Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 40
– Notaðu afturbremsurnar til þess að hjólið rási síður í hálkunni. – Reyndu að vera á troðnum slóð- um, nema þú ætlir vísvitandi í tor- færur. – Ökumenn bíla eru ekki eins með- vitaðir um hjólreiðamenn á veturna auk þess sem myrkrið getur verið mikið. Vertu með ljósin í lagi og notaðu endurskinsmerki. – Fáðu þér breið og gróf vetrar- dekk eða láttu negla dekkin á hjól- inu. Grundvallaratriði. – Klæddu þig eftir veðri og vindum, það er mjög auðvelt að klæða sig of mikið, það er mjög þvingandi að vera að kófsvitna á hjólinu og geta enga björg sér veitt. – Þú mátt taka hjólið þitt með í strætó. Þannig geturðu stytt Renndu þér í borginni Víða á höfuðborgarsvæðinu má finna brekkur þar sem hægt er að renna sér á sleða og snjó- þotu. Sums staðar er um að ræða skipulögð svæði sem ætluð eru fyrir skíðaiðkun en annars staðar eru einfaldlega hentugar brekk- ur sem hafa orðið að vinsælum sleðabrekkum. Að fara út á sleða eða snjóþotu er nefnilega frábær afþreying fyrir alla fjölskylduna þegar vel viðrar. Það eru ekki bara börnin sem hafa gaman af því að renna sér, fullorðna fólkið skemmt- ir sér ekkert síður. Í Ártúnsbrekku við Rafstöðv- arveg, í Breiðholti við Jafnarsel og í Grafarvogi við Dalhús eru skipulögð skíðasvæði með lyftum, en þar er líka hægt að renna sér á sleða. Skemmtileg brekka fyrir yngri kynslóðina er á Klambratúni, sem og á skólalóð Austurbæjar- skóla. Þá má líka renna sér niður Arnarhól, en þar er mikilvægt að gæta að umferð bíla og fótgang- andi. Norðan við Grandaskóla er ágætlega brött brekka, hún er stutt en breið, og því geta margir rennt sér í einu, sem getur verið skemmtilegt. Þetta er alls ekki tæmandi listi og það er um að gera að fara í leiðangur með sleðann og finna skemmtilegar brekkur. Hjólað í hálku og snjó Hjólreiðar eru núorðið stundaðar allan ársins hring. Það er eitt og annað sem þarf að hafa í huga þegar hjólað er um vetur. leiðina eða farið heim með hjólið ef þú nennir ekki að labba heim. Bílstjórar geta þó áskilið sér rétt til þess að taka ekki við hjólum ef það er yfirfullt í strætó. – Ekki vera með hettuna á hausn- um, það byrgir þér sýn. Best er að vera með þunna húfu eða buff undir hjálminum, hægt er að fá góð ullarbuff fyrir köldustu dagana. – Ef þú ætlar að hafa útvarp eða tónlist í eyrunum, gættu þess að vera ekki með í báðum eyrum, þú verður að heyra og vera vel með- vituð/aður um umhverfi þitt. – Skolaðu af hjólinu ef þú get- ur þegar þú kemur heim, saltið af götunum fer ekki vel með hjólið. – Passaðu upp á keðjuna, strjúktu af henni og þú gætir þurft að smyrja hana oftar en yfir sumarið. – Þér gæti þótt gott að hylja nef og munn með buffi eða klút úr bómull eða öðru efni sem andar vel. Ekki detta Nú eru umhleypingar eins og alla- jafna gerist nokkrum sinnum yfir veturinn – það fyrstir og snjóar og í kjölfarið koma hlýindi sem breyta snjónum í glerhált svell á auga- bragði. Þegar þessi staða er uppi fjölgar komum á slysadeild alla- jafna töluvert vegna hálkuslysa – og þau fara ekki í manngreinarálit. En það er ýmislegt hægt að gera til þess að minnka líkurnar á því að enda flatur á jörðinni, jafnvel með brotin bein. Fyrst og fremst þarf að huga að skónum. Mörg slys verða vegna þess að fólk er einfaldlega ekki nægilega vel útbúið fyrir svell- bunkana. Mannbroddar bjarga beinum ætti að vera helsta slag- orðið í þessu tíðarfari og hafa ber í huga að broddarnir eru ekki bara fyrir eldri borgara. Ef ekki er stemning fyrir mannbroddum þarf að passa að vera í skóm með gróf- um sólum og í öllum bænum hafið spariskóna með ykkur í poka. Best er að taka lítil skref. Áætl- aðu rúman tíma til þess að komast á milli staða fótgangandi. Það kann ekki góðri lukku að stýra að flýta sér í hálku. Ekki halla þér fram, betra er að vera alveg bein/n í baki og jafnvel aðeins fött/fattur – best er að líkja eftir göngulagi mör- gæsa, þannig helst jafnvægið best. Ekki vera með hendur í vösum. Notaðu handrið þegar þú geng- ur upp og niður stiga, verstu hálkuslysin verða í hálum tröppum. Hugaðu líka að þínu nærumhverfi, berðu sand eða salt á eigin tröppur og stétt til þess að fólk geti öruggt gengið um, ekki síst póstburðar- fólk. Þau allra forsjálustu ganga um með lítinn bauk með salti eða sandi til þess að grípa í ef svell- hindranirnar verða óyfirstígan- legar. utilif. isKRINGLUNNI SMÁRALIND fjallaskíðafjör 30% afsláttur af fjallaskíðum 20% AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM SKÍÐA- OG BRETTABÚNAÐI. FJALLASKÍÐASKÓM, -SKINNUM, -STÖFUM OG -BINDINGUM OG SNJÓFLÓÐABÚNAÐI. Skíða- og útivistar- deildin er í smáralind fyrsta flokks þjónusta • fullkomið skíðaverkstæði GÆÐAVÖRUMERKI: ROSSIGNOL, ARMADA, LINE, K2, BLIZZARD, MARKER, ORTOVOX, LEKI, LOOK, TECNICA. Á R N A S Y N IR 8 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017VETRARFJÖR

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.