Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 28
Þórarinn Tyrfingsson er á skrifstofu sinni að ganga frá skýrslugerð í lok dags. Hann verður sjötugur í maí, þá ætlar hann að láta af störfum.
Þórarinn fór í meðferð við áfeng-
issýki árið 1978, þá 31 árs gamall,
hjá SÁÁ. Nokkrum mánuðum síðar
hóf hann störf fyrir samtökin og
hefur starfað sem læknir á Vogi frá
því að sjúkrahúsið var byggt og vígt
árið 1983.
Á meðan hann pikkar inn í tölv-
una ræðir hann um asann sem er
á flestum dagsdaglega og gerir að
gamni sínu. „Á þeim lausa tíma
sem við höfum þá erum við að leita
að lyklunum okkar eða veskinu. Að
rjúka eitthvert, ná í börnin og svona.
Við erum alltaf á hlaupum,“ segir
hann og lítur gráglettinn á blaða-
mann sem baksar við handtöskuna
sína og símann sem er notaður sem
upptökutæki. „Svo erum við alltaf
í símanum. Vissir þú að heilinn á
okkur er gerður fyrir að hitta eins
og eina manneskju á dag. Kannski
sextíu á ári, það er það sem okkur er
eiginlegt,“ segir hann upp úr hugs-
unum sínum.
Þurfti að hafa fyrir lífinu
Þórarinn er þekktur fyrir að liggja
ekki á meiningu sinni. Hann segir
það sem hann hugsar og meinar og
hefur verið áberandi í umræðu um
fíknivanda á Íslandi. Vanda sem
hann þekkir á eigin skinni. Hann er
fæddur og uppalinn á Kleppsholt-
inu. Kleppur var óaðskiljanlegur
hluti af holtinu og sjúklingar settu
svip á hverfið. Á þeim tíma sem
Þórarinn var að vaxa úr grasi átti
hann fáa jafnaldra í hverfinu.
„Það var nú samt gaman að alast
upp á Kleppsholtinu þótt jafnaldrar
mínir væru fáir. Ég fór fljótlega í
íþróttir og tengdist félögum mínum
í gegnum handboltann og Lang-
holtsskóla.
Ég er af fátæku fólki kominn.
Pabbi var húsasmíðameistari og
kominn af efnalitlu fólki í Borgar-
nesi. Mamma úr Hvítársíðunni og
líka af fátæku fólki komin. Ég var
fyrsti stúdentinn í móðurættinni
og í föðurættinni voru jafnaldrar
mínir fyrstir til að verða stúdentar.
Það má segja að það sé innbyggt
í mig og mitt fólk að hafa fyrir líf-
inu,“ segir Þórarinn og segir betur
af fjölskylduhögum sínum. Þeir
eru þrír bræðurnir. „Eldri bróðir
minn, Þórður, fór til Danmerkur og
lærði byggingartæknifræði og yngri
bróðir minn, Pétur, er sálfræðingur
og lærði einnig félagsvísindi í Sví-
þjóð,“ segir Þórarinn til marks um
dugnað bræðra sinna.
Dugnaðurinn hófst á barnsárum.
„Við vorum dugleg á þessum árum.
Ég fór í sveit átta ára gamall, entist
að vísu ekki lengi,“ segir hann og
brosir góðlátlega. „En svo fór ég að
sendast í barnaskóla og vann mér
þannig inn aukapening.“
Sjö barna faðir
Skólagangan gekk vel hjá Þórarni.
Hann tók landspróf og var áfram
iðinn í íþróttum. Það fór ekki að
halla undan fæti fyrr en hann var að
verða sautján ára gamall og byrjaði
að drekka.
„Ég kom hingað til meðferðar um
jólin 1978 og var gríðarlega veikur.
Ég var búinn að drekka mikið og
ganga nærri mér. Búinn að fara illa
með fjölskyldu mína og sjálfan mig.
