Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 8
DAGSKRÁ • Skýrsla stjórnar. • Reikningar félagsins. • Lagabreytingar. • Stjórnarkjör. • Kosinn löggiltur endurskoðandi, 2 skoðunarmenn og 2 til vara. • Kosið í kjörstjórn, 5 manns og jafnmargir til vara. • Ákvörðun um iðgjald félagsmanna og skipting milli sjóða. • Kosið í stjórnir Orlofssjóðs, Vinnudeilusjóðs, Starfsmenntunarsjóðs og Styrktar- og sjúkrasjóðs. • Fjárhagsáætlun. • Ályktanir aðalfundar afgreiddar. • Önnur mál. Allir félagsmenn eru velkomnir. Boðið verður upp á léttan kvöldverð. AÐALFUNDUR SFR STÉTTARFÉLAGS Í ALMANNAÞJÓNUSTU fimmtudaginn 23. mars 2017 kl. 17 að Grettisgötu 89, 1. hæð Frakkland Marine Le Pen segist ætla að frelsa Frakkland úr viðjum alþjóðavæðingar, Evrópusam- bandsins og íslamskra öfgamanna. Þetta er stefnan sem hún boðaði í ræðu sinni á kosningafundi í Lyon um síðustu helgi. Hún stefnir á að verða forseti Frakklands í vor. „Það sem er í húfi í þessum kosn- ingum er hvort Frakkland verði áfram frjáls þjóð, tilvera okkar sem þjóðar er í húfi,“ sagði hún og lofar að setja Frakkland í forgang, rétt eins og Donald Trump hefur lofað að endurreisa Bandaríkin til ein- hverrar fyrri dýrðar sem hann sér í hillingum. „Fólkið er að vakna, straumar sögunnar eru að umturn- ast,“ segir hún og stillir upp þeim óvinum sem hún ætlar sér að berjast gegn. Þeir eru helstir Evrópusamband- ið, alþjóðavæðing efnahagslífsins og innflytjendur frá múslimalöndum. Hún segist ekki vera hægra megin í stjórnmálum, hefur jafnvel sagst vera vinstra megin við Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta. „Ég er í liði með föðurlandsstefn- unni. Margir evrópskir leiðtogar hafa verið í liði með alþjóðavæð- ingunni.“ Hún hvetur meðal annars til þess að evran verði lögð niður: „Evran er ekki gjaldmiðill. Hún er pólitískt vopn. Evran er hnífur sem Evrópu- sambandið stingur í bakið á fólkinu til að neyða það til að fara þangað sem það vill ekki fara.“ Le Pen er leiðtogi Frönsku þjóð- fylkingarinnar, harðlínuflokks þjóðernissinna sem faðir hennar, Jean-Marie le Pen, stofnaði fyrir meira en fjórum áratugum. Hún tók við forystunni árið 2011, þegar faðir hennar var kominn yfir áttrætt og fylgi flokksins tekið að dala. Hún hefur af töluverðum krafti reynt að draga úr þeirri harðlínu- ímynd sem flokkurinn hafði á sér á meðan faðir hennar var við stjórn- völinn. Hún kallar það að afeitra flokkinn og hefur óspart rekið úr honum liðsmenn sem hafa sýnt af sér gallharðan þjóðernishroka eða boðað grímulaust kynþáttahatur eða gyðingahatur. Þetta hefur skilað henni og flokknum auknu fylgi. Hún hefur verið að mælast með yfir 20 og allt upp undir 30 prósenta fylgi og flokkur hennar, sem lengi vel var jaðarflokkur með lítið fylgi, hefur náð forystu í héraðskosningum í Frakklandi, jafnvel með yfir 40 pró- sent sums staðar. Marine Le Pen er fædd 1968, tekin að nálgast fimmtugt og hefur tekið þátt í starfi flokksins frá unglings- árum, en var lengi á hliðarlínunni. Vonast til að verða Frakklandsforseti Þjóðernisflokkar Evr- ópu horfa til Trumps Í janúar hittust fulltrúar helstu þjóðernisflokka Evrópu á fundi í Koblenz í Þýskalandi. Það var þýski flokkurinn Alternative für Deutschland, eða Valkostur fyrir Þýskaland, sem skipulagði fundinn til að stilla saman strengi flokkanna í beinu framhaldi af kosningasigri og valdatöku Donalds Trump í Banda- ríkjunum. Kosningaúrslitin í Bandaríkj- unum og í Brexit-kosningunni í Bretlandi á síðasta ári hafa greini- lega vakið með evrópskum þjóð- ernispopúlistum vonir um frekari sigra í kosningum á næstunni. „Afstaða hans til Evrópu er aug- ljós,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Frönsku þjóðfylkingarinnar, um hinn bandaríska Trump. „Hann styður ekki kerfi sem kúgar þjóð- irnar.