Fréttablaðið - 09.03.2017, Page 30

Fréttablaðið - 09.03.2017, Page 30
Til ráðherra, þingmanna og annarra samningsaðila vinnu-markaðarins! Stjórnmálamenn landsins hafa falið Tryggingastofnun að ýmist jafna, skerða eða bæta kjör fólks sem annaðhvort er á ákveðnum aldri eða býr við tilteknar félagslegar aðstæð- ur. Nú stefnir í að miklum árangri hafi verið náð. Lítið brot af íbúum samfélagsins þarf enn um sinn að vera undir eftirliti TR, meirihlutinn þarf ekkert á TR að halda! Sá hópur hefur þegar „nóg“ til hnífs og skeiðar og þarf ekki að vera með í félagslega kerfi annarra landsmanna. Til að allir sitji við sama borð og njóti jafnréttis mætti taka upp TR- kerfið um allt samfélagið. Það mætti best gera þannig: Launamaður með 400.000 kr. fastakaup eftir skatt. Viðkomandi vinnur 25 klst. yfirvinnu +200.000 kr. eftir skatt samtals 600.000 kr. Þá skerðast föstu launin um 150.000 kr. þar sem TR mundi sættast á 25.000 kr. nettó frítekjumark yfirvinnu. Eftir eru 450.000 kr. nettó. Með samsvarandi hætti skertust föst laun vegna dagpeninga, auka- greiðslna, arðgreiðslna og annarra hlunninda. Þannig mundi öll yfirvinna minnka verulega, of miklu vinnu- álagi linna, dregið yrði úr streitu- röskun og almennt heilsufar lands- manna væntanlega batna. Við hver áramót kæmi svo ýmist greiðsla frá TR vegna of mikilla skerðinga eða krafa um aukagreiðslu til TR vegna ofgreiðslna. Þannig sætu allir við sama borð og þeir sem eldri eru, sem nú ganga með angist og kvíðaköst af ótta við „glaðninginn“ frá TR um hver jól og áramót. Vonandi taka þingmenn á sig rögg og laga þetta sem fyrst. TR-væðum samfélagið allt! Borgþór S. Kjærnested lífeyrisþegi. (þegi = ölmusuþegi, styrkþegi) Við sem erum ósammála Bjarna Ben í pólitík hljótum þó að viðurkenna að enginn er honum sleipari nú um stundir. Maðurinn hefur alla hljóma hins pólitíska tónstiga á valdi sínu, frá ljúfasta þyt yfir í gjallandi stríðs- lúðra. Það er langt síðan við sáum Bjarna spila á allra fínustu streng- ina, er hann táraðist í sjónvarpssal og hélt þannig velli fyrir Hönnu Birnu. Hneykslismál sem myndu enda feril flestra stjórnmálamanna hrindast af honum eins og fitubrák af teflonpönnu; Milljarða afskriftir, einkavinavæðing og Panamaskjöl, ekkert skilur eftir blett á bláu jakka- fötunum. Í síðustu kosningum sáum við bálreiða Bjarna húðskamma frétta- menn í sjónvarpsumræðum fyrir að spyrja út í svik hans í stórmáli síðustu kosninga, ESB þjóðarat- kvæðagreiðsluna. Augnabliki síðar var mjúki Bjarni mættur segjandi mildum rómi að nú væri einmitt kominn tími á að fátækir og sjúkir nytu góðærisins. Það breyttist þó strax á kosninganóttina þegar ljóst var að Lækjarbrekkuhrærigrautur- inn náði ekki sínum vísa kosn- ingasigri. Síðan fengum við að sjá brosmilda Bjarna á stuttermabol- num sjarmera Óttarr Proppé inn í einkavæðingarríkisstjórnina. Það var reyndar létt verk því einn ekki síður klókur, Benedikt frændi, kom ríðandi í hlað með Óttar í taumi. Nýjustu tóndæmin eru að ljúfi Bjarni telur mjög miður að stóru skýrslurnar tvær – sem hann stakk sjálfur undir stól – hafi ekki komið fram fyrr!? Þá setur hann