Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 18
áhrif á líf allra íbúa á svæðunum. Þær ákvarðanir sem teknir eru á æðstu stöðum eru alls ekki hlut- lausar, hvaða hagsmunir og viðhorf stjórna þessum ákvarðanatökum og hvaða viðhorf og skoðanir, til dæmis kvenna, fá ekki að heyrast? Þetta er það sem ég er að skoða.” Nú eru þetta nokkuð ólík lönd sem tilheyra heimsskautasvæðinu, hyggstu tengja saman hagsmuna- baráttu kvenna við hagsmunabar- áttu innfæddra þjóðarbrota sem búa við norðurheimskautsbaug? „Vissulega, en þetta eru ólík lönd með ólíkan efnahag og sam- félagsgerðir.“ Ada bendir á að það sé mikilvægt að skoða stóra samhengið eins og til dæm- is þá staðreynd að Grænland er nýlenda Danmerkur og svo að í bæði Alaska og Kanada hafa fyr- irtækjasamsteypur sem stunda námuvinnslu á náttúruauðlindum gríðarleg ítök. Ada bendir á að þátttaka kvenna í stjórnmálum hingað til gangi oft- ar en ekki út á að konurnar sýni að þær séu jafnokar karlmanna. Þær gangi þannig beint inn í og vinni innan þessara karllægu valdastrúktúra í stað þess að koma á framfæri nýjum viðhorfum eða viðnámi við ríkjandi stjórn- unarhætti og stefnumótun, til að mynda á sviði umhverfisvernd- ar. „Það er mikil hindrun í vegi þess að raunverulegu jafnrétti sé á komið á þessum slóðum,“ segir Ada. Ada vonast til þess að rannsókn hennar leiði til þess að hægt sé að smíða nýja mynd af landslaginu í stjórnmálum og stefnumótun á Norðurheimskautinu svo hægt sé að sjá hvað vantar, hvaða raddir það eru sem ekki fá að heyrast og svo í framhaldinu hvað sé hægt að gera til þess að koma þeim að. „Við þurfum að vera vakandi og vera í stöðugri upplýsingaöflun en ekki bara alltaf tímabundnum rannsóknum til þess að geta fengið heildstæðari mynd af stöðu mála.“ Ada hikar ekki við að svara játandi spurð að því hvort hún hyggist rannsaka þessi mál í gegn- um linsu róttækrar femínískrar aðferðafræði, von hennar er að þessi rannsókn geti raunverulega nýst til uppbyggingar og breytinga en endi ekki bara á því að safna ryki á bókasafni. Ferðamenn og stóriðjufram- kvæmdir ógna Að mati Ödu er bilið á milli ákvarðanatöku á sviði stjórnsýslu og svo hins almenna borgara oft alltof stórt. Hún segir það vera skýrt fyrir sér að umræðan um til dæmis loftslagsbreytingar þurfi að taka mið af því hvernig hún er kynjuð. „Jafnvel stór samtök á borð við Norðurskautsráðið hafa brugðist í þeim efnum.“ Hvaða vandamál finnst þér steðja einna helst að Norðurheimskautinu fyrir utan loftslagsbreytingarnar? „Það sem mér dettur fyrst í hug er fjölgun ferðamanna eins og þið eruð að ganga í gegnum núna á Íslandi og er líka byrjað að gerast á Grænlandi. Það á eftir að verða mikil aukning í ferðamennsku á þessum slóðum en hvorki náttúr- an né samfélögin eru undir það búin. Stærsta ógnin er hins vegar stóriðjuframkvæmdir á borð við námugröft, virkjanir og olíu og gasframleiðslu sem ógna náttúru og menningu Norðurheimskauts- svæða ásamt aldagamalli nýlendu- stefnu. Ég er með áhyggjur af þessum ríkjandi hugsunarhætti sem gengur út á að það verði að nýta allar náttúruauðlindir í gróðaskyni án tillits til næstu kynslóða sem og blindni á gildi þess sem ósnortin náttúra hefur í sjálfri sér.“ Ada er stödd í Nuuk á Grænlandi í augnablikinu og talið berst að þeim samfélagslegu vandamálum sem hrjá Grænlendinga, til að mynda þá staðreynd að þar er ein hæsta sjálfsmorðstíðni í heiminum miðað við höfðatölu, en Ada hefur eytt miklum tíma á Grænlandi á síðustu árum og bæði náttúra og menning landsins hafa haft djúp áhrif á hana. „Ég á mér þann einlæga draum að Grænland verði sjálfstætt ríki í framtíðinni. Því miður þá virðast margir Grænlendingar lifa í þeirri trú að þeir geti ekki orðið sjálfstæð þjóð, að þeir verði að vera undir verndarvæng Danmerkur af því að þeir séu of fáir og geti ekki bjarg- að sér sjálfir. Ég ætti því frekar að segja að draumur minn sé að Græn- lendingar geti sjálfir farið að trúa því að þeir geti orðið sjálfstæð þjóð.“ Ada kemur til með að ljúka rann- sókn sinni og námi frá Háskólanum á Akureyri núna í vor og stefnir á að gefa út bók um þetta efni. Þessi orkumikla kona sér ekki fram á að setjast í helgan stein bráðlega enda er hún rekin áfram af óbilandi ástríðu fyrir náttúru og menningu Norðurheimskautsins, og enn er mikið starf óunnið á þessum slóð- um að hennar mati í réttindabaráttu innfæddra og umhverfisverndar. Það er alltaf mikil um- fjöllun í fjölmiðlum á svæðunum um allskyns framkvæmdir á borð við námugröft og virkjanir, en alltof sjaldan fáum við að heyra skoðanir og raddir kvenna þegar það kemur að þessum málefnum sem hafa mikil áhrif á líf allra íbúa á svæðunum. Ada vonast til þess að rannsókn hennar leiði til þess að hægt sé að smíða nýja mynd af landslaginu í stjórnmálum og stefnumótun á Norðurheimskautinu 18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 SÓLTÚN KYNNIR öRYggIS- og þjÓNuSTuíbÚðIR Um íbúðirnar Nýjar og bjartar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir í fimm hæða húsi, að meðaltali um 95 m2 að stærð, til sölu fyrir 60 ára og eldri. Yfirbyggðar suðursvalir. Stæði í upphitaðri bílageymslu, auk þess sem geymsla fylgir öllum íbúðum. íbúðirnar eru staðsettar í Sóltúni 1–3, beint á móti Sóltúni hjúkrunarheimili. Frábær staðsetning miðsvæðis og stutt í alla þjónustu í nágrenninu. Kynntu þér íbúðirnar, verðskrá og aðrar upplýsingar á www.soltunibudir.is eða hafðu samband við okkur og bókaðu fund. Sóltún 1 ehf | Laugavegi 182 | 105 Reykjavík Sími 563 1440 | soltunibudir@soltunibudir.is | www.soltunibudir.is Po RT h ön nu n Til sölu fyrir 60 ára og eldri í Sóltúni 1-3, Reykjavík. Verð frá kr. 39.800.000. íbúðirnar verða afhentar vorið 2017

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.