“ Á myndinni má sjá helstu leið- toga þessarar hreyfingar, sem hefur verið að sækja jafnt og þétt í sig veðrið á síðustu misserum. Matteo Salvini, þessi með símann, er leiðtogi Norðurbandalagsins á Ítalíu. Næstur er Harald Vilimsky, austurríska Frelsisflokknum. Þá kemur Geert Wilders, leiðtogi hol- lenska Frelsisflokksins. Þá Marcus Pretzell fulltrúi þýska AfD-flokksins á Evrópuþinginu. Til hægri eru Le Pen og Frauke Petry, leiðtogi þýska AfD-flokksins. FréTTAbLAðið/EPA Marine Le Pen, leiðtogi Frönsku þjóðfylkingar- innar, þykir eiga góða möguleika á sigri í fyrri umferð forsetakosning- anna í vor. Ekki er þó víst að það dugi henni til sigurs í seinni um- ferðinni. Marine le Pen hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta Frakk- lands en aldrei verið sigurstrang- legri en einmitt nú. Skoðana- kannanir spá henni fjórðungi atkvæða og þar með fyrsta sæti í fyrri umferð forsetakosninganna, sem verður haldin 23. apríl, en það tryggir henni þátttöku í seinni umferðinni hálfum mánuði síðar, þann 7. maí, þar sem kosið verður á milli tveggja efstu. Francois Fillon, frambjóðandi hefðbundinna hægri manna, virtist lengi vel ætla að veita Le Pen hörðustu samkeppnina en fylgi hans hefur hrapað á síðustu vikum vegna hneykslismáls, sem ætlar að verða honum dýrkeypt. Hann varð uppvís að því að láta ríkið greiða eiginkonu sinni og börnum fyrir að aðstoða sig án þess að neitt vinnuframlag af þeirra hálfu hafi legið fyrir. Hann reynir nú að halda í kjósendur sína með því að benda á hættuna af Le Pen: Komist hann ekki yfir í seinni umferð kosninganna þá muni fylgi hans fara beint til hennar. Frambjóðandi sósíalista, benoit Ha- mon, virðist ekki líklegur til að veita Le Pen eða Fillon harða samkeppni. Hann hefur ekki verið að mælast með meira en um eða rétt rúmlega 15 prósent undanfarið. Það er hins vegar frambjóðandi óháðra, Emmanuel Macron, sem hefur verið að ná til sín næst mestu fylgi samkvæmt skoðanakönnunum. Hann er nú kominn upp fyrir 20 prósent. Fylgisaukninguna virðist helst mega rekja til vandræða- gangs Fillons. En komist Le Pen í seinni um- ferðina, sem allar líkur standa til, þá virðist hún engu að síður eiga litla möguleika á sigri í seinni um- ferðinni, hvort sem hún myndi etja kappi við hægri manninn Fillon eða vinstri manninn Macron. Samkvæmt skoðanakönnunum ætti hún erfitt með að ná sér í meira en 40 prósenta fylgi í seinni umferðinni, sem myndi þá skila annaðhvort Fillon eða Macron sigri. Skoðanakannanir hafa hins vegar ekki reynst vel í nokkrum af- drifaríkum kosningum undanfarið. Kjósendur hafa ítrek- að gefið fréttaskýr- endum langt nef og kosið þvert á það sem skoðanakannanir höfðu bent til. Þannig vann Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkj- unum í nóvember síðastliðnum þrátt fyrir að lengst af hafi hann ekki þótt eiga miklar líkur á sigri. Og Bretar samþykktu úrsögn úr Evrópusambandinu í júní síðast- liðnum, þrátt fyrir að skoðana- kannanir hafi ekki bent til þess að sú niðurstaða yrði sérlega líkleg. Af þessum sökum ákvað eitt franskt dagblað, Le Parisien, að sleppa því að birta tölur úr skoðanakönnunum í aðdraganda þessara forsetakosninga. Þess í stað verði látið nægja að ræða við kjósendur vítt og breitt um landið í von um að það geti gefið les- endum gleggri mynd af því hvernig afstaða þjóðarinnar er og þróast. Að minnsta kosti má allt eins reikna með því að óvænt úrslit geti komið upp úr kjörkössunum í maí. Styttist í kosningar 23. apríl fer fyrri umferð for- setakosninganna fram. Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Afstaða hans til Evrópu er augljós. Hann styður ekki kerfi sem kúgar þjóðirnar. Marine Le Pen, leið- togi Frönsku þjóð- fylkingarinnar 1 1 . F e b r ú a r 2 0 1 7 l a U G a r d a G U r8 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 3 7 -4 8 6 8 1 C 3 7 -4 7 2 C 1 C 3 7 -4 5 F 0 1 C 3 7 -4 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.