í brýrnar og segir algjörlega fráleitt að það hefði haft áhrif á kosningarnar ef fólk hefði vitað að Sjálfstæðisflokk- urinn greiddi með skipulegum hætti efnuðu fólki leið til skattaundan- skota með því að innleiða ekki CFC og að 86% af skuldaleiðréttingunni fór til ríkari helmings þjóðarinnar. Bjarni er rétti maðurinn á tímum sjálfvalins sannleika, háll sem áll og fréttafólk nær engu taki á honum. Bestu kostir stjórnmálamanns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. Bjarni Ben hefur aldrei minnist einu orði á raunveru- legt erindi Sjálfstæðisflokksins: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Þá eru nú vinstriflokkarnir heið- arlegri, þeirra erindi liggur alveg ljóst fyrir: Að verja og efla auð og völd bak- lands síns. Bjarni Ben stjórnmálasnillingur? Sverrir Björnsson hönnuður Endómetríósa er krónískur, sársaukafullur móðurlífssjúk-dómur. Sjúkdómurinn getur haft gríðarleg áhrif á lífsgæði þeirra kvenna sem sjúkdóminn hafa. Meðal einkenna geta verið miklir verkir, vandamál og verkir tengt meltingunni, ófrjósemi, ógleði og síþreyta. Konur með endómetríósu eru einnig líklegri en aðrar konur til að fá vefjagigt, skjaldkirtils- óreglu, auk andlegra erfiðleika svo eitthvað sé nefnt. Sjúkdómurinn er mjög lúmskur og verkirnir geta komið fyrirvaralaust sem oft endar með spítalaferð sjúklings til verkja- meðhöndlunar. Rétti læknirinn Margar konur sem hafa þennan sjúkdóm hafa gengið á milli lækna til þess að leita sér aðstoðar án þess að fá greiningu. Hér er ekki verið að gera lítið úr þeim læknum sem ekki hafa greint endómetríósu hjá sjúklingum sínum heldur verið að sýna fram á hversu lúmskur og erfiður sjúkdómurinn getur verið. Að komast að hjá rétta lækninum tímanlega getur skipt sköpum fyrir framtíð sjúklingsins. Fái endómet- ríósa óáreitt að grassera í kviðar- holi sjúklings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Dóttir okkar hjóna er lýsandi dæmi um þá erfiðleika sem fjöl- skyldur lenda í þegar þessi sjúk- dómur gerir vart við sig. Þegar hún byrjaði á blæðingum 11 ára gömul fór fljótlega að bera á miklum verkjum hjá henni sem höfðu mikil áhrif á hennar daglega líf og í raun alla fjölskylduna. Hún missti mikið úr skóla og eyddi löngum stundum í rúminu. Verkjalyf voru tekin í stórum skömmtum með misgóðum árangri. Oft þurfti að sækja hana í skólann þar sem hún lá á gólfinu og engdist um. Hún fór nokkrar ferðir með sjúkrabíl inn á Barnaspítala þar sem hún var sprautuð niður. Nokkrum sinnum leið yfir hana og hún kastaði upp af verkjum. Lífsgæðin voru ekki mikil á þessum tíma. En þegar hún var 18 ára komst hún til rétta læknisins. Sá læknir skar hana upp og í kviðar- holsspegluninni var staðfest að hún væri með endómetríósu. Dóttir mín fékk í framhaldinu viðeigandi með- ferð og ráðgjöf sem gjörbylti hennar lífi. Í dag lifir hún nokkuð eðlilegu lífi þó sjúkdómurinn minni stundum á sig en þó í miklu minni mæli en áður. Göngudeild Þar með er þessu þó ekki lokið. Þar sem endómetríósa er krónískur sjúkdómur verður hann alltaf til staðar. Að hafa aðgang að sér- fræðingum í þessum sjúkdómi er ómetanlegt. Samtök