Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 16
Marta Sigríður Pétursdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Ada Grilli Bonini er ítölsk fræða- kona, blaðamaður, rithöfundur og ljósmyndari sem hefur sérhæft sig í þekkingu á Norðurheimskautinu. Hún hefur skrifað fjölda ferða- handbóka um svæðið auk þess sem hún er með doktorsgráðu frá háskólanum í Siena í norðurheim- skautsvísindum. Ada er um þessar mundir stödd í Nuuk á Grænlandi þar sem hún er að vinna heimilda- vinnu fyrir lokaverkefni sitt í MA námi sem hún stundar við Háskól- ann á Akureyri í heimskautarétti. Lokaverkefni hennar fjallar um þátttöku kvenna í stjórnmálum og stefnumótun á Norðurheimskauts- svæðunum. Doktor í norðurljósunum „Ég heimsótti norðurslóðir fyrst fyrir meira en tuttugu árum þegar mér var boðið til Lapplands sem blaðamaður til þess að skrifa ferðahandbók. Ég varði heilu sumri þar fyrst og fór svo aftur og aftur, ég varð ástfangin af þessum heimshluta. Lappland á því stóran hluta af hjarta mínu af því að það voru mín fyrstu kynni af norðr- inu. Núna á ég vitaskuld fleiri uppáhaldsstaði, eins og til dæmis Grænland. Það skipti mig frá upp- hafi miklu máli að þekkja menn- ingu þessara landsvæða alveg eins og náttúruna. Ég hef tekið fjölda viðtala við innfædda íbúa norð- urslóða en mér eru málefni og menning þeirra einkar hugleikin. Í þeim býr sál og hjarta norður- slóða.“ Þessar fyrstu ferðir Ödu til Lapplands og upplifun hennar af norðurljósunum urðu til þess að hún ákvað að fara í doktorsnám í vísindum Norðurheimskautsins og var viðfang doktorverkefn- isins sjálf norðurljósin. „Það er alltaf norðrið sem togar í mig,“ segir Ada en henni finnst málefni norðursins koma ítölsku samfélagi við eins og öllum öðrum þjóðum í Evrópu. Þó það sé kannski ekki efst í forgangsröðinni hjá löndum hennar. Ada hefur skrifað fjölda bóka um náttúru og menningu Norðurheimskautsins, flutt fyrir- lestra, kennt og haldið sýningar á Ítalíu sem tengjast svæðinu. Þrátt fyrir að ævistarfið hafi ver- ið helgað málefnum norðurslóða hefur Ada einnig alltaf haft áhuga á málefnum kvenna og kvennabar- áttunni og sá því kjörið tækifæri til þess að sameina hugðarefni sín í mastersnáminu við Háskólann á Akureyri. Raddir kvenna verða að heyrast Hvernig kom það til að þú ákvaðst að rannsaka þátttöku kvenna í stjórnmálum á norðurslóðum? „Mér fannst eins og vantaði um- fjöllun og þekkingu um nákvæm- lega þetta efni. Það er eyða í þekk- ingu okkar um hlutverk kvenna í stefnumótun og stjórnmálaþátt- töku á Norðurheimskautsvæðum. Ég er ekki að einbeita mér að því að skoða samfélagsleg vandamál sem steðja að konum og eru vissu- lega til staðar, heldur að varpa ljósi á hvaða áhrif það hefur þegar konur taka þátt í stefnumótun og ákvarðanatöku á sviði stjórnmál- anna og líka þegar þær gera það ekki. Markmið mitt er að gera þessu skil í þeim átta löndum sem liggja að heimskautasvæðinu, þar á meðal Ísland.“ Ada undirstrikar mikilvægi þess að skoða svæðið í heild þar sem að öll þessi lönd eigi sameiginlegra hagsmuna að gæta. Það er þó ekki jafn auðvelt að verða sér úti um upplýsingar um stöðuna í þeim öll- um, það er til dæmis erfitt að nálg- ast upplýsingar frá Rússlandi eða fá leyfi til rannsókna þar. „Mark- miðið er að þessi rannsókn mín sé upphafið á vinnu sem haldið verður áfram um ókomin ár. Mér finnst ekki mikill tilgangur í því að skrifa bara texta sem kemur út og er lesinn í smáum heimi akademí- unnar, það er mikilvægt að þessar rannsóknir og sú vitneskja sem er aflað er hafi áhrif á samfélagið til góðs og hafi notagildi og snerti- flöt við marglaga hagsmunabar- áttu. Það er augljóst að margir sjá gróðatækifæri á þessu svæði sem og að þetta komi til með að reyna á samskipti ríkja.“ Hún segir gríðarlegar breytingar eiga sér stað á svæðinu. „Það er alltaf mikil umfjöllun í fjölmiðlum á svæðunum um allskyns fram- kvæmdir á borð við námugröft og virkjanir, en alltof sjaldan fáum við að heyra skoðanir og raddir kvenna þegar það kemur að þess- um málefnum sem hafa mikil Með doktorsgráðu í norðurljósum Ítalska fræðakonan Ada Grilli Bonini varð ástfangin af Norðurheimskautinu fyrir tuttugu árum og hefur skrifað ótal bækur um náttúru þess og menningu. Nú skoðar hún stjórn- málaþátttöku kvenna á Norðurheimskauts- svæðunum. Þar segir hún ferðamannastraum, loftslagsbreytingar og nýlenduhugsun ógna tilvistinni. „Ég á mér þann einlæga draum að Grænland verði sjálfstætt ríki í fram- tíðinni. Því miður þá virðast margir Grænlendingar lifa í þeirri trú að þeir geti ekki orðið sjálfstæð þjóð, að þeir verði að vera undir verndarvæng Danmerkur.“ „Lappland á því stóran hluta af hjarta mínu af því að það voru mín fyrstu kynni af norðrinu.“ 16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7– 02 41 Allir hjartanlega velkomnir Skráning á raudikrossinn.is Suður-Súdan – land á krossgötum Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, miðvikudaginn 25. janúar kl. 8.30–9.30. Hjúkrunarfræðingarnir Áslaug Arnoldsdóttir og Helga Pálmadóttir segja frá störfum sínum og aðstæðum í Suður-Súdan. Einnig munu Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunafræðingur og Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir taka þátt í pallborðs- umræðum eftir erindin. Suður-Súdan fékk sjálfstæði 2011 en þetta yngsta ríki heims hefur búið við nær samfelld stríðsátök frá 2013. Um 300 þúsund manns hafa fallið í átökunum og um tvær milljónir eru á flótta. Alþjóða Rauði krossinn hefur verið starfandi í landinu frá upphafi sjálfstæðis þess og þar er að finna eina stærstu sendinefnd samtakanna í einu landi. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR ÚTSALA

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.