Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 tæki til að glíma við viðfangsefni sögunnar, eiginleika, kosti og bresti, og ef það er auðveldlega hægt að skipta um kyn á þessum karakter þá hefur manni tekist að búa til heil- steypta persónu. Við gerðum þetta í Föngum og það voru einhverjar smá fínstillingar sem þurfti að gera hér og þar, en þar fyrir utan bætti þetta einhverju óútskýranlegu við karakterinn. Maður getur allt í einu verið kominn með afar áhugaverðan kvenkarakter því maður datt ekki í gildrurnar að skrifa konuna eins og síðasta kvenkarakterinn sem mað- ur skrifaði eða sá einhvers staðar. Þetta er a.m.k. ein leið til að detta ekki í klisjurnar sem tengjast kyn- ferði. Það er nefnilega fullt af litlum kreddum sem eru bara föst í erfða- efninu á okkur og sem við þurfum öll að vara okkur á.“ Áhugi á íslensku sjónvarpsefni Margrét segir afar litla peninga vera til úthlutunar í íslenska kvikmynda- framleiðslu. Það sé gríðarleg eftir- spurn erlendis eftir íslensku sjón- varpsefni en árlega sé ekki hægt að standa undir nema um einni stórri sjónvarpsseríu á ári ásamt tveimur minni. Stjórnvöld virðist því miður ekki enn hafa skilið hvað það er góð og í raun gulltryggð fjárfesting að setja peninga í kvikmyndagerð. „Kvikmyndasjóður Íslands er örsjóður, hann er svo lítill. Kvik- myndagerð á Íslandi er eins og mentaskólaneminn sem er ennþá að mæta í partí í fermingarfötun- um sínum. Vöxturinn í greininni og áhuginn á íslenskri kvikmynda- gerð er í engu samræmi við það hvað sjóðurinn stendur í stað og allt stoðkerfið, eins og Kvikmynda- miðstöð, er fjársvelt. Og áhuginn á íslensku efni virðist bara ætla að halda áfram að vaxa. Ófærð var ákveðinn ísbrjótur. Með velgengni Ófærðar standa okkur allt í einu all- ar dyr opnar en við þyrftum miklu stærri sjóð til að geta framleitt það sem okkur langar til. Kvikmynda- sjóður er mjög mikilvægur því hann er undanfari þess að hægt sé að sækja í aðra sjóði eins og norræna og Evrópusjóðinn.“ Fjársvelt listgrein „Það hafa verið lögð fram endalaus rök um að kvikmyndaframleiðslan hér sé fjárfesting sem borgar sig. Hver einasta króna sem sett er í kvikmyndagerð á Íslandi skilar sér tvöfalt til baka og ef þú tekur inn í öll afleiddu hagrænu áhrifin líka þá er það miklu, miklu meira. Lands- lagið er að breytast svo mikið í sjón- varpsþáttagerð. Með þessum nýju tegundum af efnisveitum, Netflix og fleiru, breytist ekki bara dreifingin og hvernig fólk horfir á efni, held- ur einnig hvernig verkefni eru fjár- mögnuð og þróuð. Það er eins og öll jarðskorpan sé á hreyfingu og við að reyna að halda jafnvægi. Þannig er bransinn bæði spenntur og kvíð- inn en það er samt ljóst að tækifær- in fyrir íslenska kvikmyndagerð eru gríðarleg akkúrat núna. Það þyrfti í raun að tvöfalda sjóðinn ef vel ætti að vera, það væri svona hóf- legt. En þó öll þessi rök liggi fyrir og stjórnvöld þykist meðvituð um það þá fáum við bara klapp á bakið og aukasetningu í hátíðarræðum. Það er voða gott og gaman að láta hrósa sér en væri betra að fá bara pen- inginn í staðinn, takk. Maður verð- ur bara að vona að ný ríkisstjórn verði sett saman af brjáluðum bí- ónördum, þá fer kannski eitthvað gott að gerast.“ Íslenskt sjónvarp og Sykurmolarnir Þótt íslenskt sjónvarpsefni og kvik- myndir hafi vakið athygli erlend- is segir Margrét okkur enn vera að stíga fyrstu skrefin í greininni. Mið- að við hvað við höfum litla reynslu og úr litlu fjármagni að spila er í raun ótrúlegt hvað íslenskt sjónvarpsefni fær góðar viðtökur. En við erum að græða á sérstöðunni. Á meðan við séum bara að reyna að endurspegla íslenskan veruleika eru útlendingar að horfa á eitthvað rosalega exótískt. „Þetta er svipað og með íslenska tónlist. Við í Sykurmolunum vor- um til dæmis bara að reyna að gera venjuleg meðalstraums popplög sem fyrir umheiminum hljómaði eins og eitthvað svakalega