Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Hellaristurnar snúa aftur Anna Gyða Sigurgísladóttir ritstjorn@frettatiminn.is Það mætti færa rök fyr-ir því að á lyklaborði snjallsímanna okkar sé nú að finna nútímalist. Í október á þessu ári bætti nútímalistasafnið MoMA í New York-borg nefnilega upp- runalegu safni emoji-tákna við sitt varanlega safn listmuna. Um er að ræða upprunalega samstæðu 176 emoji-tákna, hönnuð af Shigetaka Kurita fyrir japanska símafyrir- tækið NTT DoCoMo árið 1999. Mál er kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem notuð eru saman til þess að lýsa hugtökum, hugmyndum, merkingum og hugs- unum. Hellamálverkin Samskipti manna hafa átt sér stað í einhverri mynd frá því að mað- urinn, eða Homo Sapiens, varð til. Meðal elstu heimilda um sam- skipti manna eru hellamálverkin sem eru mörg hver talin vera frá forsögulegum tíma eða fyrir u.þ.b. 40.000 árum. Fræðimenn greinir á um til- gang málverkanna en sumir halda því fram að málverkin hafi verið leið til þess að hafa samskipti við aðra menn, enda hér um að ræða tímana fyrir ritað mál. Samskipti manna gætu því hafa byrjað á myndrænan hátt með ýmis konar táknum og teikningum. Genevieve von Petzinger, stein- gervinga-mannfræðingur, hefur rannsakað uppruna myndrænna samskipta með því að skoða hella- málverk víðs vegar um heim. Hún segir að „þökk sé samskipta- hæfileikum okkar, og þá sér í lagi myndrænum og rituðum sam- skiptaleiðum, sé heimur okkar í dag fær um að byggja á hnattrænu tengslaneti sem skiptist á upplýs- ingum. Tjákn eða lyndistákn, það sem á ensku kallast emoji, hafa orðið veigamikill hluti tjáningar okkar á undraskömmum tíma. Myndmál þeirra bætir tilfinningum við ritmálið í stutt- um textabrotum á samskiptamiðlum og smáskilaboðum. Anna Gyða Sigurgísla- dóttir rekur hér stutta en áhrifaríka sögu tjáknanna. Á vefnum frá upphafi Tjákn eða lyndistákn eru þau ís- lensku orð sem notuð eru yfir það sem kallast emoji á ensku. Tjákn er því bræðingur af orðunum tján- ing og tákn á meðan lyndistáknið blandar saman lund og tákni. Hellaristur voru myndmálstjákn fyrir tíma ritmálsins. Tjákn hafa tengst veraldarvefnum frá upphafi. Margir muna ef til vill eftir emoticon táknum MSN Messenger. Shigetaka Kurita, Emoji. Upprunalegt sett 176 tákna, 1999 Lyndistáknið gefur þannig til- kynna ákveðið skaplyndi eða geð. Tjákn hafa tengst veraldarvefn- um frá upphafi. Margir muna ef til vill eftir emoticon táknum MSN Messenger. Þegar Shigetaka Kurita hannaði tjákn sín árið 1999 voru þau 175 talsins. Í dag, sautján árum síðar, eru þau 1,851 talsins. Munurinn á Emoticon-táknum og emoji-tákn- um dagsins í dag er ekki aðeins fjöldi tákna heldur einnig sá að í dag notum við þau mun meira en við gerðum áður fyrr enda notum við samskiptamiðla og síma meira í dag en við gerðum áður fyrr. Ef ég skoða samfélagsmiðla samskipti mín núna, t.d., þá sé ég að ég not- aði síðast lyndistákn fyrir 2 mínút- um í Facebook-spjalli er ég svaraði skilaboðum um hitting einhvern veginn á þessa leið: Ég get varla hugsað mér rafræn samskipti án lyndistákna sem er einkennilegt þar sem almenn og víðfeðm notkun þeirra hófst að- eins fyrir fimm árum þegar Apple kynnti lyklaborð lyndistákna með símum sínum árið 2011. Á næstu árum fylgdu Android símar og á fáeinum árum hefur táknunum fjölgað úr 858 í 1.851. Þegar MoMA bætti tjáknum Kurita við í safnið lýsti safnsér- fræðingur listasafnsins, Paul Gall- oway, því yfir að „einföld snilldar- verk Kurita hafi lagt grunn að þróun nýs myndræns tungumáls.“ Hið nýja myndræna tungumál, sem Galloway vísar í, er jú hið rafræna myndræna mál sem á sér stað í lífi okkar flestra á hverjum degi með notkun lyndistákna snjallsímanna. Betri en orð Breski málvísindamaðurinn Vy- vyan Evans hefur rannsakað lyndistákn á síðustu árum. Hann segir lyndistáknin vera myndræna framsetningu á tilfinningu, hug- mynd, persónum, aðstæðum eða atburði. Samkvæmt rannsóknum hans nota 80% bresku þjóðarinnar lyndistákn í daglegum samskipt- um sínum. 72% af ungu fólki á aldrinum 18-25 ára telja auðveldara að tjá tilfinningar sínar með lyndistáknum en með skrifuðu máli. Nær helmingur þeirra, telja emjoi-táknin síðan geta tjáð inntak orðræðu þeirra betur en orð. „Ég komst að því að heilinn á okkur les emoji mjög svipað og þeir lesa alvöru andlit. Við skiljum emoji-tákn alveg eins og við skilj- um önnur svipbrigði,“ segir Rakel Tómasdóttir, grafískur hönnuður sem útskrifaðist úr Listaháskóla Ís- lands í vor. BA ritgerð hennar fjall- aði um emoji-tákn en þar kemur m.a. fram að sálfræðingar telji að aðeins 7% mannlegra samskipta séu fólgin í orðunum sjálfum, hin 93% séu svokölluð orðalaus samskipti. Orðalaus samskipti Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.