Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 98

Fréttablaðið - 11.02.2017, Síða 98
KannsKi er þetta að einhverju leyti líKa saga fólKs sem Kemur á nýjan stað og frumbyggj- anna sem voru þar fyrir. NÝTT Styrkir húðina innan frá með því að auka teygjanleika og fylla upp í hrukkur. Stinnir húðina, gefur henni ferskleika og eykur útgeislun. BÆTIR FYLLIR UPP Í DJÚPAR HRUKKUR Til sjávar og sveita með Hallgerði langbrók er yfirskrift tónleika í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu nk. sunnudag, 12. febrúar, kl. 15:15. Einsöngvarar á tónleikunum eru Hanna Dóra Sturludóttir og Ingi- björg Guðjónsdóttir en hljóðfæra- leikur er í höndum Caput hópsins undir stjórn Guðna Franzsonar. Hanna Dóra og Snorri Sigfús Birgisson munu frumflytja lagaflokk Snorra Sigfúsar sem nefnist Níu lög að vestan en Snorri segir að hér séu á ferðinni níu þjóðlög sem eru varðveitt hljóðrituð í þjóðfræðisafni Stofnunar Árna Magnússonar. „Þetta eru upptökur frá sjöunda áratug síð- ustu aldar og heimildarmennirnir í þessum lögum voru allir fæddir á ofanverðri nítjándu öld. Þetta er allt saman úr Dalasýslu, Hanna Dóra er ættuð þaðan og þessar útsend- ingar eru tileinkaðar henni. Það er ómetanlegt hugsjónastarf sem þau Hallfreður Örn Eiríksson, Jón Sam- sonarson og Helga Jóhannsdóttir unnu þegar þau ferðuðust um landið á sjöunda áratugnum og tóku upp alls konar efni. Þar á meðal eru um sjö hundruð klukkustundir af tón- list.“ Snorri Sigfús segir að það eigi afskaplega vel við sig að vinna með þetta efni. „Lögin eru mjög ólík og fjölbreytileg. Síðan eru þau líka sungin á mismunandi vegu á upp- tökunum þannig að þetta vekur upp ýmsar ólíkar hugsanir. En Hanna Dóra syngur þetta allt af mikilli list enda fádæma fín söngkona. Svítan Hallgerður langbrók eftir Finn Torfa Stefánsson er á síðari hluta tónleikanna. Svítan var gerð fyrir Caput hópinn og Ingibjörgu Guðjónsdóttur söngkonu og byggð á samnefndri óperu Finns í fullri lengd. Finnur segir að þar sem hann sé að vinna með Hallgerði Langbrók þessa dagana þá passi hann sig sér- staklega vel á þjófssögum og á því að gefa engum kinnhest þessa dagana og hlær við. „Upprunalega er þetta ópera sem ég samdi og þetta eru sýnishorn úr henni. Auk Caput hóps- ins og Ingibjargar þá kemur Edda Þórarinsdóttir leikkona inn og segir söguþráðinn til að setja tónlistina í samhengi.“ Finnur Torfi segir að það sé afar skemmtilegt að semja tónlist við Njálu. „Það er reyndar stórhættulegt því það er svo mikil vinna og fæst ekki króna fyrir. Þetta er bara eins og hver önnur della og ég er með músík- dellu, það er óhætt að segja það. En Hallgerður var fyrst kvenréttinda- konan en hún liggur í Laugarnesinu og þar malbikaði Reykjavíkurborg yfir hana svo að hún gengi ekki aftur.“ magnus@frettabladid.is Dalasöngvar og Hallgerður Snorri Sigfús Birgisson tónskáld hefur útsett níu laga flokk sem verður frumfluttur á 15:15 tónleikunum á sunnudaginn. FréttaBlaðið/Hanna „Við erum búin að forsýna í heima- byggð á Hvammstanga. Við búum í Húnaþingi vestra en ég er þaðan upphaflega, en bjó reyndar í London í tuttugu ár og kynntist þar konunni minn. Hún er brúðulistamaðurinn á bak við sýninguna og hún er reyndar orðin ágætlega þekkt innan þess geira í Bretlandi,“ segir Sigurður Líndal Þórisson, leikstjóri og einn að aðstandendum brúðuleikhúss- ins Handbendi sem í dag frumsýnir sýninguna Tröllin í Samkomuhús- inu á Akureyri. Það er Greta Clough sem handgerir brúðurnar, er