framúrstefnu- legt. En það var allt í lagi, okkur sárnaði það ekkert, við vorum bara að skemmta okkur. Sykurmolarnir voru þannig í raun stofnaðir til að búa til peninga fyrir Smekkleysu svo hægt væri að fjármagna aðra út- gáfu. Og það tókst. Það er sérstaðan og þessi litlu skrýtnu hlutir sem við erum kannski sjálf ómeðvituð um sem umheimurinn kveikir á. Þess vegna veit maður aldrei hverju fólk í útlöndum mun hrífast af. Það eru kannski allt aðrir hlutir heldur en hjá okkur hér heima. Og þar liggur ákveðin spenna, í því að vita ekki í hverju ástarsambandið er fólgið. Um leið og við förum að reyna að matreiða það sem við erum að gera sérstaklega ofan í útlendinga þá held ég að það sé dæmt til að mistakast. Ég var að horfa á sænska sjónvarps- seríu þar sem búið er að tikka í öll túristaboxin og það verður mjög ut- análiggjandi og tekur frá dramatísku upplifuninni.“ Sjónvarpið skemmtilegast Þótt Margrét hafi skrifað handrit að bíómyndum finnst henni sjónvarps- formið skemmtilegast. Þar finnst henni hún virkilega vera orðin nógu heimavön og afslöppuð til að geta leyft sér ákveðið frelsi að prófa sig áfram með hlutina. Fyrir utan hvað sjónvarpið nær til miklu stærri áhorfendahóps en kvikmyndir al- mennt. „Þú getur bara setið í þínu skjóli, heima hjá þér, og sótt það sem þig lystir. Það er óendanlegt úrval af alls kyns efni. Auðvitað fullt af drasli en gríðarlega mikið af gæða- efni líka.“ „Að búa til leikna sjónvarps- þáttaröð er töluvert flóknara en bíómynd. Sömuleiðis eru handrits- skrifin meira krefjandi, umfangið margfalt meira og formið og upp- byggingin skiptir svo miklu máli. Sjónvarpsskrif eru þess vegna langoftast teymisskrif. Það þarf svo mikið efni til að halda uppi heilli seríu. Þetta þarf að vera svo þykkt, það eru svo margar sögur og allt þarf að ganga upp. Til þess að það hafist þarf hreinlega fleiri heila en bara einn. Vinnan er nánast eins og sam- talsmeðferð því stærstur hluti vinnunnar felst í því að skilja persónurnar – vita allt um þær og skapa forsendur fyrir gjörð- um þeirra. Þannig þarf að búa til ævisögu hvers einasta karakters, því jafnvel þótt „Gunnar ganga- vörður“ sé pínulítil persóna og lífs- hlaup hans komi aldrei til tals þá verðum við höfundarnir að vita allt um Gunnar gangavörð, jafnvel þótt hann sé bara að tína upp blautar úlpur á ganginum og krakkarnir stríði honum. Það fer mikil vinna í persónusköpun því hún er í raun grunnur alls. En framvindan skiptir ekki síður máli og við vinnum afar nákvæma lýsingu á öllu sem ger- ist, hvaða tilgang hver og ein sena hefur, allt er vegið og metið og öll- um óþarfa er hent. Kvikmyndagerð er svo dýrt sport að það verður að velja og hafna áður en farið er í tökur, það er ódýrara að gera það á handritsstiginu. Þannig að það er gríðarleg vinna að baki hverju verkefni, svo miklu meira en það sem sést á skjánum. Svo tekur það áhorfendur 50 mínútur að horfa á hvern þátt en það er kannski 2-4 ára vinna að baki. Það fallega við þetta er að áhorfandinn á einmitt ekki að vera meðvitaður um vinnsluferlið. Ef vel hefur tekist til er áhorfandinn hrifinn inn í heiminn sem við höf- um skapað og ekkert að pæla í því hvernig við fórum að því, þá er til- ganginum náð.“ Margrét telur að við ættum að leggja miklu meiri áherslu á fram- leiðslu leikins sjónvarpsefnis, þar séu sóknarfærin núna. „Markaðurinn okkar er svo lítill að það hefur verið erfitt að fram- leiða jafndýrt efni og sjónvarpsser- íur nema af og til. En nú allt í einu höfum við möguleika á því að selja þetta út um allan heim, sem breyt- ir öllu. Á meðan bíóaðsókn dregst saman ár frá ári er vaxandi mark- aður fyrir sjónvarp. Það hefur svo margt breyst í landslaginu sem kallar á nýja hugsun. Ég er, eins og komið hefur fram, mjög spennt fyrir þessu formi kvikmyndagerð- ar og veit að það er mjög margt spennandi í þróun út um allan bæ sem ég vona bara að komist alla leið og við fáum að njóta þess. Þess vegna þarf að setja meiri peninga í kassann, stjórnvöld! Ég lofa því að það skilar sér margfalt til baka.