Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 4
Hjörtur Hjartar- son sleit sviplega sambandi sínu við Íbúðalánasjóð. 4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 Leigumarkaður Fyrirtækið Leiguskjól býðst til þess að lána leigutökum sjálfsskuldarábyrgð á tryggingu vegna húsaleigu- samninga. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Vignir Már Lýðsson, segir mikið hafa verið að gera á þessu eina ári sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. En hugmyndin sé tilkomin vegna óeðlilegs ástands á leigumarkaði. „Það sem við sáum þegar við fórum af stað með Leiguskjól fyrir tæpu ári var að fólk hafði oft ekki efni á tryggingunni sem margir leigusal- ar fara fram á. Þetta geta verið háar upphæðir, en fólk er engu að síður vel gjaldfært, þó það eigi ekki 400 til 600 þúsund krónur í reiðufé,“ út- skýrir Vignir Már. Fyrirtækið er nokkuð líkt vá- tryggingafélögum, þó það sé ekki skráð sem slíkt, en það semur fyrir hönd leigusalans við leigutakann og reiðir fram ábyrgðina. Leigutakinn greiðir svo mánaðarlegar afborganir fyrir þjónustuna, sem eru nokkurs- konar iðgjöld. „Segjum sem svo að ábyrgðin sé um 300 þúsund krónur, þá greið- ir leigutakinn um 5500 krónur á mánuði,“ segir Vignir. Ef tjón verð- ur á íbúðinni og reiða þarf fram trygginguna, greiðir Leiguskjól skað- ann og gefur leigutakanum kost á að dreifa skuldinni yfir ákveðið tímabil. Hann segir fyrirtækið einnig hafa lögmann sem fari yfir allar kröfur ef leigutakinn heldur því fram að skaði hafi orðið á eigninni sem viðkomandi leigir auk þess sem íbúðir eru teknar út áður en skrifað er undir leigusamning. Spurður hvort leigutaki greiði ið- g jö ld u m f r a m ábyrgðina, svo sem ef hann leigir það lengi íbúð, svarar Vignir því til að það hafi ekki enn reynt á það. En það sé ljóst að skil- vísir geti fengið iðgjöldin lækkuð í fyllingu tímans. Spurður hvernig mark- aðurinn komi þeim fyrir sjónir svarar Vignir: „Við finnum að það er rosa- lega mikill hraði á leigu- markaðnum. Margir eru að flýta sér og gera kannski mistök í leiðinni og tapa á því. Á margan hátt er markaðurinn kom- inn í óefni,“ segir Vignir. | vg Sérhæfa sig í að lána leigjendum fyrir sjálfsskuldarábyrgð Vignir Már Lýðsson er framkvæmdastjóri Leiguskjóls. Hvalveiðar Hvalur hf. veiddi ekki hval í fyrra og hefur ekki tekið ákvörðun fyrir árið 2017. Fyrirtækið hefur leyfi til veiða til næsta árs. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Veistu það, þetta kemur allt í ljós. Það er hreinlega ekki ákveðið ennþá,“ segir Kristján Loftsson, forstjóri og hluthafi Hvals hf., aðspurður um hvort fyrirtækið muni veiða langreyðar við Íslands- strendur á vertíð í sumar. Veiðarn- ar á langreyðunum hafa verið mjög umdeildar í alþjóðasamfé- laginu og meðal annars verið eitt helsta vandamálið í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna gegnum árin. Hvalur hf. hefur leyfi til ársins 2018 að veiða langreyðar en í fyrra ákvað Kristján að veiða ekki hval um sumarið 2016. Í viðtöl- um í fjölmiðlum í fyrra sagði Kristján að vegna markaðsástæðna í Japan ætlaði fyrirtækið ekki að veiða hval: Erfiðlega hefur gengið að koma kjötinu af langreyðunum í verð í Japan og á Hvalur hf. mikið magn frosinna hvalaafurða. Kristján hef- ur áður sagt í viðtölum að hvalveiðarnar séu stundaðar á viðskiptalegum forsendum og að ef þær gangi ekki upp peningalega þá muni hann hætta þeim. „Nei, það hefur enginn verið ráðinn á hvalbát í sumar. Þetta er bara ekkert ákveðið,“ seg- ir Kristján en einn, ónefndur maður, birti fyrir nokkrum dögum mynd af sér á Facebook með Krist- jáni þar sem hann sagðist hafa ráðið sig á hvalbát hjá Kristjáni. 170 krónur á 38 mánuðum Hjörtur Hjartarson segist hafa fengið samviskubit eftir símtal við Íbúðalánasjóð. Hann hafi eyði- lagt fyrir þeim hugvitssamlegt viðskiptamódel. „Eftirstöðvar láns voru 170 kr. Þeim skipti sjóðurinn niður á 38 mánuði,“ segir Hjörtur. „Afborgunin var um 2 kr. í hvert sinn og svo var ég rukkaður um 75 kr. tilkynningargjald.“ Hann ákvað að snara út 170 krónum og slíta þar með viðskipt- um við sjóðinn sem verður því af tilkynningargjöldum í 40 mánuði. Óvíst með hvalveiðar í ár Kristján Loftsson segir að Hvalur hf. hafi ekki tekið ákvörðun um veiðar á langreyðum í ár. Skuldir Fararstjóri: Steingrímur Gunnarsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Brasilía & Argentína Þessi ævintýraferð er blanda af stórfenglegri náttúru og tveimur af fallegustu borgum veraldar, Buenos Aires og Rio de Janeiro. Við kynnumst Iguazú þjóðgarðinum, Casa Rosada og sjáum eitt af sjö undrum veraldar. Ferð sem skilur eftir sig ljúfar og litskrúðugar minningar. Allir velkomnir á kynningarfund 23. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör e hf . 