Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 37
Skíðaferð í Skagafjörð
Fjölbreyttir gististaðir, glæsilegar sundlaugar og sívinsælt Kaupfélagið.
Unnið í samstarfi við
Skíðasvæðið Tindastóli
Skíðasvæðið Tindastóli í Skagafirði opnaði 3. des-ember og síðan hefur fær-ið verið afbragð, að sögn
Viggós Jónssonar staðarhaldara.
Svæðið er opið og stórt og hefur
yfir að ráða 1100 metra langri lyftu
og töfrateppi fyrir börn og byrjend-
ur. „Þetta er afar fjölskylduvænt
svæði. Það er flati til að byrja með
og betri bratti fyrir ofan, nóg til
þess að landsliðið hefur verið hér
á æfingum og árið 2005 var hér
landsmót,“ segir Viggó og bætir
við að notkun á töfrateppinu hafi
komið sér á óvart. „Það er meira
notað en ég átti von á, það er mjög
skemmtilegt.“
Opið er alla daga
frá klukkan 14-19 og
um helgar frá klukkan 11-16.
Fólk úr öllum áttum
Um þrjá klukkutíma tekur að aka á
svæðið frá Reykjavík en um klukku-
tíma frá Akureyri. Gestir koma
hvaðanæva að til þess að renna
sér niður hlíðar Tindastóls .„Þetta
er nú eiginlega fólk alveg frá New
York til Spánar,“ segir Viggó og
hlær. „Ég segi nú svona því að það
var fólk hérna hjá okkur frá New
York um síðustu helgi. Það kem-
ur hér fólk úr öllum Skagafirði og
landinu öllu.“
Hægt er að gæða sér á nesti í
skíðaskálanum sem áður var flug-
stöð þeirra Skagfirðinga en til
stendur að bæta aðstöðuna enn
meira á næstu árum. „Við erum með
kaffisölu og hægt að fá kakó og
soðbrauð með hangikjöti og fleira
gott.“ Svæðið er 10 kílómetra norð-
an við Sauðárkrók. Á Sauðárkróki
og í Skagafirði öllum er nægt úrval
glæsilegra og notalegra gististaða.
„Eitt af elstu húsum Sauðárkróks er
Hótel Tindastóll sem er ævintýri út
af fyrir sig að gista í. Það er allt hið
glæsilegasta,“ segir Viggó.
Kaupfélagið laðar að
Ýmislegt áhugavert er að gera
sér til dundurs í Skagafirði, til að
mynda eru þar afar forvitnileg söfn
og glæsilegar sundlaugar. Hægt
er að borða fyrirtaks máltíð víða
um sveitirnar svo engum ætti að
leiðast né verða svangur. En eitt
af undrum Skagafjarðar er án efa
Kaupfélag Skagfirðinga sem er
síðasta „alvöru“ kaupfélagið sem
eftir er hér á landi – þar fæst allt.
„Ég hafði nú ekki áttað mig á að-
dráttarafli Kaupfélagsins fyrr en
ég heyrði á tali nokkurra kvenna
sem voru að tala um að þær þyrftu
bráðnauðsynlega að komast þang-
að áður en þær færu heim,“ segir
Viggó.
Fjölskylduvænt skíðasvæðið
laðar fólk að úr öllum áttum.
Töfrateppið hefur verið mikið notað
frá því það var tekið í notkun.
Í SKÍÐAFERÐINA
Oakley bretta-
og skíðagleraugu.
Oakley bretta-
og skíðahjálmar,
margir litir,
frá kr. 25.900.
5 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017 VETRARFJÖR