Fréttablaðið - 09.03.2017, Side 18

Fréttablaðið - 09.03.2017, Side 18
Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 • www.heilsuborg.is Heilsulausnir – léttara líf hefst 20. mars Upplýsingar í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg. is Árangur sem endist Þú ert í góðum höndum hjá okkur því allir þjálfarar og sérfræðingar Heilsuborgar eru með háskólamenntun í sínu fagi. Heilsulausnir - léttara líf er vinsælasta námskeið Heilsuborgar frá upphafi. Þar er unnið með þyngdarstjórnun og áhersla lögð á að kenna þátttakendum aðferðir sem skila varanlegum árangri. Heilsulausnir - léttara líf Kynningarfundur Fimmtudaginn 9. mars kl. 20:00 í Faxafeni 14 Allir velkomnir Vilt þú ná árangri sem endist? TAKTU SKR EFIÐ! Arion banki seldi í gærmorgun 30 milljónir hluta í Reitum fasteigna­ félagi á genginu 93,9 krónur á hlut, fyrir samtals rúmlega 2,8 milljarða króna. Bankinn var fyrir viðskiptin fjórði stærsti hluthafi Reita. Það voru markaðsviðskipti Arc­ tica Finance sem höfðu milligöngu um kaupin. Að stórum hluta voru kaupendur bréfa bankans í Reitum, samkvæmt heimildum Fréttablaðs­ ins, íslenskir lífeyrissjóðir. Stærstu hluthafar Reita eru Gildi lífeyris­ sjóður, með um 14,1 prósents hlut, Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem á rúmlega 12,9 prósent, og Líf­ eyrissjóður starfsmanna ríkisins, með nærri 10,1 prósents eignar­ hlut. Eftir viðskiptin, þar sem bank­ inn seldi meira en helminginn af bréfum sínum í félaginu, á hann um 22,3 milljónir hluta í Reitum, eða sem nemur um 3 prósenta hlut, að því er kom fram í flöggun sem Arion banki sendi til Kauphallar­ innar eftir lokun markaða seinni­ partinn í gær. Hlutabréfaverð Reita lækkaði um liðlega 0,2 prósent í rúmlega 3,2 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær. Á síðustu tólf mánuðum hefur gengi bréfa fast­ eignafélagsins hins vegar hækkað um 10,4 prósent. Markaðsvirði Reita nemur núna um 70 millj­ örðum króna, sem gerir félagið að því þriðja verðmætasta í Kauphöll Íslands – á eftir Marel og Icelandair Group. – hae Arion banki seldi í Reitum fyrir 2,8 milljarða Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita Jakob Már Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingarbanka, sest í stjórn Arion banka á aðalfundi sem verður haldinn í dag, fimmtu­ dag. Hann kemur inn í stjórn í stað Benedikts Olgeirssonar sem hefur verið í stjórn Arion banka frá því í desember 2013. Stjórnin helst að öðru leyti óbreytt en Bandaríkja­ maðurinn John P. Madden, fram­ kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, sem á 87 prósent í bankanum, kom nýr inn í stjórn Arion banka fyrir tæp­ lega sex mánuðum. Fjölgaði stjórnar­ mönnum þá úr sjö í átta. Jakob er með doktorsgráðu í iðn­ aðarverkfræði frá Purdue­háskóla í Bandaríkjunum. Í dag starfar hann sem lektor við viðskiptafræði­ deild Háskóla Íslands og situr í stjórn tölvuleikjafyrirtækisins Solid Clouds. Hann tók við sem forstjóri Straums í ársbyrjun 2013 en lét af því starfi samhliða því að bankinn sameinaðist MP banka sumarið 2015, sem síðar varð Kvika banki. Áður hafði Jakob meðal annars gegnt starfi fjármálastjóra eignaumsýslufélagsins ALMC og var hann í hópi nokkurra fyrrverandi lykilstjórnenda félagsins sem fengu hundruð milljóna króna hver í sinn hlut þegar félagið greiddi út samanlagt yfir þrjá milljarða í bón­ usa til starfsmanna í desember 2015. Kaupþing vinnur nú að