Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 11.02.2017, Qupperneq 96
„Þýskir kvikmyndadagar hafa fylgt okkur í Bíói Paradís frá upphafi og við fylgjumst líka alveg sérstaklega vel með því nýjasta í þýskri kvikmynda- gerð á Berlinale-hátíðinni ár hvert,“ segir Ása Baldursdóttir, dagskrár- stjóri Þýskra daga í Bíói Paradís sem hefjast í kvöld. Það eru Bíó Paradís og Goethe Institut sem standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjöunda sinn í samstarfi við Þýska sendiráðið. Ása segir að frá upphafi hafi verið leitast við að eignast dreifingarrétt- inn á sumum þessar þýsku mynda og því hafi þær líka ratað á mynd- bandaleigu í gegnum sjónvarp eða VOD eins og það er kallað í daglegu tali. „Þá eignast myndirnar ákveðið framhaldslíf og að auki þá höfum við fengið mikið hrós frá fólki úti á landi sem kemst ekki á Þýska kvikmynda- daga en getur engu að síður notið frá- bærra mynda.“ Þriggja tíma grín Ása segir að reglan hafi verið að vera alltaf með sex til sjö kvikmyndir á Þýskum dögum árlega. „Þetta eru kannski ekki svo margir titlar en þetta er rjóminn af því besta. Við fengum til að mynda að njóta þess heiðurs að vera viðstödd sérstaka blaðamannasýningu í Cannes á Toni Erdmann sem er aðalmyndin okkar í ár. Við stóðum þarna fyrir utan bíóið klukkan níu um morgun ásamt her alþjóðlegra blaðamanna og það vissi enginn við hverju var að búast. Fólk var satt best að segja alveg að mygla við tilhugsunina um að byrja daginn á þriggja tíma langri þýskri gaman- mynd,“ segir Ása og hlær við til- hugsunina. „En svo byrjaði myndin og eftir tvo tíma þá stóð öll höllin upp og klappaði, ég hélt að myndin væri búin og var alveg hissa hvað þetta hafði liðið hratt, en nei þá voru það alþjóðlegir kvikmyndagagnrýn- endur sem voru að standa upp fyrir einu atriði í myndinni. Ég fékk gæsa- húð. Enda eru núna allir að missa sig af spenningi yfir þessari mynd enda ætlar Hollywood að endurgera hana og enginn annar en Jack Nicholson ætlar mæta aftur til starfa til þess að takast á við þetta magnaða hlutverk. Toni Erdmann er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin og það voru stjarnfræðilega litlar líkur á því að þýsk gamanmynd yrði tilnefnd til Óskarsins. Að auki vann hún evrópsku kvikmynda- verðlaunin og þar eru nú þenkjandi menn að velja það besta af því besta, en málið með þessa mynd er líka að húmorinn í henni er alþjóðlegur og við getum hreinlega ekki beðið eftir að byrja að sýna hana. Við ætluðum að bjóða leikstýrunni, Maren Ade, og eins aðalleikkonunni, Söndru Hüller, en þær eru auðvitað bara að fara á Óskarsverðlaunaafhendinguna og við verðum að kyngja því,“ segir Ása og hlær og bætir við að þau ætli bæði að sýna myndina einu sinni á dag alla hátíðina og að auki þá fari hún í almennar sýningar eftir að Þýskum dögum lýkur. Uppgjör við fortíðina Það er eftirtektarvert að einar þrjár myndir af sjö virðast tengjast upp- gjöri Þjóðverja við seinni heims- styrjöldina með einum eða öðrum hætti. Frantz í leikstjórn hins þekkta leikstjóra François Ozon, Der Staat gegen Fritz Bauer, saga manns sem náði að koma háttsettum þýskum nasista fyrir rétt vegna glæpa gegn mannkyni, og loks kvikmyndin Land of Mine eða Under Sandet. En Ása segir að Þjóðverjar hafi verið að stíga fleiri skref í átt til þess að gera upp fortíð sína í kvikmyndum. „Eftir því sem lengra líður frá fortíð, sem er þó nálæg okkur í tíma, er betra að fjalla um hana en þeir hafa samt verið að gera upp fortíðina í sam- framleiðslu með öðrum þjóðum. Under Sandet, sem er einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna, er einmitt sam- framleiðsla með Danmörku. Þar segir frá nánast barnungum þýskum her- mönnum sem Danir settu í að grafa upp jarðsprengjur á ströndinni. Þetta eru svona örsögur sem verða stór- sögur með því að sýna fram á öll litlu svæðin og mannslífin sem urðu fyrir eftirstöðvunum af stríðinu. Algjör- lega mögnuð mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Þýskir dagar í Bíói Paradís standa allt til 19. febrúar og á meðal fleiri mynda má nefna Democracy: Im Rausch der Daten eftir David Bernet, Who Am I Kein System ist sicher eftir Baran bo Odar og Gleißendes Glück eftir Sven Taddicken. Allir að missa sig yfir þriggja tíma þýskri grínmynd Þýskir kvikmyndadagar hófust af fullum krafti í gærkvöldi. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri segir að þar verði meðal annars að finna tvær myndir sem eru tilnefndar til Óskarsverðlauna og fleira góðgæti. Ása Baldursdóttir dagskrárstjóri. fréttaBlaðið/ernir Ópera HHHH Mannsröddin eftir Poulenc og Cocteau. Íslenska óperan í Kaldalóni í Hörpu leikgerð og leikstjórn: Brynhildur Guðjónsdóttir. leikendur: Auður Gunnarsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Píanóleikari: Eva Þyrí Hilmarsdóttir. tónlistarstjóri: Irene Kudela Búninga- og leikmyndahönnun: Helga I. Stefánsdóttir Óperan Mannsröddin, La Voix Humaine eftir Poulenc, er sérkenni- legt verk. Aðeins einn söngvari stendur á sviðinu, kona sem talar í síma. Hún á síðasta símtalið við ást- mann sinn til fimm ára, sem er búinn að binda enda á sambandið og er að fara að gifta sig daginn eftir. Óperan er mun styttri en gengur og gerist, tekur aðeins um þrjú korter í flutn- ingi. Hún er upphaflega skrifuð fyrir litla sinfóníuhljómsveit, en er oftar flutt aðeins með píanóleikara, sem er praktískt fyrir svo smágert verk. Því miður nást ekki öll blæbrigði tón- listarinnar þegar eingöngu er leikið á píanó, stemningin sem best er fram- kölluð með strengjum er víðsfjarri. Sífelldur píanóleikur í tæpan klukku- tíma gerir tónlistina einhæfa og ef söngurinn er ekki þeim mun meira spennandi er hætt við að óperan missi marks. Leikgerð Brynhildar Guðjóns- dóttur, sem jafnframt er leikstjórinn, mætir þessum veikleikum á óvana- legan hátt. Mannsröddin er byggð á samnefndu leikriti eftir Cocteau og Brynhildur fer þá leið að blanda því við óperuna. Það eru tvær leikkonur á sviðinu, Auður Gunnarsdóttir sópran syngur og Elva Ósk Ólafsdóttir flytur talaða textann. Í stað textavélar, sem hefð er fyrir að nota á óperusýning- um, leikur Elva Ósk það sem Auður syngur á frönsku. Þetta er djörf tilraun og hún er áhættusöm. Megineinkenni Manns- raddarinnar er einmanaleiki, hin forsmáða ástkona stendur uppi alein; skelfileg einsemd gegnsýrir allt verkið. Í uppfærslu Brynhildar eru aftur á móti tvær konur og þær eiga stundum í samskiptum, önnur réttir t.d. hinni símtólið á nokkrum stöðum í óperunni. Jú, við vitum auðvitað að þetta er sama konan þótt hún sé klofin. Engu að síður getur tilfinn- ingin fyrir einmanaleika horfið þegar tvær konur sjást á sviðinu frekar en ein. Önnur áhætta er að áheyrand- inn upplifi sífellt talið sem truflun á tónlistarupplifuninni, rétt eins og að vera við hliðina á málglöðum náunga á Sinfóníutónleikum. Ef maður hins vegar lítur á verkið sem leikrit, þá getur tónlistin hæglega komið út eins og alltof yfirgnæfandi leikhúsmúsík. Það er til marks um snilld Bryn- hildar að óperan fellur aldrei í þessa gryfju, heldur er þvert á móti gríðar- lega áhrifarík. Skiptingin á milli leik- rits og óperu er snyrtileg, leikur Elvu Óskar er fullur af smitandi þjáningu en sársaukinn sem Auður miðlar er allur í söngnum. Leikur hennar er fjarlægur og látlaus, hún er fyrst og fremst mannsrödd án líkama. Fyrir bragðið vega konurnar tvær hvor aðra upp. Önnur er það sem hin er ekki og saman mynda þær kraftmikla heild, eina margbrotna persónu. Tón- listarlega séð kemur leikgerðin líka ágætlega út. Eva Þyrí Hilmarsdóttir spilar á píanóið og gerir það af fag- mennsku, nákvæmni og tæknilegum yfirburðum. Einhæf píanóröddin fær svo nýtt líf með því að fléttast saman við leik fremur en bara við söng. Í óperunni er píanóið mun meira en undirspil, það undirstrikar tilfinn- ingarnar í söngnum, skapar sam- hengið og stemninguna í leiknum. Á vissan hátt er það bæði leikmynd og lýsing. Það heppnast þó sjaldan í öðrum uppfærslum, en hér bætir leikur Elvu Óskar við píanóröddina og hún verður skiljanlegri og fjöl- breyttari en ella. Ef svo má segja þá er byrði píanóleikarans að hluta til velt yfir á leikkonuna. Þetta er í fyrsta sinn sem óperu- sýning fer fram í Kaldalóni í Hörpu, minnsta salnum. Smæð salarins skapar skemmtilega nálægð, og leik- mynd Helgu I. Stefánsdóttur er hæfi- lega óreiðukennd, undirstrikar ang- istina í símtalinu. Heildarútkoman er óneitanlega mögnuð. Jónas Sen Niðurstaða: Áhrifamikil sýning, spennandi leikgerð, flottur leikur, glæstur söngur og píanóleikur. Fallegur samruni óperu og leikrits auður Gunnarsdóttir og elva Ósk Ólafsdóttir í hlutverkum sínum í Mannsröddinni í Kaldalóni Hörpu. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is atriði úr kvikmyndinni toni erdmann eftir Maren ade sem sló í gegn á Cannes og er tilnefnd til Óskarsverðauna. 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a u G a r D a G u r48 M e N N i N G ∙ f r É t t a b L a ð i ð menning 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -1 2 1 8 1 C 3 7 -1 0 D C 1 C 3 7 -0 F A 0 1 C 3 7 -0 E 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.