Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 38
Barnvænt skíðasvæði við Dalvík Snæþór Arnórsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins á Dalvík, segir veturinn hafa verið fremur snjólítinn framan af en nú sé færið prýðilegt, opnað var milli jóla og nýárs og hefur gengið ágætlega að halda góðu færi síðan. Unnið í samstarfi við skíðasvæði Dalvíkur Opið er á skíðavæðinu alla mánudaga, þriðju-daga og fimmtudaga frá 14.30-19, föstudaga frá 15-18 og um helgar 10-16. Lokað er á miðvikudögum. Tvær lyftur eru á skíðasvæð- inu og þegar það er í fullri notkun eru 8 skíðaleiðir. „Eins og er erum við að nota tvær leiðir og hluta af einni. Það er þó verið að undirbúa þær allar, það tekur tíma þegar snjórinn kemur svona seint, við erum bara með einn troðara en þetta kemur allt á næstunni. Svo erum við með gönguhring sem mikið sóttur og aðsóknin í hann er alltaf aukast, sér í lagi síðastliðna tvo vetur. Ferðamenn koma mikið hingað og vilja fara hringinn en höfum ekki verið að taka neitt fyr- ir það að halda hringnum opnum,“ segir Snæþór. Gistiaðstaða á efri hæð skíðaskálans Skíðasvæðið við Dalvík þykir sér- lega barnvænt. „Fjölskyldufólk sem kemur til okkar hefur talað um hvað það er ánægt með svæð- ið. Það er frekar lítið og fullorðna fólkið getur skíðað án þess að missa sjónar á börnunum sínum. Við erum með fínan skíðaskála sem tekur um 100 manns í sæti og svo erum við með gistiaðstöðu á efri hæðinni þar sem við get- um tekið allt að 50 manna hópa í dýnugistingu. Þarna koma til dæmis skólahópar og félagsmið- stöðvar. Það er að verða uppbók- að í mars en janúar og febrúar eru lausari mánuðir, það væri alveg möguleiki að fá gistingu núna,“ segir Snæþór. Hægt er að leigja skíði fyrir allan aldur og bretti fyrir alla nema þau allra yngstu. Besta fjölskyldustund sem völ er á Mikilvægt að troða snjóinn um leið og hann fellur. Unnið í samstarfi við Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins Núna er rétt byrjað að vera opið en það er svakalega mikill munur milli ára. Í fyrra var alveg opið frá miðjum desember en núna er snjór- inn mikið búinn að vera að koma og fara, eiginlega bara um allt land. Þetta hefur verið einstakt. Þeir sem eru með tæki til að framleiða snjó hafa ekki getað það þar sem það hefur verið of hlýtt,“ segir Magn- ús Árnason, framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins en fyrsta opnun vetrarins var nú í liðinni viku. „Staðan á fjallinu er að skána. Við þurfum bara að fara að fá stabílan vetur,“ segir Magnús. Skálafell er opið samkvæmt samningi um helgar frá áramótum. „Við sendum alltaf menn þangað í desember og janúar að troða og moka frá girðingum þegar byrjar að snjóa til að undirbúa svæðið. Það er mikilvægt að snjórinn sé troðinn eins og hægt er því þá helst hann betur og stendur af sér sveiflurnar. Ef snjórinn er nýr fer hann jafnhratt og hann kemur ef það koma hlýindi. Ef það er búið að troða og vinna hann aðeins helst hann betur, gam- all snjór helst betur en nýr snjór.“ Magnús segir fólk sýna biðlund eftir snjónum enda ekki annað að gera en um leið og opni streymi fólk að. „Þegar við opnuðum fyrst var þungt yfir og þoka en þegar fólk sá að það stefndi í að kvöldið yrði fínt þá kom gríðarlegur fjöldi,“ segir Magnús og bætir við að síðustu 5 árin hafi opnunardagarnir yfir vet- urinn verið 70-86 sem sé mjög gott og vonandi náist sami fjöldi nú. Miðað er við að Bláfjöll séu opin fyrir skíðaiðkendur til 30. apríl en undantekningar hafa verið gerðar. „Við erum alltaf til í að endurskoða það. Fyrir tveimur árum var mikill lægðagangur og fólk komst lítið á skíði svo við ákváðum að hafa opið fram í maí, og það heppnaðist mjög vel. Ef það verður þannig í ár þá bregðumst við við því.“ S-raðirnar í Bláfjöllum liðin tíð Í Bláfjöllum eru 15 lyftur og í Skálafelli fjórar. Fleiri sækja eðli- lega í Bláfjöll en að sögn Magnús- ar á Skálafell dygga skíðaiðkendur sem ólust jafnvel upp þar og vilja halda sig þar en aðrir nota Skálafell meira til þess að brjóta upp van- ann. „Skálafell er með brekkur sem snúa að sólu og það er voða gott að skíða í birtunni með gott út- sýni,“ segir Magnús en bætir við að einmitt vegna þess að brekkurnar snúi að sólu haldist snjórinn verr í Skálafelli en Bláfjöllum þar sem ekki sést til sólar í sumum brekkum fyrr en um miðjan febrúar. „Munur- inn á þessum svæðum er fyrst og fremst sá að það hefur vissulega verið meiri uppbygging í Bláfjöll- um og flutningsgetan þar er orðin mjög mikil. Ef þú mætir á stórum degi í Bláfjöll sérðu fullt af litlum röðum og fullt af fólki að skíða niður brekkurnar en ef þú kemur á stórum degi í Skála sérðu langar raðir og fáa í brekkunum,“ segir Magnús og þakkar Kóngnum, nýju- stu stólalyftunni í Bláfjöllum, þessa auknu flutningsgetu sem veldur því að s-laga raðirnar sem einkenndu æsku margra skíðaiðkenda heyra sögunni til. Magnús segir skíðaiðkun vera bestu fjölskyldustund sem völ er á og gríðarmikið hefði verið lagt í Bláfjallasvæðið til þess að gera það sem barnvænst. „Töfrateppið hefur mikið notað frá 2012 og DEW dýnan sem er sett upp á góðviðrisdögum. Krakkar – og aðrir – geta þá verið að æfa sig í stökkum. Það er stutt í klósettin og við leggjum almennt mikla áherslu á unga fólkið okkar og fjölskyldurnar,“ segir Magnús. 6 LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017VETRARFJÖR Skíðaiðkun er ein besta fjölskyldustund sem völ er á. Kóngurinn hefur aukið flutningsgetuna í Bláfjöllum til muna.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.