Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 30.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 30. desember 2016 ólasýning Þjóðleikhússins, sem er auglýst sem sýning á Óþelló Shakespeares, hefst á því að Ingvar E. Sigurðs- son birtist á sviðinu á nær- brókinni einni saman með exi í hendi og heggur niður stórt grenitré, jólatré. Það hefur stað- ið góða stund eitt á miðju sviði, baðað ljósum og ómum, áður en atgangurinn byrjar. Ingvar er til- tölulega snöggur að þessu, stofn- inn er ekki sver þótt tréð sé meira en tveggja mannhæða hátt. Sem betur fer fellur það inn á sviðið, en ekki út í salinn. Ekkert Sjeikspír-drasl Nú veit ég svo sem ekki hvað þetta á að fyrirstilla frekar en margt annað í þessari furðulegu uppsetningu. Svona tré getur táknað margt. Það getur verið lífstréð og sem jólatré (að vísu án skrauts) gæti það staðið fyrir allt sem við höldum með einhverjum hætti heilagt. Mér dettur helst í hug að Gísli Örn Garðarsson, eini höfundur þess sem hér fer fram (Shakespeare er alsaklaus af því) sé að reyna að segja eitthvað í þessa veru: Það sem þið, hæstvirt- ir áhorfendur, eigið í vændum og hafið keypt ykkur inn á er ekki neitt gamaldags Sjeikspír-drasl. Því ég er framúrstefnuleikstjóri og nú ætla ég að höggva leikrit Shakespeares í spón eins og allir sannir framúrstefnuleikstjórar – og mér er skítsama þótt ég eyði- leggi jólin fyrir ykkur sem eruð svo vitlaus að halda að ég geri ekki nákvæmlega það sem mér sýnist. Í drullu og skít Og Gísli Örn gæti haldið áfram eitthvað á þessa leið: Já, nú er ÉG sloppinn inn í helgustu vé íslenskrar leiklistar, af því ég er orðinn svo frægur í útlöndum að ég get fengið að gera hvað sem Jón Viðar Jónsson skrifar leikdóm um jólasýningu Þjóðleikhússins og Vesturports á Óþelló Shakespeares. Úrkynjað pakk í plasti „ Já, nú er ÉG sloppinn inn í helgustu vé íslenskrar leiklistar, af því ég er orðinn svo frægur í útlöndum að ég get fengið að gera hvað sem ég vil, Ari segir ekki neitt, hann myndi aldrei þora að banna MÉR neitt.“ ég vil, Ari segir ekki neitt, hann myndi aldrei þora að banna MÉR neitt. Ég get látið leikarana veltast um í drullu og skít í þrjá klukku- tíma, háttað þá og látið þá arga og garga, gera stykkin sín, ég get fært kalla í kvenföt, látið kon- ur leika kalla; já, ég kem með ný og ný trix í allt kvöld: stropljós þarna, slómó hér, diskó á einum stað, myndastyttuleik annars staðar; svo hef ég með svona „meta-teater“, því það gera allir avanseraðir leikstjórar sem ég hef séð í útlöndum þar sem heims- frægðin bíður mín. En ég er líka mjög prógressífur og félagslega meðvitaður, þess vegna smelli ég á einum stað inn frumsaminni predikun á móti rasisma, auðvit- að er ég líka á móti kvennakúg- un, ekki það ég haldi að þetta hafi neitt að segja eins og 6́8-kyn- slóðin hélt, nei nei, leikhúsið breytir engu, ekki nokkrum sköp- uðum hlut, þið getið bara tekið þetta, ef ykkur sýnist, sem kveðju til 6́8-liðsins sem er nú sem betur fer búið að moka út úr leikhúsinu (eins og það henti út kynslóðinni á undan því) og á leið á elliheim- ilin (sem ég gerði einu sinni lítinn sætan söngleik um, þið hljótið að muna eftir honum, hann var jafn frábær og allt sem ég geri). Því nú höfum VIÐ tekið völdin, við sem erum ung og fersk, en umfram allt hip og kúl, já ef ég er eitthvað – sem ég er svosem ekkert viss um að ég sé – þá er ég hip og kúl. Oní útikamarinn Og hinn ungi (reyndar bráðum hálffimmtugi) og ferski meistari leikhústöfranna lætur dæluna ganga: Já, og svo passa ég upp á að sjokkera smáborgarana, því ég gef öllum smekklegheitum langt nef, ég geri til dæmis grín að alkó- hólistum og AA eins og ekkert sé, og svo – já svo geri ég dáldið sem enginn hefur áður gert í Þjóðleik- húsinu, ég dýfi Ingvari á kaf oní útikamar og læt hann vafra um ataðan brúnni sósu, svo ykkur langar mest að gubba, pempíurn- ar ykkar, en mér er sama, við í Vesturporti höfum nóg klapplið sem æpir og stappar svo hátt í salnum að þið munuð ekki þora annað en standa upp og hrópa húrra, forsetinn líka. Og svo pakka ég öllu heila klabbinu inn í risa-plastumbúðir, sal og sviði (af því við lifum í svo plöstuðum heimi, ég hef skrifað um það í leikskrána, ég er svo mikill um- hverfissinni) og það hefur heldur enginn gert áður í Þjóðleikhús- inu og ég fæ að gera allt sem ég vil í Þjóðleikhúsinu, sama hvað það kostar, Ari segir ekki múkk, ekki við mig sem er rétt að verða heimsfrægur í Stóra-Bretlandi, hann opnar bara veskið, ég læt Börk sjá um plastið (það er bara besta fólkið sem fær að vinna fyr- ir mig), og þetta verður upplýst mjög estetískt og svo massa ég þetta með flottri músík úr græjun- um (ég get vel verið svít og melló ef mér sýnist) – já það er sko eins gott fyrir ykkur að standa upp í leikslok, hrópa húrra og klappa fyrir mér. Fyrir MÉR. Vörusvik í Þjóðleikhúsinu Einhvern veginn svona gæti hún hafa hljómað, greinargerðin fyrir sýningunni sem Vesturportarinn hefði átt að skrifa í leikskrána. Því miður hefur hann sleppt því sem er svo sem skiljanlegt; þetta er einungis enn eitt flippið, enn ein skrumskælingin á verki eftir Shakespeare sem tvö aðalleikhús þjóðarinnar hafa trakterað okk- ur nokkuð reglubundið á síðustu tuttugu árin eða svo. Og ekkert nýtt í því, nema helst óvenju stór skammtur af sora sem leikstjór- inn leggur til frá eigin brjósti. Leikrit Shakespeares er að vanda skorið niður, tætt í sundur svo ekkert er orðið eftir af dramat- ísku samhengi eða mótsetningum (sem skáldið notar alltaf á afar markvissan hátt), persónum er hent út eftir geðþótta, persónum „Engin persóna vekur hér áhuga eða samúð. Þetta er allt saman úrkynjað pakk í plasti. Desdemóna er súludansmær og Kassíó klæðskiptingur. Óþelló búralegur öskurapi og Jagó leikinn af eiginkonu leikstjórans.“ J Ibuprofen Bril 400 mg töflur – 30 stk. og 50 stk. Brilliant lausn á höfuðverk, tíðaverk, hita, tannverk og verk vegna kvefs. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Áreiðanleiki, sveigjanleiki & hagstæ verð Íslenska lyfjafyrirtækið með erlenda nafnið wh.is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.