Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 21.01.2017, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 21. janúar 2017 Soffía Dögg Garðarsdótt-ir er flestum fagurkerum landsins löngu kunn enda haldið úti hinum feikna-vinasæla vef Skreytum hús í nokkur ár. Á Facebook-hóp hennar Skreytum hús deila 35.000 meðlimir lausnum fyrir heimilið en í því er Soffía sjálf algjör snill- ingur, sérstaklega þegar kemur að frumlegum og ódýrum lausnum. Soffía er nýbúin að taka jólin niður sem henni finnst næstum því jafn skemmtilegt og að setja þau upp. „Það kemur svo skemmtileg ró yfir og svona hreinleikatilfinning. Á þessum tíma er kjörið að nýta tím- ann og prófa að færa hluti til, það sem skiptir öllu máli er að leika sér með þetta allt saman. Sniðugt er að setja sér áskorun um að enginn hlutur megi fara á „sinn“ stað – hvað kemur út úr því?“ Nú þegar jólin eru komin í kassa stefnir Soffía á að taka barnaher- bergin í gegn. Fyrst á dagskrá er að búa til nýtt rúm fyrir dótturina, hálfgerða himnasæng. Til þess mun Soffía nota gamalt rúm sem henni áskotnaðist í Skreytumhús-sölu- hópnum og úr viðarhillum af nytja- markaði. „Barnaherbergi eru ei- lífðarverkefni og eitthvað sem þarf alltaf að fara reglulega í gegnum. Börn eiga svo mikið af leikföngum, svo bætist alltaf við um jólin og það er um að gera að fara yfir það sem er ekki lengur í notkun og koma því þangað sem aðrir njóta góðs af. Við fórum yfir alla fataskápana hérna og erum með stóra poka sem eru að fara í Konukot og í Rauða krossinn, eins förum við með leikföng sem er hætt að nota og komum þeim í um- ferð aftur.“ | hh Heimili í stöðugri þróun Á hinum feiknavinsæla vef Skreytum hús deilir Soffía Dögg Garðarsdóttir því sem gleður auga hennar hverju sinni en fyrst og fremst deilir hún sniðugum og ódýrum lausnum fyrir heimilið. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Soffía Dögg heldur úti vefnum Skreytum hús þar sem hún deilir því sem hrífur í henni fagurkerann hverju sinni. Hún heldur líka utan um facebook-hópinn Skreytum hús þar sem yfir 35.000 manns eru meðlimir. Slippfélagið hefur þróað liti í samstarfi við Soffíu sem hafa líka verið gríðarlega vinsælir. Sjálf er hún mest fyrir mjúka og notalega tóna, jarðliti og pastel í bland við svart og hvítt. Mynd | Hari Þessi gamli stofuskápur fékk nýtt útlit áður en hann var endurnýttur í herbergi barnanna. Soffía málaði skápinn hvítan og setti stóran límmiða á bak við hillurnar. Soffía tók hús foreldra sinn í gegn síðastliðið sumar og hér má hvernig hún gjör- breytti eldhúsinu. Þennan bekk fann Soffía í Góða hirðinum og breytti honum að sínum stíl. 8.999 kr. PARÍS f rá T í m a b i l : m a rs - a p r í l 2 0 1 7 12.999 kr. LYON f rá T í m a b i l : j ú n í & s e p te m b e r 2 0 1 7 8.499 kr. AMSTERDAM f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a í 2 0 1 7 7.999 kr. FRANKFURT f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a í 2 0 1 7 14.499 kr. BOSTON f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a í 2 0 1 7 14.999 kr. VARSJÁ f rá T í m a b i l : á gú st - s e p te m b e r 2 0 1 7 Hæ, kíktu út! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. * * * * * *

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.