Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 ENN MEIRI VERÐLÆKKUN Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Tveir viðburðir á KEX hostel og Mikkeller- barnum í næstu viku í tilefni af komu Stone Brewing. Íslendingar hafa tekið handverks- bjórum opnum höndum síðustu ár. Fjölmörg brugghús framleiða gæða- bjóra hér á landi og úrval erlendra handverksbjóra hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki síst með til- komu nokkurra frábærra bjórbara í miðbæ Reykjavíkur. Í næstu viku eykst úrvalið enn frekar þegar bjórar frá Stone Brewing koma í sölu hér. Stone Brewing er eitt stærsta handverks- brugghús Bandaríkjanna en nýlega var opnað útibú í Berlín sem gerir það kleift að flytja ferskan bjór hing- að til lands. Útibú Stone í Berlín er í gamalli gasverksmiðju sem reist var árið 1901 og þykir einstakt. Þetta er risastór bar og veitingastaður þar sem hægt er að velja úr 75 bjór- tegundum á krana – það ku vera stærsta bjórúrval nokkurs staðar í Þýskalandi sem segir nokkra sögu – og girnilegum mat þar sem áhersla er lögð á heilnæmt hráefni frá framleiðendum í nágrenninu. Stone Berlín hefur notið mikilla vinsælda síðan staðurinn var opnaður í sept- ember á síðasta ári. Komu Stone til Íslands verður fagnað með tveimur viðburðum á fimmtudaginn í næstu viku, 26. janúar. Klukkan 17-19 verður kynn- ing á brugghúsinu í Gym & Tonic salnum á KEX hostel. Þar mæta þær Kiera Senst og Katarina Westmann frá Stone í Berlín og veita leiðsögn í gegnum fimm framúrskarandi bjóra. Gastrópöbb KEX hostel, Sæ- mundur í sparifötunum, mun bjóða upp á bjórvæna rétti. Aðeins eru 50 miðar í boði og miðaverð er 4.900 krónur. Miðasala fer fram á www. kexland.is. Um kvöldið, frá klukkan 20, verð- ur svokölluð kranayfirtaka á Mikk- eller & Friends á Hverfisgötu. Þar verður hægt að kynna sér 15 bjóra frá Stone Berlín. | hdm Greg Koch, annar stofnandi Stone Brewing, hefur slegið í gegn með Stone í Berlín. Fulltrúar Stone eru væntanlegir hingað til lands í næstu viku. Mynd | Getty Bjórhipsterar frá Berlín í heimsókn Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is Hún segir að nær allar konur sem hún hefur talað við notist við ein- hvers konar úrræði til að slá á hræðslu þegar þær eru einar á ferð á djamminu. „Viðmælendur mínir veita eft- irlitsmyndavélum enga athygli og þar af leiðandi upplifa almennt ekki aukna öryggiskennd frá þeim. Í staðinn tala þær mikið um aðra að- ferðir sem þær beita, þessi stöðugi reikningur sem fer fram í hausnum; ekki labba þessa götu, ekki vera full, ekki tala við ókunnuga, ekki mynda augnsamband og hringja í vini eða kærasta sem vita alltaf hvar þú ert og labba með lykla í höndunum. Þær búa sér til falska eða ekki falska öryggiskennd,“ segir Björk. Hún treystir sér ekki til að meta hvort þessi úrræði auki öryggi kvenna en segir að þetta snúist fyrst og fremst um valdeflingu. „Þýðir öryggiskennd að þú sért þá örugg? Nei, í raun og veru ekki. Það gerir það hins vegar að verkum að þér líður betur og það er það sem konur eru að gera. Þær geta ekki ábyrgst 100 prósent öryggi þegar þær ganga um miðbæinn, eins og þú getur ekki ábyrgst að þú lendir ekki í bílslysi þegar þú ert að keyra. Í staðinn fyrir að hætta bara að ganga um miðbæ- inn þegar það er myrkur og lokað þig af því það gæti eitthvað gerst, þá taka konur valdið aftur til sín og búa sér til aðferðir sem láta þeim líða betur,“ segir Björk. Björk Hólm stefnir á að klára rann- sóknina á næstu mánuð- um. Öryggiskennd í miðbænum er valdeflandi Umræða um öryggi kvenna í miðbæ Reykjavíkur hefur aukist mikið í kjölfar voveiflegs hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Björk Hólm Þorsteinsdóttir hefur undanfarin ár unnið að meistararitgerð í þjóðfræði um öryggis- tilfinningu kvenna í miðborginni.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.