Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 svo lítið af ungu fólki hérna. Unga fólkið okkar fer í burtu og kemur ekki til baka því þess bíður ekkert hérna. Auðvitað hef ég áhyggjur af því að byggðin hér geti lagst af.“ Laxeldi getur hjálpað til við að snúa þessari fólksfækkunarþró- un við og hefur raunar gert það í litlum mæli nú þegar, til dæmis á Bíldudal. Ísland í norsku ljósi Þessi lýsing á forsendum laxeldisins á Lovund gæti allt eins átt við um nokkur þeirra fyrirtækja í laxeldi á Íslandi sem líta á framleiðslu á laxi sem svar við fólksfækkun í dreifbýli í landinu, til dæmis á Vestfjörðum. Þannig segir í skýrslu dótturfélags útgerðarinnar Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, Háafells ehf., að laxeldið geti orðið vendipunkt- urinn fyrir byggðina. „Atvinnu- áhrifin, verðmætasköpunin og margfeldisáhrifin af uppbyggingu í laxeldi geta snúið við þeirri nei- kvæðu þróun sem hefur verið við- varandi á Vestfjörðum.“ Að mörgu leyti er hægt að spegla stöðu laxeldis á Íslandi, og fram- tíðaráætlanir eldisfyrirtækja, í reynslu Norðmanna. Í samtali við Fréttatímann segir Einar Kristinn Guðfinnsson, stjórn- arformaður Landssambands lax- eldisstöðva og fyrrverandi alþingis- maður úr Norðvesturkjördæmi, að byggðasjónarmiðin séu honum of- arlega í huga. Einar Kristinn er frá Bolungarvík en þar stendur til að hefja umfangsmikið laxeldi á næstu árum og eru það fyrirtækin Háafell, Arnarlax og Arctic Fish sem standa fyrir eldinu í Ísafjarðardjúpi. „Þarna getur verið um að ræða öfl- uga atvinnugrein sem getur búið til viðbótarstörf fyrir þjóðarbú- ið, störf og afleidd störf. Það sem við sjáum, sem er áhugavert, er að þessi uppbygging mun fyrirsjáan- lega verða á landsvæðum sem stað- ið hafa höllum fæti í byggðalegu tilliti og vísbendingarnar sem við höfum nú þegar frá sunnanverð- um Vestfjörðum sanna það og eru í samræmi við þá reynslu sem Norð- menn hafa, jafnvel þó að þeir fram- leiði auðvitað margfalt magn miðað við það sem við munum framleiða. Reynsla Norðmanna segir okkur nákvæmlega þetta.“ Tíföldun á Íslandi Ísland stendur nú frammi fyrir því, í fyrsta skipti í sinni sögu, að hefja stórfellda framleiðslu á eldislaxi í fjörðum landsins alveg eins og Nor- egur fyrir rúmum fjörutíu árum síðan. Framleiðslan á Íslandi hef- ur einungis numið nokkur þúsund tonnum síðastliðin ár en til stend- ur að snarauka hana upp í allt að hundrað þúsund tonn á nokkrum árum. Norsk stórfyrirtæki í laxeldi eins og Salmar AS og Midt-Norsk Havbruk hafa fjárfest í íslenskum laxeldisfyrirtækjum og koma með fjármagn til þessarar aukningar. Bara í Ísafjarðardjúpi stendur til að framleiða 25 þúsund tonn. Í Noregi nemur framleiðslan á eldislaxi 1.3 milljónum tonna á ári og stefna þeir að því að fimmfalda framleiðsluna fyrir árið 2050. Þessi lax er seldur til 100 ólíkra landa um allan heim. Mest af laxinum, 75 prósent, fer til landa í Evrópu- sambandinu. Tekjurnar af sölunni á laxinum námu rúmum 65 millj- örðum norskra króna eða um 2/3 hlutum af útflutningstekjum Norð- manna í sölu á sjávarafurðum. Sala á eldislaxi er því miklu stærri en sala Norðmanna á veiddum fiski. Noregur er langstærsti framleið- andi af Atlantshafslaxi í heiminum og hefur farið í útrás með fram- leiðsluna til Síle, Kanada, Skotlands og nú líka Íslands. Laxeldið í Noregi er hins vegar langt frá því að vera óumdeilt þar í landi og víðar. Samþjöppun á eignarhaldi Í Noregi gerðist það, eftir því sem meiri reynsla komst