“ Fangar persónulegt verkefni Sjónvarpsþáttaröðin Fangar fer fljótlega í sýningu en Margrét er aðalhandritshöfundur verksins. Þegar hún fékk símtal frá Unni Ösp Uppáhaldssjónvarpsþættir Margrétar: Ég er forfallinn sjónvarpssjúklingur frá blautu barnsbeini. Heppilegt að það skuli ekki lengur þykja ómenningarlegt að glápa á sjónvarp! Mér finnst Am- eríkanar enn gera besta sjónvarpsdramað, þeir kunna þetta svo vel og eru bestir í að skapa skýr konsept. Eins og t.d. Sopranos og Mad Men. Ég sá ný- lega The Night Of, sem er frábær sería. Bloodline, The Americans og The Af- fair eru líka í uppáhaldi hjá mér. En uppáhalds sjónvarpsserían mín frá upp- hafi er The Singing Detective og reyndar fleira sem Dennis Potter hefur gert. „Vinnan er nánast eins og samtalsmeð- ferð því stærstur hluti vinnunnar felst í því að skilja persónurnar – vita allt um þær og skapa forsendur fyrir gjörðum þeirra,“ segir Magrét Örnólfs- dóttir Stefánsdóttur um verkefnið fyrir 4 árum sló hún strax til en þáttaröð- in gerist að stórum hluta í í kvenna- fangelsinu í Kópavogi – í íbúðahverf- inu þar sem Margrét býr ásamt fjölskyldu sinni. „Fangelsið er við hliðina á leik- skóla barnanna minna og ég hafði því gengið þarna fram hjá tvisvar á dag árum saman og vissi af tilvist þess. Fyrir mig var þetta því svolítið persónulegt. Ég hafði séð fangana úti í garði og eins og allir aðrir bara látið sem þetta kæmi mér ekki við og kurteislega leitt þetta hjá mér. Ég sagði því strax já, ég væri til í tusk- ið, enda frábær hópur að baki ver- kefninu, Unnur Ösp og Nína Dögg Filippusdóttir og Ragnar Bragason leikstjóri, auk framleiðendanna í Mystery.“ Unnur og Nína höfðu unnið mikla rannsóknarvinnu, safnað sögum og heimsótt fang- elsið en ætluðu sér ekki að skrifa handritið sjálfar. Handritsvinnan hefur samt verið unnin í mjög ná- inni samvinnu við þau en lokagerð handritsins er svo í höndum Mar- grétar og Ragnars. „Það er frábært, þá eru leikstjór- inn og höfundurinn á sömu blað- síðunni með allt. Þá veit maður að það er fullur skilningur á öllu okkar á milli.“ Margrét fór sjálf í heimsóknir í kvennafangelsið til að fá innblástur og upplifa það frá fyrstu hendi. Aðstæður voru hræðilegar enda var þetta síðar dæmt sem óhæfur mannabústaður, mikil þrengsli og allt í niðurníðslu. „Það er furðulegt upplifun að stíga inn í fangelsi í eigin hverfi. Maður er vanur að vappa frjáls fyr- ir utan en þarna blasti þessi hug- mynd við mér að samfélagið ákveð- ur að taka fólk úr umferð og loka það inni. Ég gat síðan bara gengið út þegar ég var búin að ljúka erindi mínu. þetta hafði mikil áhrif á mig. Ég vona að Fangar komi þessu að einhverju leyti til skila, hvernig við manneskjurnar vandræðumst við það að eiga hver við aðra og erum líklega öll einhvers konar fangar í einni eða annarri mynd.“ Titill í símaskrá? Margrét Örnólfsdóttir, flottræfill Uppáhaldsbíómynd? Hrafninn eftir Carlos Saura. Bara til að segja eitthvað, gæti nefnt svona 100 myndir. Bækurnar á náttborðinu? Ég er að lesa Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur, bæði mér til ynd- is og líka af því ég ætla að skrifa kvikmyndahandrit upp úr henni. Kvöldsaga 6 ára sonar míns er líka á náttborðinu. Það er minn helsti yndislestur. Elsku Míó minn er næst, ég hlakka til. Besti kokteillinn? Ég kveið alltaf fyrir kok- teilapöntunum þegar ég vann á bar. Minnir að besti kokteillinn minn hafi samt verið Svartur Rússi sem ég afgreiddi á Sirkus árið 1993, viðskiptavinurinn var alla- vega hæstánægður. Kvenfyrirmynd? Nei, en ég dáist að fjölmörgu fólki af ólíkum ástæðum. Við erum öll gallagripir og þar liggur fegurðin og samkenndin. Íslendingar eru ... nú meiri rúsínurnar! Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.