Ég hafði vandræði af drykkjunni um
leið og ég byrjaði að drekka,“ segir
Þórarinn frá en bætir því við að hann
hafi byrjað tiltölulega seint miðað við
tíðarandann sem þá ríkti. „Ég var að
verða sautján ára gamall. Ég var kom-
inn í fyrsta bekk í MR og var í fyrstu
deild í handbolta. Ég var orðinn mjög
háður áfengi og áfengissjúkur um tví-
tugt. Svo drakk ég í tíu ár. Hélt áfram
í fyrstu deild í handbolta og lærði til
læknis. Þetta gekk allt saman ein-
hvern veginn en var erfitt. Ég fór
illa með mig og fjölskylduna,“ segir
Þórarinn.
„Það má segja að ég hafi lent í
svona 52 áföllum á hverju ári. Svo
tekur tíma að vinna sig út úr þessu.
Mér fylgdu kvíðaraskanir, áskap-
„Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að gera. Það verður nýtt ævintýri,“ segir Þórarinn. FrÉttablaðið/GVa
Þórarinn Tyrfingsson lætur af störfum sem forstjóri
Sjúkrahússins Vogs í vor. Þegar hann er búinn að
stimpla sig út í síðasta sinn ætlar hann ekki að hafa
áhrif á störf annarra á Vogi. Hann segist tilvistarsinni,
hugsar ekki of mikið um fortíð og framtíð. „Ég er
nefnilega á því að ég ráði svolítið mikið um mína lífs-
hamingju sjálfur. Hún fari eftir því hvernig ég hugsa
á hverjum tíma,“ segir Þórarinn en þessi sjálfsábyrgð
má segja að sé einnig grundvöllur meðferðar við fíkn.
sjálfum mér
Ég stýri bara
aðar vegna drykkjunnar fyrstu tvö
árin að minnsta kosti. Ég var þó með
góða geðheilsu svona miðað við allt
saman. Ég held ég hafi mótast mest á
fjórða eða fimmta ári eftir að ég hætti
að drekka. Þá fékk maður bein í nefið.
Þá var maður kominn úr þessari til-
vistarkrísu sem maður var í.
Það góða við þetta allt saman er
barnalánið. Ég á sjö falleg, góð og sjálf-
stæð börn,“ segir hann frá og telur þau
upp. „Þau eru mjög sjálfstæð og ætli
þau séu ekki svipuð mér og mínum að
því leyti. Elsti sonur minn heitir Birgir
og gengur undir nafninu Biggi veira.
Ég átti hann ekki í hjónabandi eða
sambúð og kynntist honum seinna
á lífsleiðinni. Hann er líkur mér og
mínu fólki og ég er afskaplega stoltur
af honum. Svo átti ég Halldóru mína
sem er krabbameinslæknir barna
og vinnur á Barnaspítala Hringsins.
Svo átti ég Ingunni mína sem hefur
verið búsett í Svíþjóð. Svo átti ég
Tyrfing minn sem er svo fjölhæfur,
viðskiptafræðingur, gítarleikari og
málari, og Björn sem er taugalæknir,
Hildi mína sem er að verða öldrunar-
læknir og svo átti ég hana Þórhildi
mína sem er yngst barna minna. Hún
er að læra félagsvísindi. Hún er auga-
steinninn minn því við vorum orðin
svo fullorðin þegar við áttum hana.
Besta vitleysa sem ég og eiginkona
mín, Hildur, tókum upp á.“
Þórarinn segist vera búinn að gefa
það út að hann muni ganga út úr
sinni stöðu þann 20. maí á þessu ári.
„Þá verð ég sjötíu ára. Ég er búinn að
vera að stefna að þessu í þrjú, fjögur
ár.
Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég
ætla að gera. Það verður nýtt ævin-
týri. Tímamót í mínu lífi sem verða
skemmtileg. Ég vonast til að binda
mig ekki eins mikið og ég hef gert og
njóta frelsis. Hafa meiri tíma til sköp-
unar,“ bætir hann við og vísar í upp-
haf samtalsins um það hvað lífið líði
skjótt hjá.
Upp fyrir höfuð
Hugsar þú einhvern tímann um að þú
hefðir átt að hætta fyrr?
