komin mikið á dagskrá í Reykjavík, hún var algengari fyrir vestan, en fólk borðaði þá gjarnan fisk.“ Árið 1966 var algengt að fólk keypti goskassa fyrir jólin, auðvitað í glerjum. „Margar fjölskyldur keyptu malt, appelsín og kók og blönduðu þessu jafnvel öllu þrennu saman. Eins voru kassar af appelsínum og eplum algengir enda tengja margir enn eplalyktina við jólin, þó að mörg okkar séu hætt að gefa þeirri lykt gaum.“ Verslanir voru harðlokaðar á jóladag og annan í jólum en nokk- uð var um tónleika- og skemmtana- hald. Um þetta leyti stendur ung- lingabyltingin sem hæst og milli jóla og nýárs halda hljómsveitir sem heita til dæmis Sfinx, Pops og Pónik og Einar dansleiki fyrir æskulýðinn á meðan Haukur Morthens og Vil- hjálmur Vilhjálmsson syngja fyrir ráðsettari gesti á öðrum veitinga- Varðandi skreytingarnar eru það helst aðventuljós og -kransar sem vant- ar árið 1966 miðað við daginn í dag. BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK OG AKUREYRI 2017 Allar borgirnar hafa flest það sem ferðamaðurinn girnist, hagstætt verðlag bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Þá bjóðum við uppá spennandi skoðunarferðir. BÚDAPEST, UNGVERJALAND 22. - 25. september Ein stórkostlegasta borg Evróp, hún er þekkt fyrir sínar glæsibyggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu Ungverja má rekja hundruði ára aftur í tímann. Þar hefur í árhundraði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Meðalhiti 20°C. GRANADA, SPÁNN 6. - 9. október Hin stórfenglega Máraborg, Granada, er ein allra fallegasta borg Spánar. Hún er staðsett við rætur Sierra Nevada fjallanna í ægifögru umhverfi. Áhrif frá tímum Mára eru þar mjög sterk og má m.a. nefna Madraza, fyrsta arabíska háskólann frá 3. öld og arabísku böðin frá 11. öld. Hæst ber þó að nefna Alhambra höllina sem talin er ein fegursta bygging heims. Ekki er síðra úrval verslana, veitingahúsa og allt það sem hinn venjulegi ferðamaður þarfnast. Meðalhiti 20°C. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 DUBROVNIK, KRÓATÍA 13. - 16. október Dubrovnik - perlan við Adríahafið. Borgin Dubrovnik er talin ein fegursta borg veraldar og má rekja upphaf hennar allt til 7. aldar. Borgin er heimsþekkt, mikið til vegna þáttanna Game of Thrones sem teknir hafa verið í borginni og aukið á frægð hennar. Dubrovnik er staðsett í Suður hluta Króatíu eða við Adríahafið, veður er þar gott nánast allt árið, í sept./okt. má búast við um og yfir 20°C. Allt umhverfi borgarinnar er töfrum líkast, kristaltær sjórinn, eyjarnar úti fyrir ströndum og skógi vaxnar hlíðarnar. Fallegar strendur eru við borgina, enda er hún síður vinsæl sem sólarlandastaður. GDANSK, PÓLLAND 19. - 23. apríl Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands og þó víða væri leitað. Saga hennar nær aftur til ársins 997. Þetta er borg með mikla sögu en hún var helsta vígi Hansakaupmanna í Evrópu. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Verð á mann 98.900 í 2ja manna herb. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri og rúta til og frá flugvelli. Verð á mann 103.312 í 2ja manna herb. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri og rúta til og frá flugvelli. Verð á mann 114.900 í 2ja manna herb. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri og rúta til og frá flugvelli. Verð á mann 111.287 í 2ja manna herb. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, íslenskur fararstjóri og rúta til og frá flugvelli. MIKIÐ AF SÆTUM SELD!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.