höf- undur sögunnar og sér um brúðu- leikinn ásamt Aldísi Davíðsdóttur, hljóðmynd og tónlist er eftir breska tónskáldið Paul Mosley, listakonan Kathleen Scott sem hefur undanfarið haft listamannadvöl að Nesi á Skaga- strönd sér um skuggamyndir og ljósahönnun er í höndum Aðalsteins Stefánssonar en leikstjórn er eins og áður sagði í höndum Sigurðar. „Við hjónin fluttum heim fyrir rétt um einu og hálfu ári og höfum síðan verið að búa til sýningar á Hvamms- tanga. Vonandi er það að bæta í menningarflóruna á staðnum. En við höfum líka verið að flytja inn brúðuleikara og listamenn, sem mörgum þykir sérstakt, en þá höfum við æft sýningarnar hér og sýnt þær svo á nokkrum stöðum og m.a. farið í leikferð um Bretland. Þannig að Handbendi er alþjóðlegt samstarfs- verkefni og að lokinni frumsýningu hér í Samkomuhúsinu þá förum við í félagsheimilin á Norðurlandi vestra, svo er það Frystiklefinn á Rifi, þaðan í Tjarnarbíó og seinnipart sumars og í haust þá verða Tröllin á ferð í London og víðar um Bretland.“ Sigurður segir að þau hafi byrjað ferlið fyrir sýninguna með því að lesa vandlega tröllasögurnar sem er að finna í þjóðsögunum eins og þær koma fyrir af skepnunni. „Við keyrð- um líka um landið og mynduðum tröllakletta og andlit í klettunum og brúðurnar byggja soldið á þessum myndum. Mér finnst skemmtilegt að þegar maður fer að lesa þetta í heild sinni, þá sér maður hvað þetta er mikið um komu kristninnar til landsins. Hvítserkur er nú eitt fræg- asta dæmið um það, sagan um tröllið sem bjó á Ströndum og þoldi ekki hljóminn í kirkjuklukkunni á Þing- eyri svo hann rauk af stað til þess að þagga niður í henni. Greyinu entist þó ekki náttmyrkrið, brann inni á tíma og varð að steini. Átök á milli nýja tímans og þess gamla eru þann- ig algengt þema í þessum sögum. Það má líka sjá þarna átök á milli upp- lýsingaaldarinnar og óheftrar nátt- úra, vísindi versus bábilja. Kannski er þetta að einhverju leyti líka saga fólks sem kemur á nýjan stað og frumbyggjanna sem voru þar fyrir. Því alltaf er það þannig að tröllin þurfa einhvern veginn að hörfa með einum eða öðrum hætti.“ Sigrurður segir að þegar þau hafi verið komin með sögurnar sem þau völdu að vinna með sem grunn þá hafi þau farið að skoða hvernig væri best að setja saman söguna. „Við reyndum ýmsar nálganir og end- uðum með því að fara alveg aftur til þess tíma þegar paparnir koma til landsins. Í okkar sögu kemur ung stúlka til landsins með þeim og sög- urnar koma svo til okkar í gegnum þessa stúlku. Hún er bæði hugrökk og ævintýragjörn og fer að fara um landið. Upp á fjöllum rekst hún svo á þessa skelfilegu óvætti Truntum Runtum úr samnefndri þjóðsögu.“ Alltaf þurfa tröllin að hörfa undan mannfólkinu handbendi er alþjóðlegt brúðuleikhús sem er starfrækt á hvammstanga. í dag frumsýna þau verkið tröll í samkomuhúsinu á akureyri og í framhaldinu eiga þau eftir að ferðast víða og meðal annars um bretland. Greta Clough, Sigurður líndal Þórisson og aldís Davíðsdóttir með allt klárt fyrir frumsýningu í Samkomuhúsinu á akureyri. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 1 . f e b r ú a r 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r50 M e n n i n G ∙ f r É T T a b L a ð i ð 1 1 -0 2 -2 0 1 7 0 4 :3 0 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 3 7 -0 D 2 8 1 C 3 7 -0 B E C 1 C 3 7 -0 A B 0 1 C 3 7 -0 9 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 1 0 _ 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.