um endómetrí- ósu hafa átt gott samtal og samstarf við stjórnendur Kvennadeildar við Landspítalann. Á fundum okkar var stofnun göngudeildar fyrir konur með endómetríósu og króníska kviðarholsverki á Kvennadeild Landspítalans meginumræðuefnið. Er það von okkar að samstarfið skili árangri. Dagana 4. til 10. mars er vika endó- metríósu. Frekari upplýsingar um endómet- ríósu er að finna á www.endo.is. Staða kvenna með endómet- ríósu innan heilbrigðiskerfisins: Lífsgæði og meðferðarúrræði h t t p s : / /w w w. f a c e b o o k .c o m / events/816152245205837/ Dóttir mín á möguleika á eðlilegu lífi Einar Hjaltason kerfisfræðingur, eiginmaður og aðstandandi endómetríósu- sjúklinga Til allrar lukku er Kristinn H. Gunnarsson ekki húsasmið-ur því þá myndi hann lesa sentimetra og tommur til skiptis af mælistokknum sínum, allt eftir því hvað honum þætti henta hverju sinni í sama verkinu. Hætt er við að húsin hans yrðu fyrir vikið ekki endilega hornrétt og innréttingar myndu hvergi passa í ætluð rými. Mælikvarðar eru nauðsynlegir en það verður að kunna að brúka þá. Í Fréttablaðinu 2. mars víkur Kristinn að skrifum mínum í sama blaði 28. febrúar og ruglar saman framlegð (EBITDA), framlegðar- hlutfalli og rekstrarafgangi í skatta- spori KPMG. Í fyrsta lagi er Kristinn H. í málflutningi sínum á svipuðum slóðum og til dæmis Jóhanna Sig- urðardóttir, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem aldrei skildi mun á hagnaði og framlegð frekar en svo margir stjórnmálamenn. Frá fram- legð dragast fjármagnskostnaður, skattar og gjaldfærðar afskriftir og þar kemur hagnaðurinn sem fellur í hlut hluthafa og nýtist til afborgana lána, nýfjárfestinga eða útgreiðslu arðs. Þetta ætti maður með mikla reynslu í stjórnmálum og störfum Alþingis og stjórnsýslu að vita. Á vefjum DV og BB má sjá að Kristinn hafi numið hagfræði og stjórnmála- fræði að þingmennsku lokinni, auk BS-náms í stærðfræði í HÍ á yngri árum. Þess vegna verður að ætlast til þess að hann skilji lykilhugtök og beri saman sambærilegar tölur! Hvort Vinnslustöðin er vel eða illa rekin skiptir engu máli í þess- ari umræðu en að gefnu tilefni má nefna að á dögunum lýsti Credit- info hana fyrirmyndartæki, þriðja árið í röð. Árið 2016 var Vinnslu- stöðin í 35. sæti best rekinna fyrir- tækja landsins af alls 35.000 fyrir- tækjum sem Creditinfo kannaði. Creditinfo gerir strangar kröfur í mati sínu og færir rök fyrir niður- stöðum en Kristinn H. veður elginn í eigin orðaleppum. Í öðru lagi nýtir Kristinn hlut- fallstölur frá Hagstofu Íslands um uppsjávarveiðar og vinnslu sem honum þykir sér henta. Upplýs- ingar Hagstofu Íslands byggjast á úrtakstölum um sjávarútveg, þar á meðal frá Vinnslustöðinni. Hann talar annars vegar um hreinan hagnað, sem er reiknuð stærð hjá Hagstofunni, og hins vegar um framlegð sem byggist á upplýs- ingum frá hluta sjávarútvegsfyrir- tækjanna eftir því hvað á við hverju sinni. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Hann nefnir árið 2015 sem dæmi um góða afkomu uppsjávarveiða þar sem framlegð var 21,5% en lætur hjá líða að geta um að þá var hreint tap 0,2%, sam- kvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Gögn Hagstofunnar eru sem slík góð til síns brúks en sjálf hefur hún reyndar lýst efasemdum um að eigin gögn geti verið grundvöllur skattlagningar í sjávarútvegi. Skilja ekki mikilvægi loðnuleitar Í þriðja lagi greinir Kristinn ekki þann kjarna í grein minni að hvorki framkvæmdarvaldið né Alþingi, og augljóslega ekki Kristinn H. Gunn- arsson sjálfur, skilja mikilvægi loðnuleitar og grunnrannsókna á sjávarauðlindinni. Ég benti á að loðnuleitin var fjárhagslega á ábyrgð loðnuútgerðanna af því að ríkisvaldið vildi ekki verja 20-40 milljónum króna í verkefnið. Loðn- an sem fannst skilar ríki og sveitar- félögum 3,3 milljörðum króna í beinar tekjur sem sjávarútvegur- inn stendur skil á, ef miðað er við „speglun“ skattaspors KPMG fyrir Vinnslustöðina yfir á loðnuvertíð- ina, og miklum óbeinum tekjum að auki. Mér kæmi ekki á óvart að hátt í 10 milljarðar króna rynnu í ríkis- kassann af alls 17 milljörðum sem loðnuvertíðin skilar. Í fjórða lagi hlýtur Kristinn að átta sig á að skattaspor félags fyrir rekstrarár getur ekki átt við eina vertíð sem stendur yfir í einn mánuð. Á sama hátt hlýtur hag- fræðineminn að átta sig á að ef ekki hefði komið til þessara tekna af loðnuveiðum í ár hefði skattaspor Vinnslustöðvarinnar og sjávarút- vegsins í heild verið mun minna. Hér liggur líka munur annars vegar á þeirri hugsun heilbrigðrar skyn- semi að tekna sé aflað í þjóðarbúið og kakan stækkuð öllum til hags- bóta en hins vegar á þeirri fásinnu og þráhyggju sósíalískrar hugsunar og þekkingarleysis að tekjur verði aðallega til með sköttum. Í fimmta og síðasta lagi þakka ég Kristni H. fyrir hreinskilnina í nafni hluthafa, starfsmanna og viðskiptavina Vinnslustöðvarinnar og Eyjamanna yfirleitt. Hann hótar því undir rós að taka af okkur lífs- björgina, atvinnuna sjálfa. Kjarn- inn í málflutningi hans og ann- arra uppboðssinna á opinberum vettvangi er einmitt sá að bjóða skuli fólk og fyrirtæki í sjávarút- vegi reglulega upp líkt og gert var með niðursetninga í sveitum fyrr á öldum. Að vaða elginn og hóta VSV Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslu- stöðvarinnar hf. Fái endómetríósa óáreitt að grassera í kviðarholi sjúkl- ings í lengri tíma getur hún valdið óbætanlegum skaða á líffærum sjúklings og aukið líkur á ófrjósemi. Hvort Vinnslustöðin er vel eða illa rekin skiptir engu máli í þessari umræðu en að gefnu tilefni má nefna að á dögunum lýsti Creditinfo hana fyrirmyndartæki, þriðja árið í röð. Lítið brot af íbúum sam- félagsins þarf enn um sinn að vera undir eftirliti TR, meiri- hlutinn þarf ekkert á TR að halda! Sá hópur hefur þegar „nóg“ til hnífs og skeiðar og þarf ekki að vera með í fé- lagslega kerfi annarra lands- manna. Bestu kostir stjórnmála- manns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. 9 . m a r s 2 0 1 7 F I m m T U D a G U r30 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð I ð 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -D B C 4 1 C 6 9 -D A 8 8 1 C 6 9 -D 9 4 C 1 C 6 9 -D 8 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.