Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 „Gera vel við sig“ hótelin Ef maður skyldi vinna í lottóinu eru þetta einhver heitustu hótelanna á nýju ári. Það má alltaf láta sig dreyma. Soneva Jani, Maldíveyjar. Húsin hlykkjast í keðju um ljósblátt lónið. Eden, Róm. Hver vill ekki gista á Hótel Eden? Nýuppgerðu hóteli í hinni eilífu Róm. Four Seasons Resort í Hoi An í Víetnam. Strandhótel sem setur nýtt viðmið. heim Leiðir út í Nú þegar jólaljósin hafa verið tínd niður hvert af öðru og myrkrið hefur áfram yfirhöndina í sólarhringnum hér norður frá, er ekki laust við að hugurinn leiti eitthvert út í heim. En heimurinn er stór og fullur af möguleikum. Fréttatíminn skoðar nokkrar hliðar ferðaársins 2017. Lönd: Kanada Kólumbía Finnland Borgir: Bordeaux, Frakkland Höfðaborg, S-Afríku Los Angeles, Bandaríkin. Svæði: Choquequirao, svæði Inkanna fornu í Perú. Taranaki, á norðureyju Nýja-Sjálands Asóreyjar í N-Atlantshafi. Bestu kaupin: Nepal Namibía Portó í Portúgal. Ferðavefurinn Lonely Planet mælir með þessum áfangastöðum — Hér eru efstu sætin í hverjum flokki: 5 LEIÐIR til að nýta aurana í ferðalögin: 1. Bókaðu á réttum tíma. Langur fyrirvari er ekki alltaf málið. Þetta er snúið en til dæmis hefur sýnt sig í Bretlandi að flug til Evrópu er best að bóka með viku fyrirvara. 2. Slepptu hótelum. Ef upplifunin af ferðalaginu er það sem þú ert að eltast við, þá finnur þú hana ekki á hótelherbergi. 3. Keyptu ferðatryggingu. Og þekktu rétt þinn ef eitthvað gerist. 4. Keyptu ferðabækur. Þær eru líklegar til að beina þér inn á hliðargötur og hjálpa þér að sniðganga peningaplokk. 5. Ferðist helst tvö saman. Þannig deilist ýmis kostnaður á þig og ferðafélag- ann. Veldu einhvern sem þér líkar við og getur þolað þig. Öflugu vegabréfin Vegabréf ólíkra landa eru mis hátt metin. Það fer eftir því hve borgarar frá ákveðnum löndum eiga auðvelt með að ferðast milli landa, án vegabréfsáritun- ar. Auðveldast með ferðalög, í þessu tilliti eiga: 1. flokkur: Þjóðverjar. 2. flokkur: Íbúar Singapúr og Svíþjóðar. 3. flokkur: Danir, Finnar, Norðmenn, Frakkar, Bretar, Bandaríkjamenn o.fl. Íslendingar eru í 7. flokki ásamt Tékkum. Spennandi kostir Viðskiptatímaritið Forbes tekur saman lista yfir ríkasta fólk heims en hugsar líka stundum um okkur smáfuglanna. Þar á bæ var tekinn saman listi yfir ódýra áfanga- staði sem ferðalangar ættu að huga að á árinu: Norðurhluti Víetnam. Fallegasta landslagið er að finna í þessum hluta lands- ins. Hrísgrjónastallar, fjallstindar og hlykkjóttir vegir. Bishkek, höfuðborg Kirgisistan. Gömul miðstöð silkileiðarinnar fornu og spennandi gönguleiðir í fjöllunum í kring. Lissabon í Portúgal. Evrópsk menningarborg á sögulegum grunni. Ódýrari en flestar aðrar í álfunni. Leitarvélar fyrir flugmiða eru fjölmargar á netinu. Hér eru nokkrar nýlegar og góðar: orbitz.com CheapOair.com airgorilla.com skyscanner.net kayak.com Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is BELGRAD Beint flugt i fyrsta skiptið frá Keflavík til Belgrad höfuðborgar Serbíu 29. SEPTEMBER - 12. OKTÓBER Belgrad er ein af elstu borgum Evrópu, hefur orðið fyrir áhrifum frá fjölmörgum þjóðum, það gerir borgina gríðarlega spennandi fyrir ferðmamenn. Sjá þennan suðupott mismunandi menningar koma saman á einum stað. Glæsilegur arkitektur er þar því víða að finna frá mismunandi tímum.Verðlag á mat, drykk og í verslunum er mjög gott. Þá er hægt að gera góð kaup á einhverjum á hinum mörgu mörkuðum sem eru í borginni. VERÐ 99.800.- per mann i 2ja manna herbergi, innifalið er flug, hótel með morgunamat, isl. fararstjóri rúta til og frá flugvelli. Í BEINU FLUGI FRÁ KEFLAVÍK BÚDAPEST WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá UNESCO, forna menningu og Spa/heilsulindir. Við bjóðum einnig uppá mjög góð heilsu/Spa hótel í Ungverjalandi allt árið, en flogið er tvisvar í viku. Ungverjar eru heimsþekktir fyrir sína heilsumenningu en upphaf hennar má rekja hundruð ár til forna. VERÐ 149.900.- per mann í 2ja manna herbergi. Innifalið: Flug, hótel með morgunmat, islenskur fararstjóri og rúta til og frá hóteli. 12. – 19. JÚNÍ ÖRFÁ SÆTI LAUS!

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.