á laxeldið, að stórfyrirtæki keyptu upp minni fyrirtæki sem og framleiðsluleyfi í laxeldi. Árið 1990 framleiddu tíu stærstu laxeldisfyrirtækin í Noregi 8 prósent af framleiðslunni en árið 2001 var þessi tala komin upp í 46 prósent. Þessi þróun í eignarhaldi á laxeldisfyrirtækjum og laxeld- isleyfum í Noregi er að hluta til svipuð þeirri þróun sem verið hef- ur í samþjöppun í eignarhaldi á aflaheimildum á Íslandi. Minni fyr- irtæki selja kvótann til stærri fyrir- tækja eins og Samherja, HB Granda og Síldarvinnslunnar sem alltaf verða stærri og stærri og dreifing verðmætanna um samfélagið verð- ur minni. Fjölskyldufyrirtækið Nova Sea á eynni Lovund, sem rætt var um fyrr í greininni, fór ekki varhluta af þessari þróun. Árið 1995 lenti Nova Sea í kröggum og keypti ríkisfyrir- tækið Norsk Hydro hlut í því. Þessi hlutabréf enduðu svo hjá stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest sem er í eigu norska skipa- kóngsins og milljarðamæringsins John Fredericksen, árið 2005. Fyr- irtækið framleiðir 22 prósent af öllum Atlantshafslaxi í heiminum. Fredricksen keypti þá hollenskt fyrirtæki sem hafði eignast hluta- bréfin á Lovund, og mörg önnur fyrirtæki, fyrir 1.3 milljarða evra. Marine Harvest er skráð á markað í kauphöllinni í New York og mætti Fredricksen á verðbréfamarkaðinn með dauðan eldislax á fati þegar viðskipti hófust með bréf félagsins. Í bók Kjersti Sandvik kemur fram Laxeldisfyrirtækin hlusta ekki á rök og vilja ekki samtal Spurningar Fréttatímans til norsku blaðakonunnar Kjersti Sandvik og svör hennar Hver er þín sýn á laxeldið í Noregi? Laxeldið er orðið að mikilvægri atvinnugrein í Noregi. Atvinnu- greinin hefur skapað störf á svæð- um þar sem verið hefur fólksfækk- un og hún er orðin að mikilvægri útflutningsgrein. En laxeldið hefur líka sína slæmu hliðar. Litlar rann- sóknir hafa farið fram á neikvæðum afleiðingum laxeldisins fyrir umhverfið. Bæði á áhrifunum á fisktegundir sem lifa í sjónum meðfram ströndinni og eins á villta laxinn. Síðustu ár hefur laxeldið lent í erfiðleikum út af lús og sjúkdómum og má því ekki stækka meira í Noregi. Lokaðar kvíar í sjó eða á landi fyrir hluta eða alla framleiðsluna myndu verja náttúruna. En laxeldis- fyrirtækin vilja ekki viðurkenna að framleiðsluaðferðirnar sem notaðar eru í dag séu umhverfisspillandi. Ef laxeldið á að stækka tel ég að það þurfi að skipta um framleiðsluaðferðir.“ Hvaða ráðleggingar myndir þú gefa Íslendingum, sem eru að stíga sín fyrstu skref í tilraunum til að koma upp stórfelldu laxeldi í landinu? Laxeldið má ekki stækka meira en náttúran þolir. Á hverjum tímapunkti þurfa yfirvöld að hafa stjórn á umhverfisvandamálunum sem fylgja eldinu. Í bókinni minni segir prófessor í hagfræði að ef það sé einhver atvinnugrein sem ríkisvaldið verði að stýra með stífum reglum þá sé það laxeldið. Ég tel að það eigi að fylgja þessu ráði. Þetta er líffræðileg framleiðsla í vistkerfi náttúrunnar og þá mega efnahagslegar ástæður ekki bara ráða för. Ég vil meina að í Noregi hafi yfirvöld treyst of mikið á laxeldisfyrirtækin og ekki hlustað nægilega mikið á líffræðinga, vísindamenn og þá sem tala um hættuna sem steðjar að öðrum atvinnugreinum og villta laxinum. Ég myndi einnig hugleiða að taka upp laxeldi í lokuðum kvíum. Það er fjárfesting sem mun bera ávöxt til lengri tíma litið.