því, eins og áður hefur verið greint frá í Fréttablaðinu, að ganga frá sölu á um 50 prósenta hlut í Arion banka til bandarískra fjárfestingarsjóða og lífeyrissjóða. Kaupverðið verður á genginu rúmlega 0,8 miðað við eigið fé bankans, eða sem nemur um 85 milljörðum, en stefnt er að því að viðskiptin klárist á allra næstu vikum. Í kjölfarið verður sá hlutur Kaupþings sem eftir stendur, á bil­ inu 30­40 prósent, seldur í almennu útboði og bankinn skráður á mark­ að, líklega næstkomandi haust. – hae Fyrrverandi stjóri Straums í stjórn Arion Jakob Ásmundsson, fyrrverandi for- stjóri Straums Vill sex mánaða frest til að stöðva mengun United Silicon vill lengri frest til úrbóta í mengunarmálum. Harma að lykt hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en tala um tímabundin vandamál. Slökkva þurfti á verksmiðjunni í Helguvík um síðustu helgi vegna bilunar. Umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart United Silicon er fordæmalaust. FRéttAblAðið/Vilhelm Stjórnendur kísilvers United Sili­ con í Helguvík óska eftir sex mán­ aða fresti til nauðsynlegra úrbóta í mengunarmálum. Þeir harma að lyktarmengun hafi valdið íbúum Reykjanesbæjar óþægindum en segja hana mega rekja til tíma­ bundinna vandamála og byrjunar­ örðugleika. Þetta kemur fram í bréfi sem Uni­ ted Silicon sendi Umhverfisstofnun á þriðjudag og Fréttablaðið hefur undir höndum. Þar kynnir fyrir­ tækið áætlun um úrbætur í meng­ unarmálum og varðandi frávik frá starfsleyfi, eins og því að spilliefni eru geymd utandyra á malarlóð, sem leiddu til þess að stofnunin sendi því harðort bréf í síðasta mánuði. Var þar farið fram á tafar­ lausar úrbætur. „Félagið telur á hinn bóginn ein­ sýnt að félagið sjálft, með liðsinni sérfróðra aðila sem leitað hefur verið til, sé best til þess fallið að leysa þann vanda sem við er að etja,“ segir í bréfi United Silicon. Umhverfisstofnun sendi kísil­ verinu bréfið þann 21. febrúar og tilkynnti stjórnendum þess um áform um að ráðist yrði í verk­ fræðilega úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Ástæðu þess mætti rekja til tíðra mengunaróhappa og að svo gæti farið að stöðva þyrfti reksturinn tímabundið og fram­ kvæma nauðsynlegar úrbætur. Umhverfisstofnun hefur borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð fjölmörg frávik frá starfsleyfi. „Við höfum ekki tekið afstöðu til bréfsins [frá United Silicon] og munum fara yfir það næstu daga,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Samkvæmt bréfi Umhverfis­ stofnunar berast ábendingar um lyktarmengun iðulega eftir að slökkt hefur verið á eina ljósboga­ ofni verksmiðjunnar. Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis­ og umhverfismála United Silicon, svar­ ar aðspurður að rekstur hennar hafi ekki gengið áfallalaust síðan fyrra bréfið barst fyrir rúmum tveimur vikum. Síðasta föstudag hafi þurft að slökkva á ofninum í um tvo daga. „Reksturinn er búinn að ganga mjög vel fyrir utan eitt óhapp en nú erum við komnir á mjög góðan skrið aftur. Þá varð bilun í búnaði þegar öxull brotnaði í færibandi og það tók á annan sólarhring að fá varahluti og gera við,“ segir Krist­ leifur. haraldur@frettabladid.is Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfis- stofnun markaðurinn 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -9 6 A 4 1 C 6 9 -9 5 6 8 1 C 6 9 -9 4 2 C 1 C 6 9 -9 2 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.