Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 Mr Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?“ Líklega er þetta setning ársins 2016 á Íslandi. Spurningin gerði Sigmund Davíð Gunnlaugsson klumsa og velti honum af stóli forsætisráðherra, hrakti hann út í langdregið pólit­ ískt dauðastríð sem enn stendur. Fyrir okkur hin merkti hún upphaf mótmælaöldu sem hröktu Sigmund úr embætti. Íslendingar staðfestu með því að hér hefur orðið valdatilfærsla. Almenningur hefur tekið sér vald sem hann lét áður liggja óhreyft. Frá kosning­ um 2003 hafa Íslendingar ýmist gert allar ríkisstjórnir valdalaus­ ar vegna dræms stuðnings úti í samfélaginu eða hrakið þær frá völdum. Það má sjá merki þessara breytinga í kosningaúrslitum á árinu. Guðni Th. Jóhannesson, Halla Tómasdóttir og Andri Snær Magnason voru frambjóðendur breyttra tíma í forsætiskosningum en Davíð Oddsson fulltrúi gamalla. Nýi tíminn fékk sex atkvæði fyrir hvert eitt sem sá gamli fékk. Áhrifin voru minni í þingkosn­ ingunum í haust. Þar fengu gömlu kerfisflokkarnir, Sjálfstæðis­ og Framsóknarflokkur, 40 prósent atkvæða, arftakar sósíalísku flokk­ anna 22 prósent en nýir flokk­ ar, sem ekki voru til fyrir fjórum árum, 38 prósent atkvæða. Þetta eru miklar hamfarir þótt þær hafi ekki náð að hrista upp í þinginu. Það er eins og nýju flokkarnir nái ekki að fanga breyttra tíma. Afgreiðsla Alþingis á stórum málum eftir kosningar var sorglega lík því sem var fyrir kosningar. Sáralítið hafði breyst. Það er eins og nýir þingmenn telji sig þurfa að sækja um starf hjá valdinu fremur en að bylta því. Sem var þó ástæðan fyrir því að kjósendur völdu þá. Niðurstöður forsetakosninganna gefa vísbendingu um að leiðin til sátta og aukins trausts liggi í gegn­ um breytingar og von um nýtt Ísland. Guðni Th. fékk minna en 40 prósent atkvæða en mælist nú með 97 prósent fylgi. Fólk getur rétt ímyndað sér hvort fulltrúa gamla Íslands hefði tekist að sam­ eina þjóðina jafn vel eða skapa jafn víðtækt traust á forsætisemb­ ættinu. Víða í nágrannalöndum okkar sigr­ aði gamli tíminn í kosningum á ár­ inu. Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu með atkvæð­ um eldra fólks og landsbyggðar gegn atkvæðum yngri borgarbúa. Sama gerðist í Bandaríkjunum þar sem eldra fólk í dreifðari byggðum kom Donald Trump á forsetastól gegn atkvæðum yngra fólks í vax­ andi borgum. Og að sjálfsögðu með atkvæðum þeirra sem sátu heima. Þessi kosningaúrslit munu ekki sameina þessar þjóðir. Það sést vel á ríkisstjórn Donalds Trump. Hún er samansett úr körlum eins og honum; gömlum, ríkum, hvítum. Ríkisstjórn Trump er áminning um hvað getur gerst ef andófsfólk gegn hinu gamla feyskna kerfi stendur ekki saman og finnur sér ekki samhljóm um hvers konar samfélag það vill byggja upp. Mannúðarbaráttan var sam­ einuð þegar stærstu sigrarnir voru unnir á árunum eftir stríð og fram eftir áttunda áratugnum. Þá hélst í hendur barátta fyrir persón­ ufrelsi, mannréttindum og bætt­ um lífskjörum hinna valdalausu, fátæku og veiku. Mannúðarbarátt­ an var tvístraðri á tímabilinu sem tók við, tíma sem kenna má við nýfrjálshyggju. Í anda hennar var því trúað að betur færi á að hver berðist aðeins fyrir sínum réttindum. Nýfrjáls­ hyggjutíminn var tími mín en ekki okkar. Þetta leiddi til mikilla sigra ýmissa minnihlutahópa og jaðarsettra hópa sem náðu inn í millistéttina en hrörnunar mann­ réttindabaráttu fátækra og varnar­ lausustu hópanna. Í stað þess að berjast allir fyrir einn, börðust þessir hópar hver fyrir sig. Og niðurstaðan er ríkis­ stjórn Donalds Trump; alslemma hins hvíta, ríka, freka, gamla karls. Það eru mörg merki þess að við á Vesturlöndum séum nú á líkum tímamótum og eftir kreppuna miklu sem hófst 1929. Við eigum Hrunið 2008 og í kjölfar þess hef­ ur ýmiss útgáfa andmannúðar­ stefnu fengið byr, ekkert síður en á þriðja áratug síðustu aldar. Fasism­ inn á síðustu öld kallaði yfir okkur heimsstyrjöld. Niðurstaða þess stríðs varð hins vegar öflug mannúðarbylgja sem gekk yfir Vesturlönd. Vonandi þurfum við ekki að fara í gegnum mikinn sársauka til að komast að næstu slíkri bylgju. Gunnar Smári MÁ BJÓÐA ÞÉR MANNÚÐ EÐA FASISMA? lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Fagnaðu fyrsta kvöldi ársins með okkur! Ekki missa af Nýársfögnuði Bryggjunnar Brugghús 1. janúar 2017 Fordrykkur, 5 rétta hátíðarseðill, skemmtiatriði og miði á Nýársdansleik með Hjálmum: 15.900 kr Nýársdansleikur með Hjálmum: 6.900 kr. Um skemmtidagskrá yfir borðhaldi sjá: Hugleikur Dagsson Saga Garðarsdóttir Snorri Helgason Ylja Leynigestur Borðhald hefst klukkan 18.00 Húsið opnar fyrir dansleik klukkan 23.00 Fyrir nánari upplýsingar og borðapantanir: booking@bryggjanbrugghus.is /456-4040

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.