8. - 21. október Dómsmál Björn Guðmundsson fær erfðarannsókn á því hvort Sigurður Nordal sé faðir hans. Móðir Björns var vinnukona á heimili Sigurðar og konu hans árið 1925. Hæstiréttur snéri niður- stöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Þótti líkur sonum Sigurðar og var oft tekinn feill á honum og þeim. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Björn Guðmundsson, sem fædd- ur er árið 1926, fær loksins úr því skorið með mannerfðafræðilegri rannsókn hvort fræðimaðurinn landsþekkti Sigurður Nordal sé fað- ir hans. Þetta er niðurstaðan í dómi Hæstaréttar Íslands sem féll á mið- vikudaginn. Málið var höfðað gegn sonum Sigurðar, Jóhannesi Nordal og Jóni Nordal, og snéri Hæstiréttur við dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í málinu. Til er lífsýni úr Sigurði Nordal sem hægt er að notast við til að skera úr um faðerni Björns. Sambærileg mál hafa áður kom- ið til kasta íslenskra dómstóla. Þeirra þekktast er líklega mál Lúðvíks Gizurarsonar sem fékk úr því skorið með dómi að það væru 99,9 prósent líkur á því að Her- mann Jónasson, sem var formaður Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra frá 1934 til 1942, væri faðir hans. Móðir Björns starfaði sem vinnu- kona á heimili Sigurðar Nordals og eiginkonu hans, Ólafar Nor- dal, um nokkurra mánaða skeið síðla árs árið 1925. Hún hætti hins vegar að starfa fyrir þau um ára- mótin 1925/1926, eins og segir í dómi Hæstaréttar: „Þegar móðir sóknaraðila hafi horfið úr vistinni um áramótin 1925 til 1926 hafi hún verið barnshafandi og það markað endi á vist hennar hjá þeim hjón- um.“ Skömmu eftir þetta kynnt- ist móðir Björns öðrum manni og giftist honum um vorið 1926 og var Björn, sem fæddist í ágúst sama ár, skráður sem sonur þessa manns en ekki Sigurðar. Í dómi Hæstaréttar kemur hins vegar að Björn heyrði af því frá móður sinni þegar hann var enn á barnsaldri að hann væri ekki rétt feðraður. „Allt frá átta ára aldri kveðst sóknaraðili hafa heyrt ávæn- ing af því að F væri ekki faðir sinn, en hann hafi kynnst móður sóknar- aðila eftir að hún var orðin barns- hafandi. Kveðst sóknaraðili hafa rætt þetta við móður sína og fengið staðfestingu á að þetta væri sann- leikanum samkvæmt. Hafi sóknar- aðili ávallt talið B föður sinn.“ Í dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur í málinu kemur fram að Björn hafi heyrt það sem ungur maður að hann væri nauðalíkur sonum Sigurðar Nordals enda voru þeir nánast jafnaldrar, Jóhannes er fæddur árið 1924 og Jón í mars árið 1926. „Aðspurður um það hvenær sá grunur hafi vaknað hjá honum, að B gæti verið faðir hans, kvaðst stefnandi hafa hugsað fyrst út í það þegar hann var orðinn nokkuð fullorðinn maður. Ástæðan var sú að þá hafi ítrekað verið tekinn feill á honum og stefndu, og hann oft spurður á seinni árum hvort hann væri skyldur stefndu.“ Þá segir í dómi Hæstaréttar Íslands að það liggi fyrir ljósmyndir sem sýni hversu líkur Björn sé þeim Jóhann- esi og Jóni og þar af leiðandi verði skorið úr um málið með erfðarann- sókn. Lögmenn þeirra Björns annars vegar og Jóhannesar og Jóns hins vegar vildu ekki ræða um málaferl- in þegar Fréttatíminn leitaði eftir því. Níræður maður fær að vita hvort Sigurður Nordal sé pabbi hans Sigurður Nordal (f. 1886 - d. 1974) var einn þekktasti og dáðasti fræðimaður Íslands á 20. öld. Hann skrifaði mikið um Íslendingasögurnar, þýddi verk Platóns og skrifaði yfir- litsrit um íslenska menningu. Lífsýni úr honum verður nú kannað í barnsfaðernismáli níræðs manns gegn sonum hans tveimur en annar þeirra er Jóhannes Nordal. Bæjarfulltrúar meirihluta Sjálfstæð- isflokksins og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði ákváðu á fimmtudag að þiggja 45 prósenta launahækk- un, en henni hafði verið frestað tímabundið meðan starfshópur um starfsumhverfi og kjör bæjar- fulltrúa væri að störfum. Hann var skipaður í kjölfar úrskurðar kjara- ráðs um að hækka laun þingmanna en laun sveitarstjórnarmanna taka hlutfallslega mið af þeim. Full laun fyrir störf í bæjarstjórn eru núna 199 þúsund krónur á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða þau um 286.000 krónur. Full laun fyrir störf í almennu ráði hjá bæjarfélaginu eru 90 þúsund krónur á mánuði. Með ákvörðun kjararáðs verða laun fyrir setu þar nú um 129.600 krónur á mánuði. Fulltrúar Vinstri grænna og Sam- fylkingarinnar lögðu fram bókun þar sem lýst er furðu á því að ekki sé hægt að bíða niðurstöðu starfs- hópsins en 2 vikur eru þar til hann á að ljúka störfum. Borgarstjóri og fulltrúar meirihlutans hafa ítrekað sagt að ekki eigi að hækka launin hjá Reykjavíkurborg en ekki iggur fyrir formleg ákvörðun. | þká Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill launahækkun Rósa Guðbjartsdóttir er formaður bæj- arráðs í Hafnarfirði. Sveitarstjórnarmál

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.