Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 11.02.2017, Blaðsíða 66
| AtvinnA | 11. febrúar 2017 LAUGARDAGUR30 Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem við búum í. Styrkt búseta og sérhæfður stuðningur Velferðarsvið Starfsmenn með háskólamenntun óskast til starfa til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis vinnur að því að því að setja upp styrkta búsetu og sérhæfðan stuðning fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Starfið felur í sér að veita einstaklingum stuðning í daglegu lífi og taka þátt í tómstundum og starfi með viðkomandi. Starfsmenn vinna í teymi og samstarf er við Landspítala háskólasjúkrahús. Unnið er á vöktum og um sólarhringsþjónustu er að ræða. Starfshlutfall er eftir samkomulagi. Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis hefur að markmiði að veita íbúum hverfanna fyrirmyndarþjónustu og stuðla að góðu samfélagi fyrir alla í samvinnu við íbúa, félagasamtök, hagsmunaaðila og stofnanir í hverfunum. Unnið er á grundvelli þverfaglegs samstarfs sérfræðinga og áhersla lögð á heildarsýn og samþætta þjónustu. Helstu verkefni og ábyrgð • Hvatning, ráðgjöf og stuðningur til sjálfshjálpar og félagslegrar virkni • Aðstoð og leiðbeiningar við athafnir daglegs lífs • Vinna að eftirfylgd einstaklings- og þjónustuáætlana • Virkt notendasamráð og samvinna við aðstandendur og aðra hagsmunaaðila • Þróun og þátttaka í þverfaglegu starfi og faglegri upp- byggingu Menntunar og hæfniskröfur • Menntun á sviði heilbrigðis-, mennta- eða félagsvísinda • Þekking og/eða reynsla í starfi með einstaklingum með skerðingar og/eða vímuefnavanda • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Áhugi á þróun og uppbyggingu faglegs starfs • Áhugi á þverfaglegri teymisvinnu og valdeflingu • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykja- víkurborgar Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar um starfið veitir Katrín Harpa Ásgeirsdóttir í síma 411 1500 eða með því að senda fyrirspurnir á katrin. harpa.asgeirsdottir@reykjavik.is Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um störfin á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf eða með því að senda tölvupóst með umsókn og ferilskrá á Katrínu Hörpu Ásgeirsdóttur á netfangið: katrin.harpa.asgeirsdottir@ reykjavik.is Umsóknarfrestur er til 25. febrúar nk. Icepharma • Lynghálsi 13 • 110 Reykjavík • Sími 540 8000 • icepharma.is Icepharma leitar að viðskiptastjóra (Field Brand Manager) fyrir Pfizer Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða náttúruvísinda (t.d. lyfjafræði, hjúkrunarfræði, líffræði) • Reynsla af markaðsstarfi, viðskiptastjórn og sölu heilbrigðisvara eða lyfja • Góð greiningarhæfni og eiginleiki til að túlka og leggja fram niðurstöður og tillögur • Áhugi og vilji til að vinna í spennandi og þverfaglegu teymi bæði á Íslandi og í samstarfi við Pfizer í Danmörku • Fagmennska og frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð • Góð færni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun • Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti • Mjög gott vald á ensku er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli er kostur Starfssvið: • Kynning og sala á lyfjum • Myndun og viðhald viðskiptatengsla við heilbrigðisstarfsfólk • Greining og undirbúningur nýrra markaðstækifæra, sem og innleiðing og eftirfylgni • Verkefnastýring og þátttaka í útboðum í samstarfi við Pfizer • Markaðsgreining og áætlanagerð • Þátttaka í og skipulagning funda og ráðstefna hérlendis og erlendis • Samskipti við Pfizer í Danmörku Nánari upplýsingar um starfið veitir Bessi H. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Lyfjasviðs Icepharma (bessi@icepharma.is eða 821 8008). Umsóknir óskast sendar fyrir 20. febrúar á netfangið atvinna@icepharma.is merkt „Pfizer“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Pfizer er stærsta lyfjafyrirtæki í heimi, stofnað árið 1849, og er leiðandi í rannsóknum og þróun lyfja. Starfsmenn fyrirtækisins um allan heim eru yfir 110.000. Markmið fyrirtækisins er að veita sjúklingum bestu meðferð sem kostur er á, í samvinnu við heilbrigðiskerfið, og tryggja þeim lengra og betra líf. Pfizer hefur markaðsleyfi fyrir u.þ.b. 80 mismunandi lyf á Íslandi og er hlutdeild fyrirtækisins í íslenskum lyfjamarkaði 8%. Icepharma er leiðandi fyrirtæki á íslenskum heilbrigðismarkaði og hefur það að markmiði að styðja við almenna lýðheilsu. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns með víðtæka menntun og þekkingu við sölu og markaðssetningu, sérfræðiráðgjöf og þjónustu. Icepharma leggur metnað sinn í að vera fyrirmyndarvinnustaður og leggur áherslu á jafnrétti og fjölskylduvænt umhverfi. Ferðaskrifstofan Ferðakompaníið ehf. auglýsir: Við leitum að manneskju í fullt starf í bókunar- og úrvinnsludeild. Um er að ræða framtíðarstarf sem losnar fljótlega og því þyrfti viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Í starfinu felst móttaka pantana og utanumhald með einstaklingsbókunum. Nauðsynlegt er að búa yfir þjónustulipurð, tölvukunnáttu, skipulags- og sam- vinnuhæfileikum. Krafist er góðrar hollenskukunnáttu. Ferðakompaníið er 17 ára fjölþjóðlegt fyrirtæki. Þar vinna um 27 starfsmenn sem koma víðsvegar að úr heiminum. Helstu sam- starfsaðilar okkar erlendis eru í Frakklandi en undanfarin ár hafa viðskipti við Holland og Belgíu stórlega aukist. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Umsóknir sendist til: Ferðakompanísins ehf – Fiskislóð 18-20, 101 Reykjavík og/eða á netfang info@ferdakompaniid.com http://www.destination-islande.com/ http://www.iceland-like-a-local.com/ BIRTINGARÁÐGJAFAR Á BETRI STOFU Hefur þú góða þekkingu á markaðsfræðum? Hefur þú menntun og reynslu af vinnu við nýmiðla og aðra miðla? Við leitum að öflugu fólki til að vinna við framúrskarandi birtingaráðgjöf; að skemmtilegum starfsfélögum með góðan skilning á tölfræði, markahópagreiningu og þekkingu á helstu forritum þar að lútandi. Hafðu samband sem fyrst því við göngum hratt frá málum. Þarf að geta hafið störf mjög fljótlega. Umsóknarfrestur til 18. febrúar. Netfangið er: atvinna@bestun.is www.bestun.is 562 2700 101 reykjavík bankastræti 9 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -7 4 D 8 1 C 3 7 -7 3 9 C 1 C 3 7 -7 2 6 0 1 C 3 7 -7 1 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.