Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 23.12.2016, Blaðsíða 19
| 19FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 23. desember 2016 Glenn gleymir aldrei fyrstu jólunum sínum á Íslandi þegar heyra mátti saumnál detta á aðfangadagskvöld. Hann gekk um miðbæinn og gat séð prúðbúnar fjölskyldur í gegnum gluggana, í gamaldags og notalegri stemningu. Hann heldur jólin fyrir ferðamenn á kaffihúsinu Babalú. Myndir | Hari „Ef að það er eitthvað að marka síðustu viku og hvað það var mikið að gera hjá okkur þá er að minnsta kosti um 25% aukning frá síðustu jólum.“ hans er sú að þessi jól slái enn eitt metið í fjölda ferðamanna á Íslandi yfir hátíðarnar. „Ef að það er eitthvað að marka síðustu viku og hvað það var mikið að gera hjá okkur þá er að minnsta kosti um 25% aukning frá síðustu jólum.“ Glenn á erfitt með að meta fjölda fólks sem kemur á Babalú hver jól en það skiptir hundruðum. Aðspurður hvort hann fái inn Ís- lendinga á Babalú yfir jólin svaraði Glenn: „Ekki á aðfangadagskvöld, nei, en stöku sinnum fáum við sjó- menn. Við höfum verið með einn fastakúnna síðustu jól sem kemur alltaf og fær sér það sama, hann er íslenskur og kemur bæði á aðfanga- dagskvöld og jóladag. Á jóladag koma gjarnan til okkar Íslendingar sem eru að fá sér gönguferð um miðbæinn í rólegheitunum. Veðr- ið skiptir máli, ef að það er jólalegt veður, snjór og svona þá vill fólk gjarnan spóka sig.“ Töfrandi fyrstu jól á Íslandi Glenn er mjög hrifinn af íslensk- um jólum. „Maðurinn minn er ís- lenskur þannig að ég er alltaf með honum frá klukkan sex á aðfanga- dagskvöld og virði mikilvægi þeirr- ar hefðar hérna á Íslandi.“ Hann á mjög góðar minningar frá sínum fyrstu jólum á Íslandi. „Ég kem frá New York, sem er mik- ið fjölmenningarsamfélag, þar sem mörgum ólíkum hátíðum er fagnað um svipað leyti.“ Glenn er gyðing- ur og ólst því upp við að fagna bæði Hanukkah ljósahátíðinni og jólun- um. „Fyrstu jólin mín á Íslandi voru töfrandi. Ég var nýfluttur til Íslands frá Kaliforníu með hundinn minn, Honey, og fór út að ganga með hana rétt eftir sex á aðfangadagskvöld. Ég man að ég hugsaði að það væri hægt að heyra saumnál detta, það var svo hljóðlátt og kyrrt yfir bæn- um. Kyrrðin var í fullkominni and- stæðu við lætin kvöldið og dagana áður. Ég bjó í miðbænum þá, ekki langt frá Babalú, og ég man að ég gekk um göturnar og naut þagnar- innar og snjókomunnar. Þar sem ég gekk um gat ég séð inn um glugg- ana prúðbúnar fjölskyldur. Allir mennirnir með bindi í jakkafötum og konurnar með svuntur. Þetta er var svo gamaldags og notalegt, frostrósir á gluggunum, logandi kertaljós og fjölskyldurnar sem komu saman yfir jólamatnum. Ég fékk tilfinningu fyrir því hvað það er mikilvægt fyrir fólk að koma saman yfir jólin. Þetta var svo fal- legt, ég er þakklátur fyrir að vera hluti af stórri íslenskri fjölskyldu og hafa fagnað jólunum með þeim og Þórhalli, manninum mínum, síð- ustu tólf ár á Íslandi.” Fyrir þá sem eru gestkomandi á Íslandi yfir jólin eða eiga ekki ein- hverja að, er gott að vita að notalega kaffihúsið er opið yfir hátíðarnar og býður upp á ósvikna jólastemningu fyrir alla. „Það verður opið hjá okkur yfir öll jólin. Þetta er eiginlega ein stór jóla- veisla hjá okkur, við spil- um blöndu af íslenskum og amerískum jólalögum og allir sem koma hingað hafa alltaf verið ótrúlega glaðir og þakklátir fyrir að það sé einhver staður opinn.“

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.