„Ég er tilvistarsinni og alls ekki
maður fortíðarinnar. Ég er ekki
heldur mikið fyrir að plana langt fram
í tímann. Ég er nefnilega á því að ég
ráði svolítið miklu um mína lífsham-
ingju sjálfur. Hún fari eftir því hvernig
ég hugsa á hverjum tíma. Ég lít svo á
yfirleitt að ég muni bjarga mér og taka
skynsamlegar ákvarðanir.“
Dæmigerður dagur hjá Þórarni um
þessar mundir einkennist af miklum
önnum á Sjúkrahúsinu Vogi vegna
manneklu. „Jú, dæmigerður dagur í
dag er kannski ekki svo dæmigerður.
Því það hefur verið mannekla. Við
höfum svo fáa lækna og verðum að
hafa hér lækna sem tala íslensku. Ég
er mikið í rútínunni að láta hlutina
ganga upp. Ég kem hingað í vinnu,
geng stofugang á sjúkrahúsinu og er á
vaktinni. Ég tek á móti sjö til tíu sjúkl-
ingum. Greini þá og geng frá málum.
Fyrir utan að tala við aðra sjúklinga,
halda fyrirlestra fyrir sjúklinga og
starfsfólk. Ég er í raun upp fyrir höfuð
í þessu starfi,“ segir hann.
Það hafa þó verið erfiðari tímar í
rekstri Vogs. Þegar Þórarinn er beð-
inn um að rifja upp þá erfiðustu telur
hann til innanhússdeilur frá árinu
1989. „Það fannst mér erfitt, miklar
innanhússdeilur hér og ég skynjaði
þá að ég var trekktur á taugum. Ann-
ars hef ég verið heilsuhraustur þótt
það hafi gengið ýmislegt á,“ segir
Þórarinn um þennan tíma en árið
1988 varð hann starfandi stjórnar-
formaður og var það til ársins 2011.
„Ég var líka yfirlæknir á sama tíma
og á vöktum. Það hefur oft verið
mikið að gera en það hefur allt verið
þarft,“ segir hann.
Er hann fyrirmynd fyrir sína sjúkl-
inga? Skiptir það máli að hann hafi
reynslu af fíkninni?
„Já, ég held það skipti máli. Ég finn
það með árunum að fólk ber virðingu
fyrir mér hvert sem ég kem. En það er
ekkert endilega vinsamlegt við mig.
Það fer ekkert endilega saman.“
Þú ert ekkert átakafælinn maður,
eða hvað?
„Ég veit það ekki alveg. Ég hef
stundum frekar forðast átök af því að
ég var í forsvari fyrir þetta fyrirtæki.
Því miður er það nú svo að maður
getur ekki reiknað með að stjórn-
málamenn og stjórnsýslumenn láti
málefnin ráða. Þeir eru oft á per-
sónulegum nótum og taka afstöðu
á barnalegan hátt. Svo maður hefur
þurft að gæta sín. En í eðli mínu þá er
ég kominn af fólki sem vandist því að
segja sína meiningu. Það er ríkt í mér.“
bullað um áfengisfrumvarp
Nú er áfengisfrumvarpið komið fram
enn á ný. Hvað finnst honum um það?
Þórarinn hristir höfuðið. „Æi,
maður getur ekki annað en hlegið.
Það sem aumingja stjórnmálamenn
og fjölmiðlamenn tala um er þvílíkt
rugl. Það gengur algjörlega fram af
manni, þetta bull. Það er eins og fólk
átti sig ekki á því að það er til sérfrótt
fólk í félagsvísindum sem við hljótum
að taka mark á sem segir okkur að það
sé mjög óskynsamlegt að koma með
þetta frumvarp fram. Það mun fara
illa sérstaklega í þá sem eru komnir
yfir miðjan aldur. Þeir munu drekka
enn meira og við höfum engin efni
á því. Það er of kostnaðarsamt fyrir
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Ég held Ég hafi mótast
mest á fjórða eða
fimmta ári eftir að Ég
hætti að drekka. Þá
fÉkk maður bein í nefið.
Þá var maður kominn
úr Þessari tilvistar-
krísu sem maður var í.
1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ f r É T T a b L a ð i ð
1
1
-0
2
-2
0
1
7
0
4
:3
0
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
3
7
-3
9
9
8
1
C
3
7
-3
8
5
C
1
C
3
7
-3
7
2
0
1
C
3
7
-3
5
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
1
2
s
_
1
0
_
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K