Fréttablaðið - 09.03.2017, Síða 34

Fréttablaðið - 09.03.2017, Síða 34
Ingibjörg Thelma hefur áhuga á tísku- straumum en líður best sportlega klædd. Hún er einn af sjö með- limum RVKfit á Snapchat en þau deila fróðleik og skemmtun um heilbrigðan lífsstíl. Einn- ig skrifar hún pistla á hmagasin.is. MYND/EYÞÓR Skólastelpa í svörtu eins og svo margir aðrir Íslendingar. MYND/EYÞÓR Ingibjörg hefur gaman af því að fylgjast með nýjustu tísku og flettir í gegnum tískutímarit og skoðar vefsíður. Hún segist elska þykkar peysur, trefla og kápur. „Ég er hrifnari af vetrar- en sumar- tískunni,“ segir hún. „Ég kaupi flest mín föt erlendis en ég ferðast mikið vegna vinnunnar. Ég versla mikið í Topshop, Cos, Banana Republic og Aritzia svo dæmi séu tekin,“ segir hún. Grár litur er í miklu uppáhaldi hjá Ingibjörgu. „Ég fell sérstaklega fyrir gráum peysum og yfir- höfnum. Þó er svartur litur alltaf klassískur og ég vel mér oft þann lit líka.“ Ingibjörg segist ekki eiga sér neinn uppáhaldstískuhönnuð. „Tískan er svo mismunandi og ekki endilega allt sem manni finnst fallegt,“ segir hún en Ingibjörgu finnst best að vera sportlega klædd. „Ég eyði alltaf einhverju í föt í hverjum mánuði en miklu minna en ég gerði áður. Ég leyfi mér samt miklu meira á sumrin þegar ég er í fullri vinnu.“ Hvort gengur þú meira í kjól eða buxum? „Buxum, mér finnst þó mjög gaman að klæðast kjólum og nota til dæmis svarta víða kjóla mikið yfir buxur.“ Hver eru verstu kaupin þín? „Mér hefur alltaf þótt kaupin mín góð þegar þau eiga sér stað en þegar ég horfi til baka man ég helst eftir bleikum pallíettukjóll sem ég klæddist á 17 ára afmælinu mínu. Sem betur fer sá ég sóma minn í að nota hann ekki aftur,“ svarar Ingibjörg. Þegar hún er spurð um eftirlætisbúðina, svarar hún: „Topshop er uppáhaldsbúðin mín þessa stundina. Ég get alltaf treyst á að finna þar flíkur sem mér líkar og svo eru þær líka á góðu verði.“ Hlakkar þú til að fá H&M til Íslands? „Já, ég hlakka mikið til. Það verður svo þægilegt að geta skotist í H&M án þess að þurfa að ferðast til útlanda. Mér finnst líka frábært og spennandi að úrval fataverslana sé að aukast hér á landi.“ Hlakkar til að fá H&M Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir er í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík. Hún kennir spinning í World Class og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair á sumrin. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Flottir kjólar Kjóll á 7.900 kr - einn litur - stærð 38 - 44 Kjóll á 7.900 kr - 3 litir - stærð 38 - 44 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . m a R s 2 0 1 7 F I M MT U DAG U R Fa rv i.i s // 0 31 7 KRINGLUNNI | 588 2300 TÚNIKA 7.995 Fréttablaðið eykur þjónustu sína við lesendur á landsbyggðinni. Þú getur nálgast frítt eintak af Fréttablaðinu á eftirfarandi sölustöðum víðsvegar um landið: 0 9 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 9 -B 4 4 4 1 C 6 9 -B 3 0 8 1 C 6 9 -B 1 C C 1 C 6 9 -B 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 8 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.