Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 Einblínt á styrkleika frekar en veikleika Jákvæðni verður í fyrirrúmi á námskeiðinu Hagnýting jákvæðrar sálfræði í Opna háskólanum í HR, en þar verður farið yfir byltingarkenndar kenningar sem hafa nýst á vinnustöðum um allan heim. Unnið í samstarfi við Opna háskólann í HR Ég ætla að kenna fólki hvernig nota megi já-kvæða sálfræði á vinnu-stöðum. Hvernig það getur nýtt sér uppbyggilegar aðferðir, annað hvort í persónu- legum tilgangi eða í hópi ef um stjórnendur ræðir til að bæta eigin styrkleika sem og annarra og skapa vellíðan,“ segir Guðrún Snorradóttir, formaður Félags um jákvæða sálfræði á Íslandi, en hún stýrir námskeiðinu Hagnýt- ing jákvæðrar sálfræði, við Opna háskólann í HR, föstudaginn 3. febrúar, mánudaginn 6. febrúar og föstudaginn 10. febrúar. Þar ætlar Guðrún að fara í saumana á helstu kenningum sem liggja til grundvallar jákvæðri sál- fræði og hvernig megi nota þessa vísindalegu nálgun með hagnýt- um hætti á vinnustöðum. Fókusinn á það jákvæða En hvað er jákvæð sálfræði? „Í stuttu máli gengur hún út á að skoða styrkleika manneskjunnar og jákvæða eiginleika og tilfinn- ingar og hvernig megi svo byggja ofan á það,“ útskýrir Guðrún „Fókusinn er á það jákvæða í fari manneskjunnar. Eiginleika eins og til dæmis þrautseigju, sem er hæfni okkar til að bregðast við á uppbyggilegan máta þrátt fyrir mótbyr í lífinu. Það er því ekki verið að einblína á tiltekin vanda- mál í þeim tilgangi að laga þau og leysa, heldur á það jákvæða sem fyrir er og styrkja það.“ Hvað gerir fólk hamingjusamt? Hún segir að upphaf jákvæðr- ar sálfræði megi rekja til vissrar stefnubreytingar í bandarískri sálfræði undir lok síðustu aldar. „Þetta byrjaði árið 1999 með for- manni bandaríska sálfræðingafé- lagsins, Dr. Martin Seligman og kollegum hans. Þeim fannst nóg komið af því að einblína bara á vandamál, á það sem er að fólki, eins og sálfræðin hefur gjarnan gert og fóru í staðinn að skoða hvaða breytur eru í fylgni við hamingju og vellíðan; Hvað gerir fólk hamingjusamt, hvað gefur lífinu merkingu og svo framveg- is. Í kjölfarið settu þeir fram í bók kenningar byggðar á rannsóknun- um og þannig fóru hjólin að snú- ast.“ Átján árum síðar hefur já- kvæð sálfræði, eða „positvie psychology“ eins og hún kallast á frummálinu, breiðst út um allan heim. „Ég sé það nú bara á þeim ráðstefnum sem ég sæki árlega,“ segir Guðrún. „Að þangað kemur fólk frá öllum heimshornum. Það þykir öflugt að búa yfir þessari þekkingu og nýta hana sem vogarafl við þá neikvæðni sem oft ríkir í samfélaginu.“ Námskeið sem gagnast öllum Hún segir ekki síður skemmti- legt að fræðin heilli fólk úr öllum starfsstéttum. „Enda er jákvæð sálfræði þverfagleg nálgun sem fjallar fyrst og fremst um mann- eskjuna. Þess vegna er verið að nota hana í öllu, í kennslu, í við- skiptum og svo framvegis. Það er einmitt eitt af því sem mér finnst gera hana svona skemmtilega; það að hún skuli snerta allar at- vinnugreinar og nýtast hverjum sem er.“ Þannig að námskeiðið við Opna háskólann gagnast ekki bara sálfræðingum heldur öllum? „Já, alveg klárlega. Þetta á erindi við alla sem hafa áhuga á því að vinna með þrautseigju, styrkleika og vellíðan.“ Nánar á slóðinni www.ru.is/opnihaskolinn, undir „stutt námskeið“. Guðrún Snorradóttur, formaður Félags um jákvæða sálfræði á Íslandi, stýrir námskeiðinu. Mynd | Hari Lög sem verða 20 ára á árinu Tíundi áratugurinn er að líða undir lok og árið er 1997. Ástin, sorgin og seiðandi tónar einkenna þetta sérstaka tónlistarár. Nú eru liðin 20 ár og Fréttatíminn tók saman lögin sem eiga stórafmæli á árinu. Þetta eru lög sem eiga sérstakan stað í nostalgíuhjarta flestra landsmanna og það er eins og þau hafi komið út í gær. My heart will go on Celine Dion Rómantíkin, sorgin, gleðin og ástin. Allt á heima í þessum slagara frá dívunni Celine Dion. Þarna eiga heima tærustu tónar tónlistarsögunnar. Ást Jack og Rose er innblástur fyrir öll ástarsambönd og lagið minnir mann á fræga atriðið í bíln- um þar sem við sjáum villingana elskast. Ef þig langar einhverntímann að gráta út af engu þá er þetta lagið. Sólsetrið, Jack og Rose á stafni skipsins, líkamar sam- einast í fullkomnu trausti í einu rómantís- kasta atriði kvikmyndasögunnar. Gott próf til að kanna hvort þú sért með vott af siðblindu ef þú finnur ekki fyrir neinu þegar þú hlustar á lagið. I’ll Be Missing You Puff Daddy og Faith Evans Lag sem var samið til heiðurs og minningar rapparans Christopher „The Notorious B.I.G.“ Wallace, sem var myrtur aðeins 24 ára að aldri. Fullkomið lag til að öskursyngja í bílnum á leiðinni heim úr vinnunni. As Long as You Love Me Backstreet boys Þeim er alveg sama hver þú ert, hvaðan þú kemur, hvað þú hefur gert, bara að þú elskir þá. Ástin get- ur stundum verið blind og flestir þekkja það að vera skotin/n í ein- hverjum og hugsa stanslaust um hinn aðilann. Wannabe Spice Girls Wannabe var fyrsta lagið frá Kryddpíunum og sló það rækilega í gegn. Ekki eyða dýrmætum tíma einstaklingsins ef þú ætlar að heilla hann upp úr skónum, taktu þig saman í andlitinu manneskja! Við viljum öll bara „zigaziga“, ha, og mundu að vináttan endist að eilífu. Unbreak My Heart Toni Braxton Seiðandi tónar brostins hjarta og ástarsorgar. Ef þú ert í ástarsorg og vilt láta einhvern kyssa burt sorgina er þetta fullkomið lag til að gráta yfir og minnast liðinna stunda með fyrrverandi maka. Barbie Girl Aqua Hver man ekki eftir Norrænu dans- og poppgrúppunni Agua og stærsta smelli þeirra, Barbí stelpa. Textinn er ádeila á stöðu kvenna í samfélaginu og varð lag- ið gríðarlega vinsælt.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.