Fréttablaðið - 09.03.2017, Side 2

Fréttablaðið - 09.03.2017, Side 2
Hið árlega Fiðluball MR Nemendur Menntaskólans í Reykjavík klæddu sig í betri fötin í gær þegar hið árlega Fiðluball 6. bekkinga fór fram í Iðnó. Herrarnir voru klæddir kjólfötum og dömurnar síðkjólum og dansspor voru stigin undir stjórn Jóhannesar Agnars Kristinssonar. Fréttablaðið/SteFán Veður Norðan strekkingur með snjókomu norðan til í dag, en hægari og víða bjart veður syðra. Hiti 0 til 5 stig að deginum. sjá síðu 40 DÝR Kristjáni Inga Jónssyni ber að fjarlægja tvo hana af lóð sinni að Syðri-Reykjum 3. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál en með því staðfestir hún niðurstöðu heil- brigðisnefndar Mosfellsbæjar. Krist- ján ætlar ekki að una úrskurðinum. Málið er nú orðið um fimm ára gamalt. Kristján heldur á lóð sinni flokk landnámshænsna en fremstir í flokki fara tveir hanar. „Ef hæn- urnar eru einar þá verða alls konar læti á milli þeirra. Með hönunum myndast goggunarröð og hænurnar komast ekki upp með neitt,“ segir Kristján „Þetta byrjaði árið 2012,“ segir Vígmundur Pálmarsson, íbúi að Reykjarhvoli og nágranni Kristjáns. Vígmundur segir nágrannana flesta á einu máli. „Ef það er blindbylur heyrir maður lítið í fuglunum en þetta er afar hvimleitt yfir sumar- tímann.“ Í gegnum árin hefur verið deilt um hvort Syðri-Reykir 3 séu lög- býli eður ei þar sem samþykkt um hænsnahald í Mosfellsbæ gildir ekki um lögbýli. Hús Kristjáns er í deiliskipulagi auðkennt sem Syðri- Reykir 3 en í fasteignaskrá Þjóðskrár er það tilgreint sem Reykjahvoll 5. Árið 1991 voru lóðir skildar frá jörð Syðri-Reykja 2 og er hin umdeilda spilda ein þeirra. Var það niðurstaða Þjóðskrár og úrskurðarnefndarinn- ar að Syðri-Reykir 3 hefðu orðið að Reykjahvoli 5 og dottið út af lög- býlaskrá. Því væru hanarnir í órétti. „Fyrir það fyrsta þá er Reykjahvoll sunnan við Varmá. Ég bý norðan við Varmá,“ segir Kristján. „Til að koma mér út af lögbýlaskrá hafa menn Haninn Kristján hefur ekki galað sitt síðasta Nágrannar, bæjarfélagið og úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamál vilja tvo hana brott af Syðri-Reykjum 3. Eigandi fuglanna telur að lögbýlaskrá hafi verið breytt til að losna við hanana. Nágrannar þreyttir á fimm ára hanagali. „Hanarnir sjá um að koma hænunum inn og hafa röð og reglu á þeim,“ segir Kristján ingi Jónsson sem hefur ekki gefist upp. Fréttablaðið/VilHelM reynt að breyta heimilisfanginu, endurnefna lóðina og breyta lóða- númerinu. En þegar þeir senda mér bréf þá eru þau stíluð á Syðri-Reyki 3.“ Kristján segir fuglana hafa það mjög gott. Það sé rúmt um þá í kofanum sínum og þeir fái að fara út löngum stundum yfir sumar- tímann. Hins vegar sé búið að setja út á aðstöðu þeirra. „Það er svo- lítið skondið því það er sami dýra- eftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brún eggjamönnum,“ segir Kristján. Hann stefnir á að kæra úrskurð nefndarinnar. Hann hafi alla papp- íra sem sýni að niðurstaðan hvað- varðar lögbýlaskráninguna sé röng. „2017 er ár hanans, ég fæddist eld- hani á ári hanans þannig að ég fer í hanaslaginn,“ segir Kristján. johannoli@frettabladid.is Það er svolítið skondið því það er sami dýraeftirlitsmaður og hélt hlífiskildi yfir Brún­ eggjamönnum. Kristján Ingi Jónsson, hænsnabóndi samfélag Slysavarnadeildin Hring- ur í Mývatnssveit birti í gær áskorun til íbúa í fréttablaði sveitarinnar, Mýflugunni. Þar minnir deildin íbúa sveitarinnar á að börn eigi að nota öryggisbelti og eigi ekki að standa á milli sætanna í bílum, hvað þá í fangi foreldra eða forráðamanna í framsætum. „Vegna fjölda ábendinga viljum við minna fólk á öryggi barna og annarra í umferðinni. Nokkuð hefur borið á því að börn séu ekki í öryggisbeltum og standi jafnvel á milli sætanna í bílum og í fangi for- eldra/forráðamanna í framsætum. Einnig viljum við minna á öryggi í öðrum ökutækjum. Nauðsynlegt er að hafa viðeigandi öryggisbúnað eins og hjálma. Vakin skal athygli á að aldrei skal hafa farþega fyrir framan ökumann,“ segir í tilkynn- ingunni. Þá er minnt á að nota endurskinsmerki. – bb Ekki æskilegt að börn standi á milli sæta börn eiga að vera spennt í aftur- sætinu þegar keyrt er á milli staða. nordicpHotoS/Getty Nokkuð hefur borið á því að börn séu ekki í öryggisbeltum og standi jafnvel á milli sætanna í bílum og í fangi foreldra/ forráðamanna í framsætum. Dómsmál Guðmundur Ólason og Karl og Steingrímur Wernerssynir þurfa að greiða þrotabúi Milestone, sem var eignarhaldsfélag bræðr- anna, rúma fimm milljarða króna í skaðabætur. Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í málinu í gær. Ingunn Gyða Wernersdóttir var hins vegar sýknuð af kröfum stefn- anda, þrotabús Milestone. Milestone var eignarhaldsfélag Wernerssystkina og var Guðmundur forstjóri þess. Bræðurnir létu félagið greiða fyrir hlutabréf Ingunnar þegar þeir keyptu hana út úr fyrirtækinu fyrir hrun. „Samkvæmt framansögðu er á það fallist að stefndu Karl, Stein- grímur og Guðmundur, beri skaðabótaábyrgð á því tjóni sem Milestone ehf. varð fyrir,“ segir í dómnum. – þea Þurfa að greiða þrotabúi fimm milljarða króna 9 . m a R s 2 0 1 7 f I m m T u D a g u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -8 7 D 4 1 C 6 9 -8 6 9 8 1 C 6 9 -8 5 5 C 1 C 6 9 -8 4 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.