Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 6
 Við gerum meira fyrir þig – Nóatún Austurveri – www.noatun.is SÆLKERAHELGI Í NÓATÚNI Frábær tilboð úr kjötborði, skemmtilegar nýjungar og ljúffengt meðlæti. Hlökkum til að sjá þig! HEILBRIGÐISMÁL Virkni bóluefnis gegn inflúensu í ár er svipuð og undan­ farin ár. Virknin er minnst hjá elstu kynslóðinni, það er 28 til 30 prósent hjá 65 ára og eldri. Sóttvarnalæknir hvetur lækna til að íhuga notkun veirulyfja, það er tamiflu, hjá þessum áhættuhópi við grun um eða staðfesta inflúensu, óháð bólusetningu. „En þetta er auðvitað ákvörðun læknis hverju sinni,“ segir Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir hjá land­ læknisembættinu. Frá því í byrjun desember hafa alls 95 einstaklingar legið á Landspítala vegna inflúensu, þar af greindist 21 í síðustu viku sem er fjölgun borið saman við vikurnar á undan. Flestir eiga það sameiginlegt að vera 70 ára og eldri, meðalaldurinn er tæp 74 ár. Guðrún tekur fram að bólusettir fái væntanlega vægari einkenni en aðrir. „Ef við myndum ekki bólusetja yrði þetta enn verra. Bólusetning dregur úr smiti meðal yngra fólks og þá jafn­ framt hjá þeim eldri.“ Hún segir inflúensuna útbreidda í samfélaginu, sennilega sé hún í hámarki núna og gera megi ráð fyrir að tilfellum fækki á næstu vikum. – ibs Virknin 30% hjá eldra fólki Bólusett gegn flensu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Súkkulaðisætari heimur í Brussel Konfektgerðarmaður leggur lokahönd á súkkulaðikonfekt sem hann kynnir á sýningunni Salon du Chocolat í Brussel í Belgíu. Sýningin hófst í gær og stendur fram til morguns. Þessi sýning er haldin árlega og hefur meðal annars farið fram í París, Tókýó, New York og Moskvu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA öRyGGISMÁL Slysasaga, landfræði­ legar aðstæður og fjöldi útivistar­ fólks á Esjunni gefur fullt tilefni til þess að eftirlit og vöktun og merkingar á fjallinu séu teknar til skoðunar. Borgarstjóri hvetur til þess að heimild í lögum sé nýtt og stofnuð verði sérstök nefnd á vegum umhverfis­ og auðlindaráðuneytis­ ins um úrbætur á svæðinu með tilliti til öryggismála. Veðurstofa Íslands útilokar ekki sérstaka snjóflóðaspár en fjármagn þarf að koma til. Mikill viðbúnaður var hjá björg­ unarsveitum á suðvesturhorni landsins rétt fyrir mánaðamótin þegar um 160 björgunarsveitar­ menn tóku þátt í leit eftir að snjó­ flóð féll í hlíðum Esjunnar og hreif með sér þrjá menn. Ungur maður lést í flóðinu. Dagur B. Eggertsson borgar­ stjóri skrifaði af því tilefni Björt Ólafsdóttur, umhverfis­ og auð­ lindaráðherra, bréf þar sem hann sagði spurningar vakna um eftirlit og snjóflóðavöktun á svæðinu, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Lagði hann til að hlutaðeigandi stofnanir tækju atvikið til skoðunar og að ráðherra nýtti heimild í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum til að skipa nefnd vegna slyssins og „... er það mat Reykjavíkurborgar að þetta alvarlega slys gefi fullt tilefni til þess að skipa slíka rannsóknar­ nefnd,“ segir í bréfi borgarstjóra sem staðfestir við Fréttablaðið að enn þá hafi svar ekki borist við erindi hans. Jónas Guðmundsson, sérfræð­ ingur í slysavörnum hjá Landsbjörg, segir málið margþætt. Fólk verði að sækja sér þekkingu og reynslu til að fara á fjöll – og „Esjan er sannarlega alvöru fjall þar sem lítið þarf að bera út af svo illa fari“. Jónas segir jafn­ framt að þegar fólk kemur á staðinn þurfi að vera til staðar upplýsingar sem segir viðkomandi hvaða leið sé auðveld og hver ekki – og hvaða tíma það taki að ganga viðkomandi leið og hvaða hættur geta leynst á hverri þeirra. „Það er lítið um þetta almennt hér á landi, þetta er að finna í þjóð­ görðum og nokkrum stöðum að auki. En þarna vantar upp á hjá okkur, og sérstaklega ef við berum okkur saman við það sem tíðkast víða erlendis þar sem þessar upp­ lýsingar eru nákvæmlega útlist­ aðar,“ segir Jónas og bætir við að sérstakar aðstæður gefi tilefni til að skoða eftirlit og vöktun. Jónas segir að það sem vanti upp á hér á landi sé að viðvaranir séu almennar en ekki sértækar – það séu til dæmis ekki gefnar út veður­ spár fyrir vinsæl útivistarsvæði. Veðurstofan sé að gera góða hluti, en þetta vanti og allt snúist þetta um fjárveitingar til slíkra örygg­ isatriða. Snjóflóðaspár þurfi líka að vera til staðar og fleira. svavar@frettabladid.is  Bæta þarf öryggi við vinsælar leiðir Full ástæða er til að bæta merkingar og meta kerfi til eftirlits og vöktunar við Esjuna. Borgarstjóri hefur beðið ráðherra að leggjast yfir málið – tilefnið er dauðaslys í lok janúar. Íslendingar sinna illa merkingum við gönguleiðir. Víða eru þær hættulegri en margur hyggur. Þarna vantar upp á hjá okkur, og sérstaklega ef við berum okkur saman við það sem tíðkast víða erlendis. Jónas Guðmundsson, sérfræðingur hjá Landsbjörg 1 1 . f E B R ú a R 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R6 f R é t t I R ∙ f R é t t a B L a Ð I Ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -3 4 A 8 1 C 3 7 -3 3 6 C 1 C 3 7 -3 2 3 0 1 C 3 7 -3 0 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.