“ Hvernig hefur það verið fyrir þig sem blaðamann að gagnrýna og benda á brotalamir í svo mikilvægri atvinnugrein í Noregi þar sem hagsmunirnir eru svo miklir? Ertu álitin „fjandmaður fólksins“? Mér hefur verið boðið víða til að tala um bókina en laxeldisfyrirtækin hafa ekki haft áhuga á að rökræða málin. Kannski er taktíkin að þegja mig í hel vegna þess að ég hef ekki fengið svör við neinu sem ég gagnrýni laxeld- isfyrirtækin fyrir. Mér finnst það vera synd að laxeldisfyrirtækin séu ekki reiðubúin að annað fólk beri einnig taugar til norskra stranda og að það sé hrætt um að laxeldi í opnum sjókvíum geti valdið skaða í umhverfinu. Lax- eldisfyrirtækin hafa tilhneigingu til að stimpla alla gagnrýni, hvort sem hún er uppbyggileg eða ekki, sem andstöðu við laxeldið. Að þeirra mati er ég andstæðingur laxeldisins. Þetta mjög svart-hvít sýn og er ekki rétt. Þvert á móti. Ég er ekki andstæðingur laxeldisins. Mér finnst bara að laxeldisfyrir- tækin eigi að sýna meiri auðmýkt og að ræði einnig neikvæðar afleiðingar eldisins og að þau viðurkenni að þau gætu þurft að breyta um framleiðslu- aðferðir til að stækka meira.“ að laxeldisfyrirtækið hafi skilaði hagnaði upp á tíu milljónir norskra króna á dag frá árinu 2005 og er nefnt að arðgreiðsla til hluthafa hafi numið 3.4 miljörðum norskra króna árið 2014, eða samtals rúm- lega 40 milljörðum króna. Núningur milli ólíkra heima Þessi þróun hefur líka leitt af sér núning á milli stofnenda fyrirtækja eins og Nova Sea, sem reka fyrir- tækin með ákveðinni umhyggju fyrir dreifðum byggðum Noregs, og fjárfesta eins og John Frederick- sen sem telja að byggðasjónarmið eigi ekki í heima í viðskiptum, eins og kom fram í ársskýrslu Landsam- bands norskra eldisfyrirtækja, sam- kvæmt bók Kjersti Sandvik. „Krafa um samfélagslega ábyrgð virkar ekki í öðrum atvinnugreinum og mun heldur ekki virka í laxeldinu til lengri tíma litið. Þetta leiðir af því að af sjálfsögðu eru gerðar kröf- ur um hámarks arðsemi af hluta- fé og sem hæstum arðgreiðslum til eigenda.“ Árið 2013 var eignarhald Marine Harvest á norskum laxeldisfyrir- tækjum orðið svo umsvifamik- ið að það átti 24 prósent af öllum leyfunum. Í norskum lögum var í gildi ákvæði um að einstök fyr- irtæki mættu mest eiga 25 pró- Norski skipakóngurinn John Fredericksen rekur stærsta laxeldisfyrirtæki Noregs, Marine Harvest, en í bók Kjersti Sandvik kemur fram að fyrirtækið hafi hagnast um 10 milljónir norskra króna á dag í rúman áratug. Fredericksen sést hér þegar Marine Harvest var skráð í bandarísku kauphöllina árið 2014 en hann mætti í athöfnina með dauðan eldislax á fati. Í Noregi nemur fram- leiðslan á eldislaxi 1.3 milljónum tonna á ári og stefna þeir að því að fimm- falda framleiðsluna fyrir árið 2050. Þessi lax er seldur til 100 ólíkra landa um allan heim. 110 starfsmenn vinna nú hjá Arnarlaxi, stærsta laxeldisfyrirtæki landsins. Vík- ingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax, sést hér á skrifstofu fyrirtækis- ins ásamt starfsmönnum. ÚTSALA! H E I L S U R Ú M A R G H !!! 0 40 11 7 #3 ROYAL CORINNA 120 Hágæða millistíf fimm-svæða skipt heilsudýna með poka-gorma kerfi ásamt botni og fótum. (Stærð 120x200 cm) 6.324 kr.* Á MÁNUÐI FULLT VERÐ 98.036 kr. ÚTSÖLUVERÐ 68.625 kr. 30% AFSLÁTTUR! (* Mi ða ð v ið 12 má na ða va xta lau sa n r að gr eið slu sa mn ing m eð 3, 5% lá nt ök ug jal di og 40 5 k r. g re iðs lug jal di) FlashBack 91,9 fjölskyldan hefur stækkað og bætt við sig fjórum nýjum útvarpsrásum Breyttu símanum þínum í útvarp Sæktu spilarann: w w w .jo ku la .is

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.