Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Tímamót eru í kollinum á þér Sandur rennur í gegnum stunda- glas og sýnir að tíminn líður stanslaust. Einmitt þar sem hann færist úr efra hólfinu og niður í það neðra hlýtur að vera þetta eftirsóknarverða „nú“ sem að sjálfshjálparbækur í bílförm- um mæla með að við tileinkum okkur að hugsa líf okkar útfrá. Allt á að snúast um að rækta með sér núvitund og dvelja í augna- blikinu. Síðan koma áramót og ósjálfrátt kemur tíminn og fram- rás hans upp í hugann. Tíminn er skrýtin skepna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Í ríflega tvö þúsund ár hafa vest- rænir hugsuðir verið að velta fyrir sér tímanum, eðli hans og spurn- ingum sem honum tengjast. Um það vitna skráðu heimildirnar, á sögulegum tíma, en líklega eru vangaveltur um tímann enn eldri og hafa fylgt manninum frá upp- hafi vitsmunalífsins. Er tíminn óendanlegur eða nálgumst við endalok hans? Flæðir hann áfram eins og straumur árinnar eða „tikk- ar“ hann áfram, eins og eitt sand- korn í einu sem kemst í gegnum nálarauga stundaglassins. Er hægt að upplifa nútíðina eða er hún yfirleitt til? Hugsuðir með töluverða reikni- getu í kollinum, á borð við Aristóteles og Newton, litu svo á tíminn væri algildur og það var ekki fyrr en árið 1905 að Ein- stein skaut niður þær hugmynd- ir með afstæðiskenningunni sem blandar saman rúmvíddum og tímavíddinni. Nýjar útgáfur af tíma urðu til og undirstaða lögð fyrir heillandi framtíðarskáldskap þar sem tíminn í óravíddum geimsins sniglast áfram með öðrum hætti en við erum vön. Skipulag á kaosið Hugmyndir manna um tímann snúast í grunninn um það eitt að koma skipulagi á kaosið og lífið. Öll vitum við að án tímavitundar gengu samfélög manna tæplega upp. Hvert samfélag aðlagar líka hugmyndir um tímann og gerir að sínum eigin. Þetta kenna ferðalög um nálæg og fjarlæg lönd okkur. Strangur línulegur framgangur tímans er ekkert endilega megin- lögmál alls staðar. Sum samfélög eru gjarnari á að hugsa tímann í hringformi frekar en sem línu. Hugmyndir um stundvísi eru líka mjög ólíkar milli landa og jafnvel einstaklinga. Hver á ekki vin sem alltaf er seinn án þess að átta sig á því? Sól og himintungl ganga sinn vanagang en kerfið sem búið er til um tímann er smíð okkar mannanna. Þannig er 28. janúar næst- komandi nýársdagur í Kína og þá tekur ár hanans við af ári apans. Við notum hins vegar gregoríanskt tímatal sem á uppruna sinn á 16. öld og smíðum ofurnákvæmar atóm- klukkur til þess að fanga tímann með sem mestri nákvæmni. Framrás tímans er mælanleg eftir þess- um kerfum en samt er tíminn svo innilega persónulegur. Við erum líklega um fjögurra ára gömul þegar við byrjum fyrst að átta okkur á Harold Lloyd reynir að hanga í núinu í kvikmyndinni Safetey Last! frá árinu 1923. Hætta starfsemi eftir 446 ár Við notum hljóðmerki til að segja til um tímann. Við teljum niður sek- úndurnar fyrir áramót og hringjum klukkum. Sum fyrirtæki eru svo gömul að enginn veit nákvæmlega hve lengi þau hafa verið að störf- um. Það á við um Whitechapel Bell Foundry sem hætti störfum á árinu, nánar tiltekið 2. desember síðast- liðinn. Í Bretlandi hafa bjöllur fyrirtækisins hringt öldum saman, auk þess sem sigrum hefur verið fagnað með bjölluhljómi og þeirra látnu minnst með því að kirkjuklukkum er hringt. Whitechapel Bell Foundry hóf starfsemi 1570 og jafnvel enn fyrr eða um 1420 voru handverksmenn farnir að smíða klukkur í austurhluta London. Kynslóð fram af kynslóð smíðuðu starfsemenn fyrirtækisins bjöllur sem hljómuðu um allt England og víðar. Stærsta afrekið var Big Ben, klukkan í klukkuturni breska þinghússins, en bjalla fyrirtækisins boðaði einnig nýja tíma í Philadelphiu árið 1776 þegar borgarbúar þar komu saman við slátt Frelsisbjöllunnar þegar Bandaríkin urðu til. Egyptar til forna notuðu broddsúlur til að segja til um gang tímans. Þær voru höggnar úr einni granítblokk og reistar með ærnu erfiði og tilfæringum. Letur á hliðum þeirra sagði til um gang himintungla og tímans. Sumar voru á fjórða tug metra og fleiri hund- ruð tonn á þyngd. Frá árinu 1961 hafa atómklukkur verið notaðar til að ákvarða samræmdan heimstíma sem svo er kallaður. Sam- ræmdur heimstími er leiðréttur um eina sekúndu, venjulega í lok júní eða í lok desember á nokkurra ára fresti. Atómklukkur er allar heldur óvenju- legar en hér er fyrsta slíka klukkan sem gerð var árið 1955. H N O T S K Ó G U R g ra fí sk h ön nu n Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2017 Þróunarsjóður námsgagna Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna. Forgang hafa umsóknir sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: ● Námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu og tvítyngis ● Fjármálalæsi þvert á skólastig ● Námsgögn fyrir starfsnám Hlutverk Þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreyti- leika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla. Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á. Hægt er að skila umsóknum til 31. janúar 2017 kl. 17:00. Umsóknargögn er að finna á www.rannis.is og skal þeim skilað á rafrænu formi. frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.