Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 09.03.2017, Blaðsíða 32
Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365. is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Sigga Soffia hefur haldið úti óvenjulegu tískubloggi á Instagrami sínu, siggasoffia­ inc, en það er „minnst lesna tísku­ blogg íslands“ að hennar sögn. „Ég tískubloggaði fyrir vestan í sumar og þarf klárlega að halda því áfram,“ segir Sigga Soffía sem er eigandi fyrirtækisins Níelsdætra en fyrirtækið framleiðir verk Sigríðar Soffíu, allt frá danssýningum til flugeldasýninga. Hún segist spá töluvert í tísku. „Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað tíska getur skipt miklu máli til dæmis í því að koma mikilvægum málefnum í kastljósið. Svo margir hafa áhuga á tísku og það er oft ástæða þess að fólk skoðar og fær áhuga á einhverju nýju í framhaldi,“ segir Sigga Soffía en hún fylgist mikið með skúlptúrískri tísku og myndlist sem nýtist skapandi vinnu í sýningum, til dæmis þegar verið er að gera „moodboard“ fyrir búninga. Velur föt eftir tilefni Hún segist elska föt með fallega hreyfingu, eða úr áhugaverðum efnum. „Ég vel föt mikið eftir tilefni. Ef ég er nálægt flugeldum er gott að vera í gallafötum því þau eru tregbrennanleg. Flest sem ég fer í er þeim kostum búið að ég get dansað í því. Víðar buxur, stuttbuxur. Stundum er ég að fela það að ég er í æfingafötum með því að vera í kápu yfir íþróttafötum með varalit og loðhúfu … jafnvel í hælum, með veski. Það er ekki gott lúkk,“ segir hún glettin. Hún segist klæðast mikið fötum úr ull. „Það er alltaf kalt hér á þess­ ari eyju, sumar sem vetur! Ég kann að meta víð föt, og gaman þegar mörg munstur og margir litir koma saman,“ segir hún og bætir glaðlega við að systir hennar fari í skápinn hennar þegar hana vanti grímu­ búning. Innt eftir uppáhaldsflík er hún fljót til svars. „Svartur fjaðrajakki sem Hildur Yeoman hönnuður hannaði fyrir danssýninguna Svart­ ar fjaðrir sem ég gerði 2014 í Þjóð­ leikhúsinu. Hún Hildur Yeoman er afar hæfileikaríkur hönnuður en hún hannaði líka rauða búninginn sem ég dansa í í FUBAR,“ segir Sigga Soffía en nefnir einnig loðhúfuna sína og kraftgallann. En hefur hún einhvern veikleika þegar kemur að tísku og útliti? „Sundföt. Þau eyðast svo hratt að maður er alltaf að kaupa ný. Ég er með biggorexíu þegar það kemur að loðhúfum, ég er að vona að ég sé búin að toppa þar núna, og ég elska samfestinga.“ Ömmurnar tískufyrirmyndir Þegar kemur að tískufyrirmyndum nefnir Sigga Soffía ömmur sínar. „Ég nota mikið af kjólum frá þeim báðum. Föt frá þeim tíma eru oft úr svo fallegum efnum og svo mikil alúð lögð í gerð þeirra. Þá var þessi hörmulegi einnota lífsstíll sem einkennir okkar tíma ekki við lýði. Ég nota líka mikið af kjólum og skyrtum frá systrum ömmu minnar, Níelsdætrum, sem fyrirtækið mitt er nefnt eftir.“ Hún segist einnig elska búninga í gömlum ballettum, og búninga úr gömlum dans­ og söngvamyndum. „Gulu sixtísfötin sem Vera Ellen steppdansari klæddist oft eru æðis­ leg. Svo ég held að ég hrífist meira af tímabili heldur en ákveðnum einstaklingi.“ Flytur dansinn út á land Ýmislegt skemmtilegt er fram undan hjá Siggu Soffíu. „Ég er að dansa úti um allt land. Ég hlakka mikið til helgarinnar en við erum að sýna FUBAR í Samkomuhúsinu á Akureyri á föstudaginn klukkan 20. Dansnemendur fá afar ódýran miða svo ég vona að ég sjái sem flesta dansáhugadrengi og stúlkur,“ segir Sigríður Soffía í verkinu FUBAR sem hún setur upp ásamt tónlistarmanninum Jónasi Sen. Þau flytja FUBAR í sam- komuhúsinu á Akureyri á föstudaginn en styrktaraðilar sýningarinnar eru Vodafone, Flugfélag Íslands, Reykjavíkur- borg og Menningarsjóður VÍB. Búningurinn er hannaður af Hildi Yeoman. MYndIR/MARInÓ THoRlAcIUS Sigga Soffía kann vel við sig í kuldagöllum og elskar loðhúfur, því stærri því betri. Hér er hún með dóttur sinni, Ísold Freyju, á góðri stund á Vest- fjörðum. Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Flest sem ég fer í er þeim kostum búið að ég get dansað í því. hún, en Sigga Soffía spáir mikið í menningarmál barna á landsbyggð­ inni og að koma dansi út á land. „Ég er lengi búin að ætla að fara í dans­ krossferð um landið og tókst það nú í ár. Mér finnst afar mikilvægt að krakkar sem alast upp úti á landi sjái að starfsferill sem dansari eða sjálfstætt starfandi listamaður sé raunverulegur kostur. Börn í minni plássum hafa stundum takmörkuð tækifæri til að stunda listnám og þá sérstaklega þegar kemur að dansi. Það hefur verið ótrúlega skemmti­ legt að sýna samtímadans fyrir krakka bæði á Egilsstöðum, Ísafirði og í Borgarnesi. Og það hefur verið sérstaklega dýrmætt að margir þessara krakka hafa haft samband við mig gegnum Facebook og beðið um ráðleggingar um dansnám,“ upplýsir hún. Á laugardaginn flytur Sigga Soffía svo fyrirlestur um verkið Svartar fjaðrir sem hún samdi og var opnunarsviðsverk Listahátíðar 2014. Dansverk byggt á ljóðum Davíðs Stefánssonar. Fyrirlesturinn er í Davíðshúsi klukkan 14. Þá sýnir hún í Tjarnarborg í Fjallabyggð kl. 18 sunnudaginn 12. mars. Framhald af forsíðu ➛ Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Nýjar vörur í hverri viku Sundfatnaður stærðir 36 - 56 #Anita #Miraclesuit #Speedo Save the Children á Íslandi 2 KYnnInGARBlAÐ FÓlK 9 . m a r S 2 0 1 7 F I M MT U dAG U R 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -C 8 0 4 1 C 6 9 -C 6 C 8 1 C 6 9 -C 5 8 C 1 C 6 9 -C 4 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.