Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 8
Krónan
mælir með!
249 kr.kg
Ferskur ananas, Kosta Ríka
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
70
23
8
20–25%
afsláttur af öllum
barnavörum hjá
Lyfjum & heilsu.
Barnadagar
BANDARÍKIN Bandaríska leyniþjón-
ustan CIA vissi af öryggisgöllum í
fjölda snjalltækja en gerði framleið-
endum ekki viðvart heldur nýtti sér
þá til að njósna um eigendur tækj-
anna. Tæknin er nú ekki aðeins í
höndum leyniþjónustunnar.
Þetta er meðal þess sem lesa má
úr Vault 7, nýjasta gagnaleka Wiki-
Leaks. Samtökin halda því fram
að þau hafi fengið gögnin send frá
verktaka sem starfaði eitt sinn fyrir
leyniþjónustuna. CIA hefur neitað
að tjá sig um málið á meðan kannað
er hvort gögnin innihaldi réttar
upplýsingar. Utanaðkomandi sér-
fræðingar segja hins vegar ýmislegt
benda til þess að svo sé.
Opinber rannsókn á birtingu
gagnanna er þó hafin. Greindi CNN
frá því í gær eftir heimildum sínum
innan úr leyniþjónustum Banda-
ríkjanna. Standa bæði alríkislög-
reglan FBI og CIA sömuleiðis að
rannsókninni.
Meðal þess sem finna má í gögn-
unum eru tæki sem CIA hefur notað
til að stela gögnum úr iPhone-snjall-
símum og önnur sem eru notuð til
að taka yfir tölvur frá Microsoft. Enn
önnur voru notuð til að breyta Sam-
sung-snjallsjónvörpum í hlerunar-
tæki og þá virðist leyniþjónustan
hafa þróað búnað ætlaðan til að
taka yfir tölvur bifreiða.
Tæknirisar heimsins brugðust við
lekanum með því að senda frá sér
yfirlýsingar um efnið. Í yfirlýsingu
Apple sagði að fyrirtækið hefði nú
þegar lokað fyrir fjölda galla sem
nefndir eru í lekanum. Þá ítrekaði
fyrirtækið að notendur væru ávallt
með nýjustu útgáfu stýrikerfanna í
tækjum sínum.
„Að verja einkalíf notenda er
helsta forgangsmál okkar. Við
vitum af göllunum og erum að
vinna í að lagfæra þá eins hratt og
unnt er,“ sagði í yfirlýsingu Sam-
sung. Microsoft tók í sama streng.
Google hefur hingað til neitað að
svara fyrir galla í Android-stýri-
kerfinu.
„Hver sá sem heldur að mál Chel-
sea Manning og Edwards Snowden
hafi verið einsdæmi hefur rangt
fyrir sér,“ segir Joel Brenner, fyrr-
verandi yfirmaður gagnnjósna
Bandaríkjanna. Fjögur ár eru liðin
síðan WikiLeaks sendi frá sér gögn
Edwards Snowden. Sá leki hafði
mikil áhrif á samstarf Bandaríkja-
stjórnar og Kísildalsins. Líklegt
þykir að lekinn nú geti haft svipuð
áhrif. johannoli@frettabladid.is
Rannsaka lekann til WikiLeaks
Gögn frá WikiLeaks, Vault 7, benda til þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna nýti sér öryggisgalla í snjall-
tækjum til að fylgjast með notendum. CIA vill ekki svara fyrir lekann. FBI leitar að uppruna lekans.
Samsung-sjónvörpum hefur verið breytt þannig að hægt sé að nota þau til að hlera samtöl. NordicphotoS/Getty
SAmfélAg „Við erum að skoða þræði
sem við getum unnið úr, það er eins
og liggur í augum uppi erfitt að átta
sig á fjölda dreifinga,“ segir Árni
Þór Sigmundsson, yfirmaður kyn-
ferðisbrotadeildar lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu, um rannsókn
á dreifingu myndbands sem var tekið
upp á skemmtistaðnum Austri fyrir
rúmri viku.
Á myndbandinu mátti sjá par
hafa samfarir á opnum klósettbás á
skemmtistaðnum og fór það síðar í
mikla dreifingu á internetinu og var
hún kærð. „Kæran beinist gegn því
að þarna hafi efni verið dreift án vit-
undar og samþykkis,“ segir Árni Þór.
Hann vildi ekki tjá sig um það
hvort einhver hefði verið handtekinn
eða yfirheyrður vegna málsins.
Árni Þór segir að það muni ekki
skýrast fyrr en rannsókn málsins er
lokið hvaða lagaákvæði eiga við í
málinu. – bo
Erfitt að átta sig á dreifingu
kynlífsmyndbandsins frá Austri
mAltA Þekktasti ferðamannastaður
Möltu, Azure-glugginn svokallaði,
glæsilegur steinbogi, hrundi í sjóinn
í gær. Forsætisráðherra Möltu segir
að fregnirnar séu „átakanlegar“ sam-
kvæmt frétt BBC.
Veður hefur verið slæmt undan-
farna daga á Möltu og segja sjónar-
vottar frá því að steinboginn hafi
hrunið í heilu lagi í miklum öldu-
gangi. Varað hefur við því að veðrun
og landrof myndi sverfa að stein-
boganum þótt niðurstöður skýrslu
frá árinu 2014 gæfu til kynna að
steinboginn myndi þola áganginn
í nánustu framtíð.
Staðurinn er afar vinsæll ferða-
mannastaður, ekki síst eftir að
steinboganum brá fyrir í Game of
Thrones þáttunum vinsælu. Yfir-
völd á Möltu höfðu reynt hvað þau
gátu til þess að minnka ágang ferða-
manna á steinbogann og voru lagðar
sektir við því að ganga yfir hann, án
teljandi árangurs, en vinsælt var að
stökkva af steinboganum í sjóinn.
Heimamenn flykktust að eftir að
fregnir bárust af því að steinboginn
væri horfinn um aldur og ævi og
sagði ráðherrann Anton Refalo að
hvarf steinbogans væri líkt því að
„missa hluta af sjálfum sér“. – tpt
Glugginn hvarf í hafið
Azure-glugginn eins og hann leit út. NordicphotoS/AFp
AfgANIStAN Fleiri en þrjátíu létu
lífið þegar árásarmenn, klæddir sem
læknar, réðust á stærsta herspítala
Kabúl, höfuðborgar Afganistans, í
gær. Yfirvöld þar í landi greindu frá
árásinni í gær.
Voru árásarmennirnir vopnaðir
skotvopnum og handsprengjum.
Sprengdu þeir upp hlið að spítal-
anum áður en þeir hófu skothríð á
starfsfólk og sjúklinga.
Hryðjuverkasamtökin sem kenna
sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð
á árásinni. Talíbanar hafa neitað
ábyrgð. Rúmlega fimmtíu særðust
í árásinni. – þea
Mannskæð
árás á sjúkrahús
9 . m A R S 2 0 1 7 f I m m t U D A g U R8 f R é t t I R ∙ f R é t t A B l A ð I ð
0
9
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
5
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
9
-C
3
1
4
1
C
6
9
-C
1
D
8
1
C
6
9
-C
0
9
C
1
C
6
9
-B
F
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
7
2
s
_
8
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K